Skessuhorn


Skessuhorn - 01.05.2013, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 01.05.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Nýir þingmenn Norðvesturkjördæmis „Ég er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem flokkurinn fékk í kosningunum og þar af leiðandi þau málefni sem hann stendur fyrir. Ég hlakka til að takast á við þingmennskuna og þau verkefni sem þar standa fyrir dyrum á næstunni og mun ég leggja höfuðáherslu á að berjast fyrir stefnumálum flokksins á þingi, sérstaklega hag heimilanna í landinu og því verkefni að ná fram leiðréttingu á stökkbreyttum húsnæðislánum. Þá vil ég leggja áherslu á að verja grunnþjónustuna á landsbyggðinni og að gerð verði heildarúttekt á þörfum og stöðu heilbrigðiskerfisins," segir Elsa Lára sem gaf sér tíma til að ræða við blaðamann milli kennslustunda, en hún mætti til vinnu strax á mánudagsmorgun í Brekkubæjarskóla á Akranesi. „Það eru einmitt próf framundan í skólanum og síðustu vikur skólastarfsins. Þegar því lýkur tekur loks við þingmennskan á vettvangi Alþingis." Elsa Lára Arnardóttir. Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokki: „Ég stefni á að nýta tækifærið vel og ætla mér að standa mig á Alþingi fyrir íbúa kjördæmisins. Sunnudagurinn var undarlegur eftir að úrslit lágu fyrir og verð ég að viðurkenna að það hefur tekið tíma fyrir mig að átta mig á því að ég sé orðin þingmaður. Ég er mjög ánægð með gengi Framsóknarflokksins og sérstaklega fylgisaukningu flokksins í þessu kjördæmi. Kosningabaráttan gekk rosalega vel hjá okkur en yfirferð okkar um kjördæmið var þónokkur á stuttum tíma. Ég hlakka til að starfa sem þingmaður og að koma stefnumálum flokksins í framkvæmd. Að lokum vil ég koma á framfæri stórum þökkum til stuðningsmanna okkar og til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg í kosningabaráttunni." Jóhanna María Sigmundsdóttir, Framsóknarflokki: Jóhanna María Sigmundsdóttir. Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki: „Fyrst og fremst stendur upp úr aðdáun mín á öllu því fólki sem tók þátt í kosningabaráttunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fólki sem vann að því að tryggja stefnu hans og gildum fylgi. Það var frábært að eiga samstarf með þessu fólki undanfarnar vikur og er ég fullur af þakklæti í garð þess. Ég vil þakka því fyrir stuðninginn og þeirra framlag til baráttunnar. Fyrir Sjálfstæðismenn þýðir ekkert að hengja haus yfir úrslitum kosninganna en vissulega hefði fylgið mátt vera meira og var miður að Eyrún Ingibjörg náði ekki að komast inn á þing með mér og Einari. Að þessu frátöldu getum við sjálfstæðismenn þó verið sáttir." Spurður um næstu daga í pólitíkinni segir Haraldur að allt sé nýtt fyrir honum núna. „Ég er nýr þingmaður og eins og í öðrum störfum þarf ýmislegt að læra. Mestu skiptir þó að vinna að framgangi stefnu flokksins á Alþingi. Ég tel að við eigum að eiga aðild að næstu ríkisstjórn og eigum að láta til okkar taka við landsstjórnina. Ljóst er að niðurstaða kosninganna er ákall um breytingar frá þeirri stefnu sem verið hefur við lýði undanfarið kjörtímabil og að þeim breytingum vil ég vinna." Haraldur Benediktsson. Svipmyndir frá kosningadeginum Frá kjördeild númer eitt á Akranesi. Frá kjördeildinni í Borgarnesi. Þrjá nýja kjörkassa þurfti að smíða vegna kosninganna á Akranesi í ljósi stærðar kjörseðlanna. Hér eru nýir kassar og gamlir sem biðu notkunar á laugardagsmorguninn. Erill var á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Borgarnesi á kjördag. Páll Lind Egilsson, dyggur stuðningsmaður Framsóknarflokksins, ræðir við Ásmund Einar Daðason í kosningakaffi framsóknarmanna í Borgarnesi. Svipmynd frá kosningavöku sjálfstæðismanna í Snæfellsbæ. Ljósm. þa. Umboðsmenn framboðanna í NV kjördæmi ásamt starfsmönnum kjörstjórnar fylgjast með kosningasjónvarpinu á talningarstað kjörstjórnar á Hótel Borgarnesi. Talningarmenn að störfum á Hótel Borgarnesi. Atkvæði úr Hvalfjarðarsveit talin í Borgarnesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.