Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Veiðivörur fyrir fjölskylduna Baulan - Sími 435-1440 Afgreiðslutími þriðjud. til föstud. 12.30 – 18.00 Veiðivörur í miklu úrvali Stekkjarholti 8-10 • Akranesi • 431 4318 • 894 2298 www.veidibudin.is • veidibudin@veidibudin.is „Þetta er bara mokveiði hérna,“ sagði Þorkell Fjeldsted í Ferjukoti þegar við heyrðum í honum nýlega. Laxveiðin gengur gríðarlega vel víða á landinu og kannski einkum í ánum á vestanverðu landinu, þar sem er mokveiði hefur verið að und- anförnu. Flókadalsá hefur t.d. gefið fleiri laxa núna en allt síðasta sumar og nálgast nú 400 laxa veiði. Veiði- menn eru að rótfiska á hverjum degi fallega fiska sem koma vel haldnir úr sjó. Veitt er á þrjár stangir í Flóku. Í liðinni viku hafði áin gefið ríflega 104 laxa á stöng að jafnaði, sem er besta veiði hér á landi. Hver stöng í Haffjarðará hafði á sama tíma gef- ið 95 laxa og Norðurá var í þriðja sæti með 76 laxa á stöng. Undan- farna daga hefur rignt talsvert og laxinn kemur í stórum torfum í árn- ar. „Það er sama hvar er spurst fyr- ir hér í Borgarfirði, veiðin gengur vel, það er einfaldlega mok. Norð- urá hefur gefið vel og veiðin Gljúf- urá er einnig fín. Það hefur helling- ur gengið af fiski í hana,“ sagði Þor- kell. „Þetta er allt önnur staða en var í héraðinu í fyrra. Laxinn kem- ur grimmt og er vel haldinn úr sjó, svona á þetta að vera,“ sagði Keli og bætti við að endingu: „Þverá og Kjarará hafa verið að gefa blússandi veiði og fiskurinn er að veiðast lús- ugur upp í Rauðabergi. Hann syndir hratt í gegnum ána og alla leið upp á fjall.“ Laxfossinn fullur af fiski „Þetta var skemmtilegt, fiskur- inn tók rauða Frances,“ sagði Júl- íus Bjarnason sem var að landa laxi í Laxá í Leirsveit þegar við hittum hann á veiðislóðum fyrir nokkrum dögum. Laxfossinn var þá stappfull- ur af fiski sem stökk grimmt. Laxá í Leirársveit hafði um helgina gefið 250 laxa sem flestir eru 4 til 6 pund. Fiskurinn hefur enn sem komið er lítið farið upp fyrir fossinn. Þarna var einnig Hjálmar Árnason skóla- meistari og kastaði hann flugunni grimmt. „Maður hefur ekki séð Laxá í svona flottu vatni á þessum tíma árs í mörg ár. Þetta er allt annað fyrir okkur veiðimenn,“ sagði Hjálmar. Gaman að veiða þó veðrið sé ekki gott „Það er gaman að veiða hérna og við erum búnir að fá marga fiska á Vatnsvæði Lýsu og víðar,“ sögðu þeir Andri Fannar Svans- son og Magnús Anton Magnús- son er við hittum þessa ungu veiði- menn á veiðislóðum á Snæfellsnesi um helgina. Þeir voru að drífa sig í veiðina, þó það væri kalsaveður. En veiðin hefur verið góð á Vatnasvæði Lýsu að undanförnu, vatnið er gott og fiskurinn vænni en oft áður. Lax- inn er að vísu ekki mættur en hann gæti komið á hverri stundu. Reynd- ar fréttist að lax hefði veiðst á neðra svæðinu í Lýsunni fyrir nokkrum dögum. „Við veiðum bara á fluguna, það er miklu skemmtilega en maðka- veiðin. Við höfum fengið góða veiði hérna en ekki lax ennþá. Við misst- um hann en það kemur,“ sögðu þeir félagar Andri og Magnús og fóru að kasta flugunni. Fiskurinn var ekki í tökustuði. „Ég var í Veiðivötn- um um daginn og fékk 8,5 punda fisk. Það var frábært,“ sagði Magn- ús Anton. Það var hvasst hjá strák- unum, fiskurinn sást engu að síðu vaka, en tók ekki. „Auðvitað vonast maður eftir að fá lax, það gerir þetta svæði svo spennandi,“ sagði Andri Fannar, en hann sagðist hafa misst lax og að nú væri kominn tími á að setja vel í einn slíkan. Þeir héldu áfram að kasta, við fórum annað, meiningin var að kíkja við í Straum- fjarðará og Haffjarðará. Stærsti laxinn 17,5 pund í opnuninni „Veiðin byrjaði frábærlega hjá okk- ur og fyrstu dagana veiddust 17 laxar og var sá stærsti 17,5 pund,“ sagði Kristjón Sigurðsson, er við spurðum um Hvolsá og Staðar- hólsá í Dölum. En opnunin í ánni var óvenjugóð. „Það er mikið kom- ið af fiski víða um árnar og sumarið lítur vel út. Vatnið er gott enda hef- ur rignt töluvert fyrir vestan. Bleikj- an er aðeins að koma líka, það sáust stórar bleikjur,“ sagði Kristjón. „Það var fiskur á í hverju kasti“ „Þetta er bara veisla hérna, áin er full af fiski. Á Eyrinni í morgun kraum- aði allt, ég hef aldrei séð svona fyrr og það var fiskur á í hverju kasti,“ sagði Ari Þórðarsson við Norðurá í Borgarfirði fyrir nokkrum dögum. Áin er nú í langefsta sæti yfir veiði- árnar, komin í um 1800 laxa. „Holl- ið sem var að hætta fékk 268 laxa og síðustu þrjú holl hafa verið að gefa feiknavel, þetta er bara fjör! Vatnið í ánni er gott og fiskurinn vel hald- inn úr sjó,“ sagði Ari. Gott í Straumu „Veiðin gengur feiknavel hjá okk- ur, en það hafa veiðst um 130 lax- ar,“ sagði Ástþór Jóhannsson við Straumfjarðará, en erlendir veiði- menn eru við veiðar hjá þeim þessa dagana. Á meðfylgjandi mynd eru annarsvegar Manuel Falco frá Spáni sem hefur veitt árlega í Straumfjarð- ará síðustu 20 árin og nú kom sonur hans með honum. Myndin er tek- in um hádegi sl. mánudag. Sonur- inn er þarna með Maríulaxinn sinn fyrsta morguninn sinn í veiði. Það hefur verið nokkur umræða um að gömlu útlendingahollin endurnýi sig hægt eða ekki, svo þess vegna er fengur í að fá yngri menn erlend- is frá til veiða með foreldrum sín- um. Straumfjarðará fagnaði Trist- an Falco með tveimur löxum og sá fyrri kom nærri því í fyrsta kasti hans með fluguna í Svartabakka. Himnasæla veiðimanna við mokveiðar Laxinn mættur snemma í Reykjadalsá Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði fer yfirleitt rólega af stað framan af sumri, en núna er allt annað uppi á teningnum og er laxinn mættur. Nú hafa veiðst 17 laxar í ánni og flestir hafa fiskarnir veiðst á Rauða Fran- ses og fengist víða um ána, mest þó á neðstu stöðunum; Klettsfossi og Klettsfljótinu.Við heyrðum í veiði- konum sem voru við veiðar þar í fyrrakvöld. Þær höfðu orðið var- ar við fiska en ekki fengið neitt, en voru býsna vongóðar. Vatnið er feiknagott í ánni. Hægt er að kaupa veiðileyfi í Reykjadalsá á vef Stang- veiðifélags Keflavíkur. Talsvert er enn um óseld leyfi í ánni. Loks má nefna að Andakílsá hef- ur gefið 60 laxa og nokkra væna, eins og við sögðum frá í liðinni viku. Veiðin byrjaði frábærlega í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum enda kættust veiðimenn. Andri Fannar og Magnús Anton á Vatnasvæði Lýsu. Ljósm. gb. Manuel Falco með Tristan syni sínum í Straumfjarðará. Klettsfoss, neðsti veiðistaðurinn í Reykjadalsá, hefur verið að gefa laxa að undan- förnu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.