Skessuhorn


Skessuhorn - 11.07.2012, Side 18

Skessuhorn - 11.07.2012, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ Á síð ustu árum hef ur þeim fjölg að nokk uð Ís lend ing un um sem bera tit il inn skóg ar höggs mað ur og um tug þeirra má nú finna í síma skrá. Einn þeirra er Gísli Bald ur Mör­ köre og að al starfs svæði hans er í Skorra dal. Gísli Bald ur er fædd ur í Fær eyj um enda fær eysk ur í föð ur­ ætt. Lilja Lín dal Gísla dótt ir móð ir hans er Ak ur nes ing ur og Gísli ólst upp á Akra nesi og bjó þar lengst af. Hann er mennt að ur garð yrkju­ fræð ing ur en hef ur síð ast lið in 16 ár starf að hjá Skóg rækt rík is ins. Þekk­ ingu á skóg ar höggi hef ur hann sótt á nám skeið bæði hjá ís lensk um og er lend um skóg ar höggs mönn­ um auk þess sem það var kennt í Garð yrkju skól an um. Að al vinnu­ stað ur Gísla Bald urs er í Hvammi í Skorra dal þar sem Skóg rækt rík is­ ins hef ur lengi haft bæki stöð sína á Vest ur landi. Féll strax fyr ir skóg in um „Þeg ar ég var í Garð yrkju skól an um á Reykj um í Ölf usi þá tók ég verk­ nám ið hér hjá Skóg rækt rík is ins í Skorra dal og ég féll fyr ir skóg in um strax og allri vinn unni þar. Á gúst Árna son, sem var skóg ar vörð ur hér lét mig ganga í öll verk og ég lærði ó hemju mik ið af hon um.“ Gísli seg ir á huga sinn fyr ir gróðri hafa vakn að á Akra nesi. „Ég var eins og aðr ir Skaga menn al inn upp í fjör­ unni, við þara lykt ina og í fisk in­ um. Eft ir grunn skóla nám ið fór ég að eins í fjöl brauta skól ann en hætti þar í námi og var að vinna við hitt og þetta, bæði á sjó og í landi. Um tíma bjó ég í gamla hús inu í Innsta­ Vogi, sem nú er horf ið og þá próf­ aði ég að setja nið ur stiklinga og plönt ur. Það gekk vel og á hug inn kvikn aði fyr ir gróðri sem varð til þess að ég fór í Garð yrkju skól ann á Reykj um. Sinn ir líka garð yrkj unni og skóga grisj un Þótt skóg ur inn í Skorra dal hafi ver ið að al starf svæði Gísla síð ustu tutt ugu árin, þá hef ur hann einnig sinnt garð yrkju störf um, eins og runna klipp ing um og fleiru. „Ég hef líka unn ið fyr ir sum ar húsa eig end ur við lóð ir hér á svæð inu. Þeim verk­ efn um hef ur fjölg að tals vert á síð­ ustu árum enda hef ur sum ar hús­ um fjölg að mjög. T.d. hef ur orð ið spreng ing í sum ar húsa fjölda hérna í Skorra daln um frá því ég hóf störf hérna fyrst árið 1992. Það er líka tals vert um að ég sé beð inn að fella stór tré. Fólk átt ar sig oft ekki á því þeg ar það set ur kannski nið ur röð af öspum hve hratt þær stækka og fyrr en var ir er bú stað ur inn orð inn af girt ur með 17 til 20 metra háum trjám.“ Gísli hef ur einnig ver ið að grisja fyr ir skóg rækt ar fé lög. „Ég var til dæm is að grisja fyr ir Skóg­ rækt ar fé lag Skil manna hrepps við Fanna hlíð. Það er gjör ó líkt skóg­ ar högg inu hér að grisja svona úti­ vist ar skóga og þar nýt ist garð­ yrkju nám ið mér vel. Þessi skóg ur við Fanna hlíð er orð inn al gjör úti­ vistar para dís og mjög skemmti leg­ ur og til fyr ir mynd ar fyr ir fé lag ið. Þá hef ég ver ið að fella tré í görð­ um bæði í Reykja vík og á Akra nesi auk þess að vinna við grisj un í öðr­ um skóg um Skóg rækt ar inn ar hér á Vest ur landi.“ Erfitt að eiga við sitka gren ið Skóg ar högg er erf ið vinna og ekki síst í Skorra dal þar sem víða er mjög bratt. „Það kom hing að Norð mað ur og hélt nám skeið fyr­ ir skóg ar höggs menn á Vest ur landi og Aust ur landi fyr ir um tveim­ ur árum. Þetta nám skeið var gríð­ ar lega gott og hann kenndi okk­ ur mik ið um hvern ig hægt væri að létta okk ur vinn una. Hann sýndi okk ur á kveðna tækni við að fella rauð gren ið en svo var svo lít­ ið skemmti legt þeg ar hann fór að fella sitka greni, sem við þurf um að gera tals vert af. Eft ir það kom hann til okk ar og spurði hvern ig við fær­ um eig in lega að þessu. Sitka gren­ ið er mjög erfitt viður eign ar. Trén sem við höf um ver ið að fella að und an förnu eru sautján til tutt ugu metra há og það má ekk ert klikka við fella svona tré. Það þarf að falla ná kvæm lega í rétta átt því ef grein­ arn ar á þess um trjám ná að læsa sig í önn ur tré þá þarf öfl ugt spil til að draga þetta í sund ur. Vegna bratt­ ans hér í daln um þurf um við líka að vera með keðj ur á öfl ugri drátt ar­ vél sem dreg ur þung an vagn, ann­ ars færi allt af stað í bratt an um.“ Mik il breyt ing á tveim ur ára tug um Gísli seg ir gíf ur lega þró un hafa orð­ ið í Skorra daln um síð an hann hóf fyrst störf þar fyr ir 20 árum. Skóg­ ur inn hafi vax ið og dafn að enda ráði Skóg rækt rík is ins yfir átta jörð um í daln um. „Hér er nær ein göngu greni og fura. Greni skóg arn ir fara frek ar hægt af stað, mun hæg ar en t.d. lerki skóg ar. Þeg ar gren ið tek ur svo við sér þá vex það mjög hratt. Fyrstu árin var ég að vinna við plönt un hér beint á móti Hvammi í landi Stóru­Drageyr ar og þetta er orð inn mynd ar leg ur skóg ur á þess­ um tutt ugu árum. Þetta er ó trú lega fljótt að ger ast þótt flest um finn ist tré vaxa hægt hér á landi. Á Stálpa­ stöð um, þar sem við erum mest að vinna, hef ur skóg ur inn vax ið mjög á þess um tíma. Kannski er þetta bara vegna betra og hlýrra veð urs. Ann­ ars hent ar Skorra dal ur mjög vel til skóg rækt ar. Hér eru al veg kjörað­ stæð ur fyr ir skóg inn. Skóg rækt rík­ is ins hef ur ekk ert plant að á Vest ur­ landi síð ustu tíu árin en núna hef ur að eins ver ið plant að vest ur í Döl­ um við Laxa borg á bökk um Hauka­ dalsár. Hér í Skorra dal er auð vit­ að langstærsti sam felldi skóg ur­ inn á Vest ur landi en Skóg rækt in á jarð ir út um allt og það eru víða skemmti leg ir skóg ar reit ir. Einn þeirra skemmti leg ustu finnst mér vera Jafna skarðs skóg ur við Hreða­ vatn. Hann gríð ar lega góð ur úti­ vist ar skóg ur. Við höf um lít il lega grisjað þar en það mætti gera meira af því.“ Greni úr Skorra dal í nýja brú á Þing völl um Gísla finnst þó mest um vert hve skóg ur inn er far inn að gefa af sér mik inn og góð an smíða við. „Ég vil helst sjá sem mest af grisj un ar viðn­ um fara í smíða timb ur. Auð vit að get um við nýtt þetta í kurl til stíga­ gerð ar eða til brennslu í járn blendi­ verk smiðj unni en skemmti legra er að full vinna þetta í borð við hérna á staðn um. Síð ustu þrjár vik urn­ ar höf um við ver ið að fletta sitka­ greni í smíða við fyr ir þjóð garð inn á Þing völl um en nýja stóra göngu­ brú in sem ver ið var að setja upp í Al manna gjá er að mestu úr greni úr Skorra dal. Við unn um við þetta tólf tíma á dag enda höf um við bara ver­ ið þrír. Þetta eru stór ir plank ar, 7,5 sentí metra þykk ir og þriggja metra lang ir. Alls af hent um við fimm hund ruð svona planka til Þing valla. Smið irn ir voru mjög á nægð ir með þetta efni og sögðu gott að vinna úr því. Við þurf um bara að fá betri að­ stöðu fyr ir þetta hérna, bæði tækja­ kost og hús næði. Nú erum við með nýja og góða fletti sög sem við feng­ um frá Hall orms stað og kom um henni fyr ir í lít illi gam alli skemmu. Við reyn um bara að gera gott úr þeim húsa kynn um sem við höf­ um hérna. Þeg ar við erum bún ir að fletta bol un um í timb ur setj um við það í stæð ur, breið um yfir og fergj­ um með þung um steypt um stein­ um til að timbrið vind ist ekki. Úr þess um greni bol um erum við að ná frá fjór um og upp í tíu borð um sem eru tomma á þykkt,“ seg ir hann og bend ir á timb ur stæðu með þriggja metra löng um borð um sem eru ein sinn um sex tomm ur. Þurf um að mennta fleiri í skóg ar högg og úr vinnslu Skóg arn ir ís lensku eru farn ir að gefa af sér góð an smíða við og Gísli Bald ur seg ir að nú þurfi að mennta fleiri til að vinna við skóg ar högg og úr vinnslu af urða. „Við erum kom­ in með skóg ana okk ar á það stig að við ar vinnsla er mögu leg. Grisj un á eft ir að aukast gríð ar lega á næstu árum og ára tug um og við verð um að hafa mun fleira fólk til að vinna úr þessu á næstu árum,“ seg ir Gísli. Hann seg ist von andi verða á fram að vinna í skóg in um. Hann kunni best við sig í skóg ar um hverf inu, svo ó líkt sem það sé því um hverfi sem hann ólst upp við. „Ég veit að vísu ekki hve lengi ég end ist í skóg ar­ högg inu. Það er mik il erf ið is vinna. Helst vilj um við stunda skóg ar­ högg ið á haustin og á vet urna. Það er vont að vinna við þetta á sumr­ in eins og núna. Klæðn að ur inn sem við þurf um að vera í ger ir það að verk um að mað ur er orð inn gegn s­ veitt ur á nokkrum mín út um. Með­ an við höf um þessa sög fell um við lát laust til að nýta hana. Við vit um ekki hvort við fáum að halda henni á fram.“ Gísli Bald vin er þó ekki eini Skaga mað ur inn sem er skóg ar­ höggs mað ur því Lár us Heið ars son skóg fræð ing ur, sem bú sett ur er á Fljóts dals hér aði, er marg fald ur Ís­ lands meist ari í skóg ar höggi. „Það er ár lega hald ið Ís lands mót í skóg­ ar höggi og Lalli er bú inn að vinna það svo oft að hann vann bik ar inn til eign ar í fyrra en náði ekki að sigra þetta árið,“ seg ir Gísli Bald­ vin Mör köre skóg ar högg smað ur og garð yrkju fræð ing ur. hb Greni bol ir sem bíða úr vinnslu á hlað inu við Hvamm í Skorra dal. Gísli Bald ur Mör köre Skóg ar höggs mað ur af Skag an um Gísli Bald ur tek ur á móti timbri út úr ramma sög inni, sem skóg ar menn í Skorra dal fengu senda frá Hall orms stað til að fletta viðn um í nýju brúna á Þing völl um. Tommu borð kom in úr sög inni og sett í stæðu við gömlu skemm una, sem hýs ir sög ina. Gísli Bald ur við drátt ar vél ina og timb ur vagn inn, sem not uð eru við að draga felld tré út úr skóg in um. Vegna bratt ans í Skorra dal verð ur að hafa gadda keðj ur á vél og vagni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.