Skessuhorn


Skessuhorn - 27.06.2012, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 27.06.2012, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna forsetakosninga laugardaginn 30. júní 2012 verður frá kl. 9:00 til kl. 21:00. Kjörstaður er í Stjórnsýsluhúsinu við Innrimel í Melahverfi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumönnum fram að kjördegi. Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis. Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit, Jón Haukur Hauksson, formaður Helga Stefanía Magnúsdóttir Jóna Björg Kristinsdóttir Kjörskrá í Hvalfjarðarsveit Kjörskrá í Hvalfjarðarsveit vegna forsetakosninga 30. júní 2012 liggur frami á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 frá og með 19. júní til og með 29. júní. Skrifstofan er opin alla daga frá 10:00 - 15:00 og eru íbúar hvattir til þess að kanna hvar þeir eru á kjörskrá. Á upplýsingavef innanríkisráðuneytisins http://www. kosning.is/forsetakosningar/ eru upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Sveitarstjóri. Kosið verður þann 30. júní í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3 kl 09.00-21.00, kosið verður í einni kjördeild. Formaður kjörstjórnar er Jón Haukur Hauksson. Snæfellsbær Ólafsvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00 Hellissands- og Rifskjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00 Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli. Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00 Munið eftir persónuskilríkjum. Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar Auglýsing um kjörfundi vegna forsetakosninga laugardaginn 30. júní 2012 Kjörfundur í Eyja- og Miklaholtshreppi Kjörfundur vegna forsetakosninganna verður haldinn að Breiðabliki laugardaginn 30. júní 2012 og hefst kl. 10.00 Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis Kjörstjórn Þann 1. júní síð ast lið in opn uðu tvær ung ar döm ur sína eig in hár­ greiðslu stofu á Akra nesi. Þær Mar­ ín Rut og Hel ena út skrif uð ust úr Iðn skól an um árin 2002 og 2007 og hafa starf að við hár greiðslu síð­ an. Hárstúd íó ið er stað sett á Still­ holti 16 á sama stað og snyrti stof an Face og stúd íó Dýr finnu Torfa dótt­ ur og þær vin kon ur segja byrj un ina hafa ver ið mjög bjarta. ,,Við tök urn­ ar hafa ver ið mjög góð ar, gæt um ekki beð ið um það betra," sögðu þær þeg ar blaða mað ur Skessu­ horns heim sótti þær í vik unni. ,,Við erum með opið frá kl. 9 ­ 18 alla virka daga, en lengj um mið viku­ daga og fimmtu daga og höf um þá opið til kl. 20. Síð an er bara sam­ komu lag við við skipta vin ina um tíma ef hefð bund in opn un ar tími hent ar þeim illa.“ Stelp urn ar bjóða upp á hár greiðslu með snyrti með­ ferð um og förð un að auki, í sam­ vinnu við snyrti stof una við hlið ina á ef þörf þyk ir á, þá helst við sér­ tök til efni eins og brúð kaup, út­ skrift ir og þess hátt ar. ,,Við bjóð um alla vel komna að koma og kíkja á okk ur," eru loka orð þeirra áður en þær héldu á fram að snyrta, særa og stytta hár við skipta vina sinna. íg Í upp hafi þessa mán að ar veikt ist fyl full hryssa í eigu þeirra Guð jóns Guð laugs son ar og Guð ríð ar Hlíf­ ar Sig fús dótt ur í Borg ar nesi. Hafa þau haga beit og að stöðu fyr ir hross sín í Fífl holt um á Mýr um. Hryss an var kom in nærri köst un þeg ar hún veikt ist af ó kunn um á stæð um, hafði lík lega feng ið heila blóð fall. En gef­ um Guð ríði Hlíf orð ið: „Það var í há deg inu laug ar dag inn 2. júní sem haft var sam band við okk ur og lát ið vita af veikri hryssu í Fífl holt um. Við fór um strax vest­ ur og náð um sam bandi við Gunn­ ar Gauta dýra lækni sem stadd ur var á sömu slóð um í vitj un. Hryss an Gola var auð sjá an lega mik ið veik. Reynt var að gefa henni ýmis lyf en allt kom fyr ir ekki. Á fram dró af hryss unni og næsta kvöld var á kveð ið í sam ráði við Eddu Þór ar­ ins dótt ur dýra lækni að freista þess að bjarga fol ald inu þeg ar sýnt þótti að hryss unni yrði ekki bjarg að. Fram kvæmdi Edda keis ara skurð á Golu að kvöldi 3. júní og viti menn; í heim inn kom jarpt og mjög smá­ gert mer fol ald und an stóð hest in­ um Þristi frá Feti," seg ir Guð ríð­ ur Hlíf og bæt ir því við að móð ur þess, hryss una Golu, hafi í kjöl far ið þurft að af lífa. En þá voru góð ráð dýr, fol ald­ ið sem feng ið hafði nafn ið Edda líf var móð ur laust og þar að auki fætt sex vik um fyr ir tím ann. Í fyrstu var reynt að fá hryssu á Álft ár ósi sem misst hafði fol ald til að gang ast við Eddulíf en það gekk ekki. Því var fol ald inu gef inn kúa brodd ur í upp­ hafi en áköf leit hófst jafn framt á Inter net inu að fóstru fyr ir litla fol­ ald ið. Þökk sé Face bók inni bar sú leit ár ang ur og var hryss an Selja frá Skeggja stöð um sótt aust ur í Hruna­ manna hrepp, feng in að láni og gekk hún Eddulíf í móð ur stað. Stöðugt var vak að yfir veik byggðu fol ald inu og tók fjöl skylda þeirra Guð ríð ar Hlíf ar og Guð jóns virk an þátt í því; börn, barna börn og frænd fólk. All­ ir lögð ust á eitt að koma nær ingu í fol ald ið á eins eða tveggja klukku­ stunda fresti og síð ar að hjálpa því á spena hjá fóstru sinni. „Eft ir að Edda líf komst á spena og fór að fá góða kapla mjólk hef ur allt geng ið mjög hratt fram á við. Mið viku dag­ inn 6. júní fór hún að standa upp hjálp ar laust og tveim ur dög um síð­ ar komst hún sjálf á spena. Í tvígang þurfti að vísu að gefa henni penes­ i lín til að hressa hana við. Sunnu­ dag inn 24. júní fór um við síð an með þær mæðg ur Eddulíf og Selju og sleppt um í hag ann í Fífl holt­ um. Þar tóku hin hross in vel á móti þeim. Það er eng inn vafi að Edda dýra lækn ir vann gott verk og kom litla fol ald inu til bjarg ar. Þá hafa ýms ir fleiri og ekki síst fjöl skyld­ an öll átt sinn þátt í að Edda líf er nú eins og hvert ann að fol ald; frjáls og heil brigð í hag an um með fóstru sinni," seg ir Guð ríð ur Hlíf að end­ ingu. mm Hár- studio opn ar á Akra nesi Edda líf far in að bragg ast, hér 15 daga göm ul, á samt Selju fóstru sinni. Edda gaf Eddulíf líf Edda líf þriggja daga göm ul og far in að skjögra um. Ís lenska lopa peys an kom þarna að góð um not um að halda hita á veik­ byggðu fol ald inu sem kom í heim inn sex vik um fyr ir tím ann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.