Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
Alþingismennirnir Guðlaugur
Þór Þórðarson og Ásmundur Ein-
ar Daðason, sem leiða starf starfs-
hóps ríkisstjórnarinnar um hag-
ræðingu í ríkisrekstri, áttu sam-
an vinnufund í Brákarhlíð í Borg-
arnesi í gær, þriðjudag. Sjálf-
ur er Guðlaugur Þór frá Borg-
arnesi en Ásmundur Einar þing-
maður Norðvesturkjördæmis. Að
sögn Ásmundar, sem er formaður
starfshópsins, var um góðan fund
að ræða þar sem ýmis mál sem
snúa að starfi vinnuhópsins fram-
undan voru rædd. Einnig notuðu
þeir tækifærið og ræddu við íbúa
og starfsfólk Brákarhlíðar. Ás-
mundur segir verkefni hagræð-
ingarhópsins viðamikið en hon-
um er falið að leggja fram tillögur
um hvernig ná megi fram sparn-
aði í rekstri ríkisins, bæði hjá
ráðuneytum og einstökum stofn-
unum. Hann segir mörg tækifæri
til hagræðingar bjóðast hjá rík-
inu án þess að grípa þurfi til flats
niðurskurðar. „Við munum skoða
öll tækifæri ofan í kjölinn og velta
við öllum steinum í vinnunni
framundan sem kemur til með
að standa yfir allt kjörtímabilið,“
sagði Ásmundur sem segir tölu-
verða vinnu framundan en öll-
um ráðuneytum og stofnunum er
skylt að vinna með hópnum.
Auk Guðlaugs Þórs og Ásmund-
ar Einars situr Unnur Brá Kon-
ráðsdóttir í hagræðingarhópnum
fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Vig-
dís Hauksdóttir fyrir Framsókn-
arflokkinn. Nú þegar hefur hóp-
urinn fundað einu sinni saman
formlega, en næsti fundur hans er
áætlaður á morgun.
hlh
Vegfarandi af Akranesi, sem oft
leggur leið sína upp á Akrafjall, sendi
ritstjórn Skessuhorns þessa mynd
af rolluhræi í haganum skammt frá
veginum áleiðis á fjallið. Kvaðst
viðkomandi hafa kvartað yfir því af
og til undanfarnar þrjár vikur, en
hvorki eigandi dauðu kindarinnar
né fulltrúar sveitarfélaganna Akra-
ness eða Hvalfjarðarsveitar brugð-
ist við og látið fjarlæga hræin sem
hafa verið tvö eða þrjú að undan-
förnu. „Þetta er heilbrigðismál og
sennilega er ekki hægt annað fyrst
ekki hefur verið brugðist við, en fá
fjölmiðla í lið með sér til að bænd-
ur og landeigendur bregðist við,“
sagði viðmælandi blaðsins. Því hef-
ur hér með verið komið á framfæri,
en meðfylgjandi mynd var tekin 17.
júní sl. og er hræið af kindinni enn
á sama stað. mm
Ólafur Valur Valdimarsson leik-
maður meistaraflokks ÍA ver sumr-
inu í að kenna á leikjanámskeiði fyr-
ir börn á Akranesi. Ólafur, eða Óli
eins og hann er oftast kallaður, spil-
aði stórt hlutverk í knattspyrnuliði
ÍA í Pepsí deildinni í fyrra og fékk
meðal annars í fjölmiðlum viður-
nefnið „Supersub,“ eða Bjargvætt-
urinn í beinni þýðingu. Viðurnefn-
ið fékk Óli fyrir að vera hálfgert
leynivopn Skagamanna sem gat
komið inn á og breytt gangi mála
í leikjum. Í febrúar síðastliðnum
meiddist Óli hins vegar þegar aft-
ara krossband í hægra fæti slitnaði
og verður hann frá knattspyrnuiðk-
un í sex til níu mánuði sökum þess.
Var strax ljóst að hann myndi missa
af stærsta hluta keppnistímabils-
ins með Skagamönnum þetta árið.
Blaðamaður Skessuhorns kíkti í
heimsókn til Óla og fékk hann til að
lýsa því hvernig er að vera slasaður
knattspyrnumaður sem ver sumr-
inu með börnum.
Tími til að prófa
eitthvað nýtt
Óli segist hafa þurft að aðlaga
vinnu sína mikið að fótboltan-
um í gegnum tíðina. Hann hafi
starfað við ýmislegt og býsna ólík
störf. Eftir að hafa unnið í bakaríi,
hjá smiði og verið við sveitastörf,
fékk hann þá hugmynd að prófa
að vinna með börnum og gá hvort
það væri ekki eitthvað sem honum
þætti skemmtilegt. Eftir áramótin
síðustu var hann ráðinn sem stuðn-
ingsfulltrúi hjá Brekkubæjarskóla
og vann auk þess hjá Frístunda-
klúbbi Þorpsins. Hefur hann verið
að vinna með börnum síðan. Í sum-
ar starfar Óli sem kennari á leikj-
anámskeiði Skátafélags Akraness og
Akraneskaupstaðar. Það starf felst í
að vera börnum til halds og trausts,
leiðbeina við leiki og sjá til þess að
allt fari vel fram. Að hans sögn felst
þó mesta ábyrgðin í því að láta öll-
um líða vel á leikjanámskeiðunum.
Engir tveir dagar eins
Hver vika á leikjanámskeiðinu er
skipulögð fyrirfram og er þá búið
að ákveða hvaða þema hver vika
fær. Dæmi um þema í sumar eru,
sveitaþema, bærinn minn Akranes
þema, íþróttaþema, skátaþema og
ævintýraþema. Dagskrá vikunnar
er svo skipulögð í takt við þemað
sem er í gangi hverju sinni. Reynt
er þó að hafa þetta eins lauslegt og
mögulegt er svo börnin séu ekki sí-
fellt að elta dagskrána. „Þau eiga
að fá að leika sér sem mest þann-
ig að við reynum að koma inn eins
miklum frjálsum tímum og hægt
er,“ segir Óli. Hann bendir einnig
á að veðrið getur haft áhrif á dag-
skrána og þá verði að bregðast við
því. „Ef það rignir er bara að finna
eitthvað inni sem börnin hafa gam-
an af að gera.“ Allt er þetta hluti af
fjölbreytni starfsins sem Óli seg-
ir að sé eitt það skemmtilegasta
við verkefnið. „Það sem er einmitt
skemmtilegast er að engir tveir
dagar eru eins í þessu starfi og mað-
ur lærir helling af því að bregðast
við aðstæðum hverju sinni.“
Lærir af því að kenna
Óli segir að starfið sé fyrst og
fremst gefandi og skemmtilegt.
Sjálfur hafi hann ekki verið mikið í
kringum börn áður en hann fór að
starfa með þeim í vetur. Hann segir
að það lærist með tímanum hvern-
ig á að hegða sér í kringum börn og
koma þeim til hjálpar. Í leiðinni læri
hann sjálfur að meta hversu ótrú-
lega gaman og gefandi það er að
vinna með börnum. „Það sem þarf
fyrst og fremst að hafa í huga þeg-
ar kemur að því að vinna með börn-
um er að hafa þolinmæði, sýna já-
kvæðni og vera með opið hugarfar,“
segir hann og bætir við að þetta sé
svo sannarlega starf sem maður læri
mikið af. Hann segist finna fyrir því
að börnin líti upp til hans sem fyrir-
myndar því þau viti að hann sé í fót-
boltaliðinu á Akranesi. „Það virkar
líka öfugt,“ segir hann. „Þetta starf
hefur hjálpað mér mikið sem knatt-
spyrnumanni því sjálfstraustið hef-
ur aukist og maður verður jákvæð-
ari og opnari gagnvart öðrum.“
Leiðinlegt að standa
utan við
Aðspurður um hvað honum finnst
um gengi ÍA liðsins í sumar hafði
Óli þetta að segja: „Það er alltaf erf-
itt fyrir mann sem er í liði að þurfa
að sitja uppi í stúku og fylgjast með.
Annars hef ég alltaf haft tröllatrú á
liðinu og er sannfærður um að hlut-
irnir fari að ganga vel núna eftir erf-
iða byrjun. Sjálfur get ég ekki tek-
ið þátt í að snúa við gengi liðsins og
það þykir mér auðvitað leiðinlegt.
Meiðslin eru einfaldlega þannig að
ég verð ekki klár til að spila fyrr en í
september en þá verður tímabilinu
að ljúka.“
Leikjanámskeiðin sem Óli starf-
ar við í sumar verða alls níu tals-
ins og verður það síðasta 16. ágúst.
Eftir það mun hann halda áfram
starfi sínu með börnum. Fer þá aft-
ur að starfa sem stuðningsfulltrúi
í Brekkubæjarskóla auk þess sem
hann stefnir á að komast úr endur-
hæfingu og í leikform fyrir næsta
tímabil með ÍA.
jsb
Börnin á leikjanámskeiðinu á búningadegi í ævintýraviku. Þarna eru einnig Óli og Svava Mjöll Viðarsdóttir.
„Vinna með börnum hefur hjálpað mér að
verða betri knattspyrnumaður“
Óli í vinnunni í Skátahúsinu á Háholti.
Rolluhræ látin liggja
Guðlaugur Þór Þórðarson og Ásmundur Einar Daðason við fundarborðið í Brákarhlíð í Borgarnesi í gær.
Grunnur að hagræðingu hjá
ríkinu lagður í Borgarnesi