Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Auglýsing á lýsingu vegna tillögu á breytingu aðalskipulags Dalabyggðar 2004 - 2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17. september sl. að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi skv. skipulagslögum nr: 123/2010. Breytingarnar eru eftirtaldar: Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal • Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega 1 km löngum kafla, auk nýrrar • brúar og tilfærslu á námu, E14 Lýsingin er birt á heimasíðu Dalabyggðar, dalir.is, í Skessuhorni, Bæjarins Besta og einnig á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Upplýsingar eru einnig veittar hjá Skipulagsfulltrúa Dalabyggðar á sama stað. Kynningarfundur um tillögu að breytingu á aðalskipulagi verður í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal, fimmtudaginn 3. október nk. á milli kl. 10.00 -12.00 Íbúar og hagsmunaðilar eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn. Ábendingum við lýsingu skal skila skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Miðbraut 11 Búðardal á netfangið bogi@dalir.is eigi síðar en 9. október nk. Skipulags- og byggingarfulltrúi Bogi Kristinsson Magnusen S ke ss uh or n 20 13 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Lesið vandlega mikilvægar upplýsingar á pakkningu um notkun. Nánari upplýsingar eru á husk.dkwww.ebridde.is Husk®fibre fæst einnig með fersku sólberja- eða sítrónu bragði. Psyllium inniheldur 85% fæðutrefjar. Einfalt og fljótlegt að taka inn – duftið er hrært út í vatn og drukkið sam stundis. Að því loknu skal drekka annað glas af vökva. HUSK er 100% náttúrulegt „þarma stillandi“ efni. HUSK er hreinsuð fræskurn indversku lækninga jurtarinnar Plantago Psyllium. HUSK er án sykurs eða bragðefna og bætir starfsemi þarmanna á vægan hátt. 85%FÆÐU-TREFJAR Upplýsingar um Husk duft til inntöku: Virkt efni: Ispaghula husk. Ábendingar: Náttúrulyf til meðferðar við þrálátri hægðatregðu; til notkunar við aðstæður þar sem mjúkar hægðir og auðveld hægðalosun er æskileg. Viðbótarmeðferð við einkennum niðurgangs af ýmsum orsökum og meðferð þegar þörf er á aukinni neyslu trefja, t.d. við iðraólgu. Skammtar og lyfjagjöf: Dagsskammtur fyrir fullorðna, aldraða og börn eldri en 12 ára: 2-3 mæliskeiðar (3-5 g) kvölds og morgna. Blanda skal u.þ.b. 5 g með 150 ml af köldu vatni, mjólk, ávaxtasafa eða öðrum drykkjum, hræra rösklega og drekka svo fl jótt sem mögulegt er. Drekka skal að auki nægilegan vökva. Taka skal náttúrulyfi ð inn að deginum a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Frábendingar: Ispaghula husk er ekki ætlað sjúklingum með hægðateppu eða einkenni frá kviðarholi af ógreindum orsökum, kviðverki, ógleði eða uppköst, nema að ráði læknis. Ispaghula husk er heldur ekki ætlað sjúklingum sem hafa þrengingar í meltingarvegi, sjúkdóma í vélinda eða magaopi, þaninn ristil, sykursýki sem erfi tt er að meðhöndla eða ofnæmi fyrir ispaghula eða einhverjum öðrum innihaldsefnum náttúrulyfsins.Varnaðarorð: Fyrirstaða getur myndast í meltingarvegi ef vökvaneysla er ekki nægileg samhliða notkun náttúrulyfsins. Ef kyngingarörðugleikar hafa einhvern tíma átt sér stað eða um sjúkdóma í koki er að ræða skal ekki nota náttúrulyfi ð. Sjúklingar með bráðan bólgusjúkdóm í meltingarvegi eða trufl anir í saltbúskap ættu ekki að nota náttúrulyfi ð. Milliverkanir: Frásogi annarra lyfja sem tekin eru samhliða, t.d. kalsíums, járns, litíums og sinks, vítamína (B12), glýkósíða með verkun á hjarta og kúmarín afl eiða getur seinkað. Af þessum ástæðum skal taka náttúrulyfi ð a.m.k. hálfri til einni klukkustund fyrir eða eftir máltíð og inntöku annarra lyfja. Gæta þarf varúðar þegar lyf sem draga úr hreyfanleika maga og þarma (morfínlík lyf, lóperamíð) eru notuð samhliða vegna hættu á teppu í meltingarvegi. Aukaverkanir: Vindgangur og kviðverkir geta átt sér stað við notkun náttúrulyfsins, einkum í upphafi meðferðar. Þaninn kviður, hætta á fyrirstöðu í görnum eða vélinda og hægðateppa, sérstaklega ef vökvaneysla er ekki nægilega mikil. Geymið ekki við hærri hita en 25°C. Geymið í upprunalegum umbúðum. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja náttúrulyfi nu. 10 desember 2008. BÆTIR STARFSEMI ÞARMANNA Á VÆGAN HÁTT 20% AFSLÁTT UR 2. TIL 16. OKTÓBER ! HUSK FÆST Í APÓTEKUM Jóna Aðalheiður Pálsdóttir lög- fræðingur hjá Mannréttindaskrif- stofu Íslands var gestur á fundi starfshóps um gerð mannréttinda- stefnu fyrir Akranes, sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag. Fram kom á fundinum að markmiðið með gerð stefnunnar sé að stuðla að opnu og réttlátu samfélagi á Akranesi. Jóna Aðalheiður fræddi hópinn um stöðu mannréttinda á Íslandi og fór yfir hverju þarf að taka mið af við mótun slíkrar stefnu með tilliti til tilskipana Evr- ópusambandsins. „Margt er gott hér á landi en eins og annars stað- ar er víða pottur brotinn og margt sem betur má fara,“ sagði Jóna Að- alheiður og lagði áherslu á að hægt væri að gera betur í mannréttinda- málum hér á landi. Eftir að hún hafði lokið máli sínu fjallaði Anna Lára Stein- dal verkefnisstjóri hjá RKÍ um verkefnið og farið var yfir hvern- ig best er að virkja Skagamenn úr öllum áttum til samvinnu. Á fundinum, sem var umræðu- fundur, kom sú afstaða vel fram að stefna af þessu tagi væri frek- ar ómerkileg ef ekki tækist að gera hana að lifandi veruleika fólks sem býr og starfar í bæjar- félaginu. Rætt var um að skipu- leggja vinnufundi með fulltrúum einstakra hópa, svo sem Skaga- foreldrum, FEBAN og Fjöliðj- unnar, til að ná fram sjónarmið- um þeirra og fá verkefnatillögur inn í aðgerðaráætlun starfshóps- ins. Mikill einhugur var um að efla samvinnumenningu á Akra- nesi og telur starfshópurinn það líklegast til árangurs. grþ Hópurinn fylgist áhugasamur með fyrirlestri Jónu Aðalheiðar. Mannréttindi löguð að Evróputilskipun faldast. Allur sá ungskógur sem búið er að planta á síðasta áratug fer að komast á grisjunaraldur og þá eigum við eftir að sjá gríðarlega auknar tekjur og nýtingarmögu- leika á íslenskum skógarvið. Í dag erum við að stíga byrjunarskref- in í nýtingu. Við seljum allt sem að við framleiðum. Meira að segja af- gangsefnið er söluvara. Við þurfum að planta meiru til að byggja upp meiri og betri skógarauðlind. Oft á tíðum er fólk stressað og má ekki vera að því að bíða eftir því að trén vaxi, en hafa ber í huga að skógrækt er langtímaverkefni sem tekur ára- tugi. Skógur er fjölnytja fyrirbæri. Það eru ekki bara viðarnytjar held- ur einnig útivist og kolefnisbinding o.s.frv. Þegar ég vann í Heiðmörk- inni tók ég eftir því að gestafjöldi jókst í jöfnu hlutfalli við lengingu stígakerfisins. Þannig á íslenski skógurinn efir að nýtast á marg- an hátt í framtíðinni,“ sagði skóg- arvörðurinn á Vesturlandi að end- ingu. þá Viðurinn fluttur um hlaðið í Hvammi. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.