Skessuhorn - 12.10.2011, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER
Kjalar missir
hlutinn í HB
Granda
LANDIÐ: Kjalar, fyrirtæki
Ólafs Ólafssonar sem kenndur
er við Samskip, hefur framselt
Arion banka öll hlutbréf félagsins
í HB Granda hf. Um er að ræða
hluta af skuldauppgjöri Kjalars
við bankann. Við framsalið
eignaðist Arion banki um 33%
hlut í HB Granda. Í tilkynningu
kemur fram að eignarhlutur
bankans í fyrirtækinu verður
settur í söluferli þegar aðstæður
leyfa.
-mm
Afmælisnefnd
verði skipuð
AKRANES: Stjórn
Akranesstofu lagði til á síðasta
fundi sínum að bæjarráð
skipi fimm fulltrúa í sérstaka
afmælisnefnd sem hafi með
höndum undirbúning ýmissa
verkefna og viðburða í
tengslum við 70 ára afmæli
Akraneskaupstaðar á næsta
ári. Fyrir fundinum lá einnig
erindi frá Haraldi Bjarnasyni og
Friðþjófi Helgasyni þess efnis að
gerð verði kvikmynd í tilefni 70
ára afmælis kaupstaðarréttinda
á Akranesi. Stjórn Akranesstofu
telur þetta áhugavert verkefni
og fól Tómasi Guðmundssyni
verkefnastjóra að afla nánari
upplýsinga um kostnað við það.
-þá
Ungir VG stækka
starfssvæðið
VESTURLAND: Þann
27. september sl. fór fram
aðalfundur Ungra vinstri
grænna í Borgarbyggð í
Skemmunni á Hvanneyri. Ný
lög voru samþykkt fyrir félagið
og starfssvæði þess breytt um
leið. Félagið heitir nú „Ung
vinstri græn á Vesturlandi“ og
nær yfir Vesturland, Vestfirði
og Kjós. Á fundinum lét Þóra
Geirlaug Bjartmarsdóttir af
embætti formanns, en hún
var hinsvegar kjörin formaður
Ungra vinstri grænna á
landsfundi hreyfingarinnar
sem fram fór á Suðureyri 1.
2. október sl. Stjórn Ungra
vinstri grænna á Vesturlandi
starfsárið 20112012 skipa þau
Bjarki Þór Grönfeldt formaður,
Anna Ragnarsdóttir Pedersen
gjaldkeri og Kári Gautason
ritari.
-mm
Vímugjafa leitað í
húsagörðum
AKRANES: Lögreglan á
Akranesi þurfti að skipta sér af
hegðun ungra manna í vikunni.
Tilkynnt var um grunsamlegar
mannaferðir í görðum í
íbúðahverfi. Þarna reyndust
vera á ferðinni þrír ungir menn
í leit að ofskynjunarsveppum.
Var þeim vísað á braut. Einn
ökumaður var tekinn fyrir
akstur undir áhrifum ávana
og fíkniefna í liðinni viku.
Reyndist hann undir áhrifum
kannabisefna við aksturinn.
Lögregla sinnti útköllum vegna
hvassviðris á laugardagsnótt og
um morguninn. Tvö trampólin
fóru á ferðalag án þess þó að
valda skemmdum. Var brugðið á
það ráð að skera dúkinn úr þeim
og fergja svo ekki hlytist tjón af.
-þá
Þingmenn sagðir
áhugalausir
LANDIÐ: Grasrótarfélagið
Landsbyggðin lifi hélt aðalfund
sinn í Fljótum sl. laugardag. Þar
var m.a. samþykkt ályktun þar sem
harmað er áhugaleysi þingmanna
á stöðu landsbyggðarinnar en
enginn þingmaður mætti á
fund félagsins. „Enginn þeirra
sá ástæðu til að mæta á fundinn
sem fjallaði um opinbera
þjónustu á landsbyggðinni.
Umræðan var boðuð með góðum
fyrirvara til alþingismanna með
aðalfundarboði samtakanna,“
segir í ályktun félagsins. -mm
Leiðrétting
Í frétt um námurannsóknir í
Hvalfirði í síðasta blaði kom fram
að sandur hefði verið tekinn þar
fyrir Sementsverksmiðjuna. Það
er ekki rétt því skeljasandur fyrir
Sementsverksmiðjuna er tekinn
af hafsbotni úti á Faxaflóa og
einvörðungu Björgun sem nýtt
hefur jarðefni af botni Hvalfjarðar.
Beðist er velvirðingar á þessu.
-hb
Minni
sumarumferð
HVALFJÖRÐUR: Um 8.000 færri
ökutæki fóru um Hvalfjarðargöng
sumarmánuðina júní, júlí og ágúst í ár
en á sama tímabili í fyrra. Umferðin
var eilítið meiri í ágúst en minni í
júní og júlí. Þegar á heildina er litið
hefur umferð um göngin dregist
saman um 4,5% það sem af er árinu
2011, þ.e. frá janúar til september.
Ætla má að efnahagssamdrátturinn
í samfélaginu og hátt eldsneytisverð
komi þarna við sögu, segir á vef
Spalar. Umferð á þjóðvegum
landsins hafi minnkað og það hljóti
líka að birtast undir Hvalfirði.
Vegagerðin gerir ráð fyrir að umferð
dragist saman um 4,8% að jafnaði á
landinu og miðar þá við 16 valda
talningarstaði á hringveginum. Það
sem af er ári 2011 hefur umferðin
dregist mest saman á Suðurlandi en
minnst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu
og næstminnst í grennd við það.
-þá
Hóp ur knárra hesta manna úr
upp sveit um Borg ar fjarð ar fór í
frem ur ó vana leg an leið ang ur síð
ast lið inn föstu dag. Verk efn ið fólst í
að smala hópi 16 ungra naut gripa
sem sluppu á af rétt uppi af Borg ar
fjarð ar döl um í á gúst en naut grip
irn ir þess ir eru í eigu kúa bús ins á
Hvann eyri. Höfðu grip irn ir ver ið í
haga í Máva hlíð í Lund ar reykja dal
frá því í vor það an sem hluti hóps ins
slapp til fjalla. Smöl un og rekst ur á
föstu dag inn gekk vel. Hald ið var af
stað frá Gilj um í Hálsa sveit um ell
efu leyt ið um morg un inn og rið ið á
Suð ur fjall ið þar sem hóp ur inn hélt
sig. Kvíg ur sem geng ið hafa á af
rétti lengi geti ver ið býsna villt ar og
erf ið ar við fangs. Þrátt fyr ir það tóks
að reka hóp inn til Rauðs gils rétt ar
þang að sem kom ið var um tvöleyt
ið um dag inn. Ekki vildi þó bet ur
til en svo, þrátt fyr ir að Rauðsg ils
rétt sé ramm byggð, að þeg ar reka
átti kvíg urn ar á vagna tryllt ist ein
þeirra, stökk yfir veggi og til fjalla.
Þrátt fyr ir mik inn elt ing ar leik náð
ist hún ekki enda reyndi hún ít rek
að að ganga í skrokk á eft ir reið ar
mönn um sem urðu frá að hverfa.
Sást að lok um und ir klauf arn ar á
henni á hraðri leið til fjalla þar sem
hún er enn.
Af og til ber ast af því fregn ir
um land ið að mik il stiggð komi að
kvígu hóp um sem þess um. Þannig
hafa heyrst sög ur af æsi leg um elt
ing ar leik bænda og búaliðs við slíka
hópa jafn vel svo vik um skipt ir. Því
er á stæða til að hvetja bænd ur til að
forð ast af megni að slík ar að stæð ur
geti kom ið upp því villt ir naut grip ir
geta al gjör lega um pól ast í hausn um
og líta þá á smala sem mikla ógn og
verða jafn vel hættu leg ir mönn um.
Lár us Pét urs son bú stjóri á Hvann
eyri seg ir að enn eigi hann eft ir að
ná hluta kvígu hóps ins sem gekk í
Máva hlíð en mik il stiggð er í hópn
um. Hef ur hann feng ið að láni sér
staka kvígu gildru frá Helga vatni
og smám sam an er að nást í hana.
Lár us bæt ir því við að kvíg urn ar
sem í hlut eiga hafi ver ið afar spak
ar heima í fjósi. Þrátt fyr ir stiggð
ina úti hafi þær um svifa laust aft ur
orð ið spak ar og mann elsk ar eft ir að
þeim var kom ið á hús.
Þá má geta þess að Pét ur Pét
urs son bóndi í Geirs hlíð í Flóka
dal lenti í því á síð asta ári að kljást
við hóp kvíga sem erf ið lega gekk að
koma á hús. Þeg ar far ið var að elt ast
við þær á snjó sleð um á fönn í fyrra
haust hlupu þær jafn vel fyr ir björg.
Því lét Pét ur smíða kvígu gildr una
sem sjá má á með fylgj andi mynd.
Gildrunni er kom ið fyr ir ná lægt
hópn um og heyrúlla sett í miðj una.
Þeg ar naut grip ur set ur haus inn inn
til að éta læs ist slá in um háls hans
þannig að hann fær sig ekki hreyft.
Fylgst með því úr sjón auka þeg
ar kvíga er föst í gildrunni og er þá
hæg ur vandi að mýla hana og koma
á vagn. Pét ur sagði að gildra þessi
hefði dug að vel.
mm
Kvíg urn ar komn ar í Rauðs gils rétt. Ljósm. Guð finna Guðna dótt ir.
Smöl uðu trylltu kvígustóði af af rétti
Smal arn ir sem náðu kvígu hópn um af Suð ur fjalli sl. laug ar dag leggja hér af stað
frá Gilj um. Ljósm. ákj.
Kvígu gildr an sem Pét ur í Geirs hlíð lét
smíða í fyrra og nýtt ist hon um með
góð um ár angri. Ljósm. es.