Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 28
ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í STOFNI
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Síðastliðið haust keypti lögregl-
an á Snæfellsnesi myndbandsupp-
tökuvélar sem lögregluþjónar bera
á brjósti sér við skyldustörf. Tölu-
vert mörg lögregluembætti víðs-
vegar um heiminn, og þá sérstak-
lega í Bretlandi, hafa tekið upp
notkun slíkra myndavéla. Lög-
regluembættin á Snæfellsnesi og
embætti lögreglunnar í Borgarfirði
og Dölum hafa tekið upp notkun
slíkra myndavéla hér á Vesturlandi.
Myndavél er komið fyrir á framan-
verðum lögreglubúningi í brjóst-
hæð og bíður upp á 170 gráðu sjón-
svið. „Við hófum notkun þessara
véla þar sem lögreglumenn á Snæ-
fellsnesi vinna oft einir. Þetta fyr-
irkomulag eykur sönnunarstöðu og
er baktrygging gegn tilefnislausum
kærum gegn lögreglu. Það er hægt
að hreinsa menn af slíkum ásökun-
um með því að skoða upptökur,“
segir Ólafur Guðmundsson yfir-
lögregluþjónn á Snæfellsnesi í sam-
tali við Skessuhorn.
Með þessum búnaði sparast því
kostnaður sem annars félli til vegna
tilefnislausra mála. Jafnvel er hægt
með upptökunum að spara dóms-
mál sem annars væru höfðuð gegn
lögreglumönnum af meintri ákæru
um brot í starfi. Notkun slíkra
myndavéla bíður því upp á mikinn
tímasparnað og einfaldar sönnun-
aröflun, sem og að hægt er að nota
vélarnar til skýrslutöku.
Tvær myndavélar voru keyptar á
Snæfellsnes, ein er í Stykkishólmi
og önnur í Ólafsvík. Vélarnar eru
mjög sýnilegar framan á lögreglu-
þjónum og ekki er um rafræna vökt-
un að ræða. „Upptaka er ekki alltaf í
gangi, heldur byrjar lögreglumaður
upptöku þegar tilefni er til eins og
við handtöku eða á brotavettvangi.
Þá er viðmælendum alltaf bent á að
upptaka sé í gangi. Enn eru fá til-
vik þar sem vélarnar hafa verið not-
aðar hjá okkur, en okkar reynsla er
að fólk róast ef því er tilkynnt að
upptaka sé í gangi. Notkun mynda-
vélarnar býður upp á ýmsa mögu-
leika og við erum enn að læra á þær,
en það er ljóst að við getum notað
þær við flest öll mál sem við fáumst
við,“ segir Ólafur. Myndavélarnar
eru þeim eiginleika búnar að þær
taka sífellt upp síðustu 30 sekúndur
áður en kveikt er á upptöku. Þann-
ig er líklegt að það atvik sem orsak-
ar að lögregluþjónn kveiki á vélinni
náist á upptöku.
Erlendar rannsóknir
sýna jákvæða niðurstöðu
Lögreglan í hundrað þúsund íbúa
borginni Rialto í Kaliforníuríki í
Bandaríkjunum framkvæmdi árs-
langa rannsókn í samstarfi við
Cambridge háskólann á því hvern-
ig hægt væri að fækka tilvikum þar
sem lögreglan þurfti að beita valdi.
Jafnvel vildu þarlend lögregluyfir-
völd fækka tilvikum þar sem kvart-
anir bárust gegn lögreglunni. Árið
áður en embættið tók myndavél-
arnar í notkun bárust 24 kvartan-
ir gegn lögregluþjónum. Næsta ár,
þegar myndavélarnar voru komnar í
notkun, bárust embættinu eingöngu
þrjár kvartanir og er það 87,5%
fækkun á milli ára. Eins þurftu lög-
regluþjónar að beita valdi 61 sinn-
um á fyrra árinu en árið eftir, þegar
myndavélarnar voru teknar í notk-
un, þurftu lögregluþjónar að beita
valdi 25 sinnum, sem var 59% lækk-
un tilvika. Af þeim 25 tilvikum voru
17 þar sem lögreglumaður var ekki
með myndavél og átta þar sem lög-
reglumenn voru með myndavélar.
Það sem meira er að í þeim átta til-
vikum þar sem lögreglumenn þurftu
að beita valdi lýstu allir sakborning-
ar yfir sekt og því sparaðist mikið
fé og tími við rannsóknir og dóms-
meðferð mála. Einnig geta tilvik þar
sem lögreglumenn geta lagt fram
myndband sem sönnunargagn dreg-
ið mikið úr skýrslugerð og dregið úr
frekari rannsóknartíma.
Lögreglumenn líklegri
til að fylgja starfsreglum
Lögregluembætti í Bretlandi hafa
einnig framkvæmt rannsóknir á
áhrifum myndavélanna og niður-
stöður þar hafa lofað góðu. Rann-
sóknir hafa sýnt að fólk hagar sér
öðruvísi þegar það veit af því að
upptökur eru í gangi og það dregur
úr neikvæðum samskiptum lögreglu
við almenning. Þá kemur í ljós að
lögreglumenn eru einnig líklegri til
að fylgja starfsreglum að fullu þegar
upptökutæki sem þessi eru í gangi.
Í Bretlandi eru myndavélar notað-
ar í miklum mæli þegar lögreglu-
menn tala við ölvað fólk og þar seg-
ir myndband meira en þúsund orð
því áfengi hefur mjög mismunandi
áhrif á fólk og erfitt að lýsa ölvunar-
ástandi með texta á blaði. Í Bretlandi
hefur málum sem hægt er að ljúka
án ákæru eða dómsmáls fjölgað mik-
ið eftir að myndavélar voru teknar í
notkun, þar sem margir brotamenn
einfaldlega játa sekt sína eftir að
hafa horft á viðkomandi myndskeið.
Þetta sparar tímafreka rannsóknar-
vinnu lögreglu, tíma ákæruvaldsins
og tíma dómstólanna. „Flestir sem
tekið hafa upp þennan búnað í lög-
gæslu segja að þetta sé framtíðin eða
það sem koma skal,“ segir Ólafur
yfirlögregluþjónn á Snæfellsnesi að
endingu.
sko
Eins og sést á þessari mynd frá Grundarfirði eru myndavélarnar mjög sýnilegar framan á lögreglubúningum.
Myndavélar opna á ýmsa möguleika við löggæslu
Upptökuvélar notaðar við löggæslustörf á Vesturlandi
Ólafur Guðmundsson yfirlögreglu-
þjónn á Snæfellsnesi.
LOFTORKA óskar eigendum Hótels Hamars, Sigurði og Ragnheiði,
til hamingju með áfangann. Um leið er þakkað fyrir samstarf við
aðra verktaka sem að framkvæmdinni komu, en það er ekki
heiglum hent að klára 14 ný hótelherbergi á 111 dögum.
E n g j a á s 2 • 3 1 0 B o r g a r n e s i • s í m i 4 3 3 9 0 0 0 • w w w . l o f t o r k a . i s