Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.277 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 1.980. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Samúel Karl Ólason, blaðamaður sko@skessuhorn.is Jóhann Skúli Björnsson, blaðamaður jsb@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Þarf líka að vera fyndið daginn eftir Við Íslendingar höfum lengi verið þekktir fyrir að herma eftir allra þjóða kvikindum ýmsa siði og þá fylgja ósiðirnir náttúrlega með. Svo rammt kveð- ur að þessari eftiröpun að okkar eigin venjur falla smám saman í gleymsk- unnar dá, enda kannski púkó að gera endilega eins og forfeður okkar dund- uðu sér við í einangrun sinni á norðurhjara. Hægt er að nefna vonlitla vörn landans við að halda gömlu jólasveinunum við lýði, en púkalega klæddir og skítugir, ullarklæddir sveinar, jafnvel sagðir úr Mývatnssveit, eiga náttúr- lega ekki möguleika í hinn fagurprýddu rauðklædda og hárprúða svein frá Ameríku. Hann er náttúrlega miklu flottari. Jólakötturinn er að sama skapi að gleymast en í staðinn koma siðir eins og dagur kenndur við einhvern Valentínus með svo bleiku ívafi að manni verður flökurt. En innflutningur ýmissa siða og venja utan úr heimi heldur áfram. Einn þeirra og sá sem ég kýs að gera að umtalsefni hér eru svokölluð gæsa- og steggjapartý. Í hnotskurn felast þau í að verðandi brúðgumi eða brúður eru tekin einhvers konar herfangi af „vinum“ sínum eða „vinkon- um“. Þannig er væntanlegur brúðgumi leiddur af stórum hópi vina í eins eða jafnvel tveggja daga ævintýri sem felst í að hann er smáður og jafnvel píndur, fáklæddur og illa til reika, til athafna sem hann aldrei nokkru sinni myndi voga sér að framkvæma með réttu ráði. Yfirleitt er drukkið ótæpi- lega samhliða þessum gjörningum og því hefur sá siður aflagst að fram- kvæma steggjun daginn fyrir brúðkaup, því oft kom það fyrir að ef hressi- lega var tekið á því, mætti ekki brúðguminn í eigin brúðkaup. Sama gera „vinkonur“ við verðandi brúði og hef ég það fyrir víst að athafnir þeirra eru á stundum síst meira til eftirbreytni. Einhvern veginn kýs fólk þarna á fyrri hluta æviskeiðsins að ganga hálfgerðan berserksgang og framkvæma sitthvað sem það jafnvel sjálft harðbannar börnum sínum að gera og viður- kennir aldrei eftirá að það hafi gert. Ákveði pör að láta gefa sig saman í hjónaband er hægt að gera annað tveggja: Í fyrsta lagi að láta pússa sig saman í rólegheitunum svo lítið beri á, eða velja hinn kostinn; að blása til stórveislu með margra mánaða fyrirvara. Einmitt við síðartöldu aðstæðurnar er skapað það svigrúm sem leitt hef- ur til þess að meintum vinum eða vinkonum er skapað nægt svigrúm til að undirbúa hryðjuverkaárásir, sem ég kýs að kalla svo, af því tagi sem kennd- ar eru við steggjun og gæsun. Eftir því sem þessi innflutti siður þróast virð- ast árásirnar verða svæsnari og hatursfyllri og meira stigið út fyrir löngu gleymd velsæmismörk. Ég ætla að nefna nýleg dæmi. Fyrir einungis nokkr- um dögum var verið að steggja væntanlegan brúðguma í Hafnarfirði. Hann var svo óheppinn að meintir vinir hans störfuðu í byggingabransanum. Því áttu þeir aðgang að byggingakrana. Eitt af skemmtiatriðum vina hans var svo að festa vesalings manninn í bandi, og lyfta honum marga tugi metra upp í krananum og láta hann dingla þar. Ég verð að segja alveg eins og er að hefði ég verið í stöðu brúðgumans í þessu tilfelli hefði brúðkaupið ekki átt sér stað með minni nærveru. Annað dæmi heyrði ég af steggjun manns á höfuðborgarsvæðinu. Hann grunaði að vinir hans ætluðu að fara að beita kvikindishætti en bað þá um aðeins eitt atriði, svona áður en leikar hófust. Hann bað þá að kvelja sig ekki með vatni, hvorki í laug, læk eða sjó, enda var hann vatnshræddur með eindæmum og réði ekki við þessa hræðslu. Það skipti náttúrlega engum togum að honum var með illu troðið í blautbún- ing og borinn út í sjó. Nokkrum mínútum síðar, viti sínu af hræðslu, komst maðurinn á fast land á ný og tilkynnti vinum sínum án nokkurrar umhugs- unar að þeir væru ekki lengur vinir hans. Hef ég það fyrir víst að engum þeirra var boðið í brúðkaupið og ekki hefur verið rætt við þá síðan. Loks get ég nefnt að ég veit dæmi þess að par hafi hætt við opinbert brúðkaup af ótta við hugsanlegar skærur vina þeirra. Þá er fokið í flest skjól. Nú halda allir að ég sé á móti gleðskap og góðlátlegu gríni. Því fer hins vegar víðs fjarri en margt sem ég hef heyrt um finnst mér benda til að sum- ir hafa afvegaleitt hlutina og látið öfgarnar yfirgnæfa það sem kalla mætti skemmtilegt. Þess vegna er gullvæg regla að ætli fólk að taka þátt í því að steggja eða gæsa vini sína, að gera ekkert sem ekki verður jafn fyndið morg- uninn eftir. Magnús Magnússon. Leiðari Framkvæmd íbúakönnun- ar á Vesturlandi er nú í fullum gangi en að henni standa Sam- tök sveitarfélaga á Vesturlandi. Það eru þeir Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV og Sig- ursteinn Sigurðsson arkitekt sem sjá um framkvæmd könn- unarinnar, en Vífill hefur haft umsjón með henni frá árinu 2004 þegar hún var fyrst gerð, en þetta er fjórða íbúakönnun- in frá þeim tíma. Að sögn Sig- ursteins gengur framkvæmd könnunarinnar vel og hafa fleiri svarað nú en hafa gert í síðustu könnunum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er framkvæmd raf- rænt og telur Sigursteinn það hafa jákvæð áhrif á þátttöku. Könnun- inni er einnig hægt að svara á papp- ír með hefðbundnum hætti en óska þarf eftir því að fá spurningalista sendan. „Einu hóparnir sem mega vera duglegri að svara eru yngsti og elsti svarendahópurinn, 18-25 ára og 72 ára og eldri. Við viljum því hvetja íbúa á þessum aldri til að setja sig í samband við okkur og taka þátt,“ segir Sigursteinn. Hann segir íbúakönnunina mikilvæga fyrir Vestlendinga en niðurstöður hennar eru notað- ar í ýmsa vinnu hjá hinu opin- bera, m.a. til að bæta stjórnsýsl- una á svæðinu og þjónustu við íbúa. „Sveitarfélögin á Vestur- landi taka niðurstöður könnun- arinnar alvarlega og hafa not- að þær í ýmsu tilliti. Með auk- inni þátttöku íbúa teiknast upp gleggri mynd af viðhorfi þeirra til ýmissa þátta og því er sér- staklega mikilvægt að þeir séu duglegir við að svara,,“ bætir Sigursteinn við. Hægt er að taka þátt í íbúa- könnunni rafrænt með því að skrá netfang á vefsvæðinu ssv.is/ibua- konnun. Þar er einnig hægt að nálg- ast upplýsingar um hvernig hægt er að fá sendan spurningalista í pósti. hlh Atvinnuvegaráðuneyt- ið hefur gefið út reglugerð um hin umdeildu veiði- gjöld fyrir næsta fiskveiði- ár sem forseti Íslands stað- festi með undirritun sinni í liðinni viku. Fiskistofa inn- heimtir samkvæmt reglu- gerðinni hið almenna veiði- gjald sem og hið sérstaka. Á fiskveiðiárinu 1. septem- ber 2013 til 31. ágúst 2014 munu útgerðaraðilar greiða 9,5 krónur á hvert þorsk- ígildiskíló. Sérstaka veiði- gjaldið verður 38,25 krónur á hvert þorskígildiskíló í uppsjávarveið- um og 7,38 krónur á hvert þorskí- gildiskíló í botnfisksveiðum. Ekkert sérstakt veiðigjald greiðist af fyrstu 30.000 þorskígildiskílóum útgerð- araðila og af næstu 70.000 kílóum greiðist hálft veiði- gjald. Umfram þessi 100 tonn greiðist fullt sérstakt veiðigjald. Þorskígildis- stuðla til útreiknings veiði- gjalda er hægt að sjá á vef Fiskistofu. Veiðigjöldin verða lögð á við úthlutun aflamarks sem ráðstafað er en veiðigjöld á afla einstakra tegunda sem ekki eru háðar aflamarki skulu lögð á miðað við 31. ágúst 2014. Veiðigjöldin falla í gjalddaga með fjórum jöfn- um greiðslum; 1. október, 1. janú- ar, 1. apríl og 1. júlí. sko Menntaskóli Borgarfjarðar og Dalabyggð hafa gert með sér sam- komulag um að hefja rekstur fram- haldsdeildar í Dalabyggð nú í haust. Menntaskóli Borgarfjarð- ar sér um og skipuleggur dreifnám fyrir nemendur í Búðardal. Nem- endur stunda fjarnám með nú- tíma samskiptalausnum auk þess að koma þrisvar á önn í Borgar- nes í stuttar námslotur. Dalabyggð leggur til húsnæði og nauðsynleg- an búnað. Jenny Nilson hefur ver- ið ráðin sem umsjónarmaður dreif- námsins, en hún er búsett í Dala- byggð. Jenny er með BA próf í nær- ingarfræði auk þess að hafa stund- að nám í félagssálfræði. Hún hefur góða reynslu af því að vinna með og leiðbeina unglingum og vann síðast sem leiðbeinandi við Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Sælingsdal. mm Nú stendur yfir bygging á 300 fer- metra skemmu í Rifi á Snæfellsnesi. Þar er Baldur Kristinsson útgerð- armaður Rifsara SH-70 að reisa veiðafærageymslu. Fram til þessa geymdi Baldur veiðafærin á neta- verkstæðinu í Ólafsvík en því var lokað á síðasta ári. sko Vífill Karlsson og Sigursteinn Sigurðsson hjá SSV sjá um framkvæmd íbúakönnunarinnar. Hér halda þeir spurningalista hennar. Góð svörun í íbúakönnun SSV Veiðafærageymsla rís í Rifi Hér eru þeir Baldur, Stefán og Hjöddi að vinna við bygginguna. Veiðafærageymslan verður 300 fermetrar að flatarmáli. Kolfinna Jóhannesdóttir rektor MB og Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar. Menntaskóli Borgarfjarðar byrjar rekstur framhaldsdeildar í Búðardal í haust Hin umdeildu veiðigjöld

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.