Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Um helgina fór fram Minningar- mótið um Atla Helgason í Íþrótta- húsin við Vesturgötu á Akranesi. Badmintonfélag Akraness held- ur mótið og er um að ræða frem- ur öflugt mót í badmintonheim- inum. Alls tóku 54 spilarar frá sex félögum þátt en keppt var í meist- araflokki, A-flokki og B-flokki og leiknir 99 leikir. Atli Helga- son lést af slysförum 1980, en hann var formaður Badminton- félags Akraness um skeið og mik- ill áhugamaður um íþróttina. Eft- ir að hann lést ákváðu foreldrar hans að halda mótið til að halda minningu hans á lofti og gáfu þau verðlaun á mótið fyrstu árin sem það var haldið. Mótið um helgina gekk vel og voru Skagamenn í mörgum af úr- slitaleikjunum en höfnuðu oft- ast í öðru sæti. Borgnesingurinn Harpa Hilmisdóttir varð í öðru sæti í Meistaraflokki kvenna og í fyrsta sæti í tvíliðaleik í A-flokki kvenna ásamt Línu Dóru Hannes- dóttur TBR. Harpa var eini kepp- andinn fyrir sitt félag. Alexandra Ýr Stefánsdóttir varð í fyrsta sæti í einliðaleik kvenna í A-flokki og Steinar Bragi Gunnarsson í fyrsta sæti í tvíliðaleik karla í B-flokki ásamt Axel Erni Sæmundssyni frá Þór, en Steinar Bragi varð jafn- framt í öðru sæti í einliðaleik í sama flokk. Nánar má sjá um úr- slitin á: ia.is, undir badminton. kf Íþróttanefnd Félags eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni heldur ár- legt einmenningsmót í boccía laug- ardaginn 26. október nk. og hefst mótið klukkan 11.00 í íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi. Keppt verð- ur í 5 manna riðlum og ræðst riðla- fjöldi af þátttöku. Þátttökugjald er 1000 krónur og skal greiða það í upphafi móts. Þátttöku skal til- kynna Flemming Jessen, flemm- ingj@simnet.is eða í síma 868-1008 í síðasta lagi 18. október kl 20.00. Veitingar verða seldar á staðnum; súpa, brauð, kaffi/te, djús. „Þau ykkar sem eru með dómararétt- indi gefið ykkur fram. Mótin ganga vel þegar við snúum bökum saman, vinnum saman,“ segja Ingimundur og Flemming í fréttatilkynningu. mm Þorvaldur Örlygsson hefur lok- ið störfum fyrir ÍA við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Ákveðið var á fundi hans með stjórn knattspyrnufélags ÍA í síð- ustu viku að rétt væri að nýr þjálf- ari tæki við liðinu eftir tímabilið, en ráðning hans náði aðeins til loka keppnistímabils. Þorvaldur kom til starfa hjá ÍA í lok júní og var því við stjórnvölinn í þrjá mánuði. Har- aldur Ingólfsson framkvæmdastjóri ÍA segir að nú hefjist leit að nýjum þjálfara og ætli menn að gefa sér tíma í það, ekki væri hægt að nefna nein nöfn í sambandi við óskalista. Búast mætti við að allavega myndi það taka meira en vikuna að ráða nýjan þjálfara. Haraldur sagði einn- ig í samtali við Skessuhorn að nú væri framundan uppbyggingarstarf sem miðaði að því að móta meist- araflokk ÍA til næstu ára. þá Snæfellingar töp- uðu stórt þegar þeir mættu Keflvíking- um í undanúrslitum deildarbikarkeppninn- ar í körfubolta í Njarðvík sl. föstu- dagskvöld. Lokatölur í leiknum urðu 96:70. Hafþór Ingi Gunn- arsson var stigahæstur í liði Snæ- fells með 12 stig og næstur kom Jamarco Warren með 11 stig. Grindavík vann KR 76:70 í hin- um undanúrslitaleiknum. Keflvík- ingar unnu síðan öruggan sigur á Grindvíkingum í úrslitaleiknum sem fram fór í Njarðvík á sunnu- dag, 89:58. þá Uppskeruhátíð Snæfellssamstarfs- ins í fótbolta var haldið í íþrótta- húsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík á laugardaginn. Þar voru veittar oru viðurkenningar fyrir mestu fram- farir og bestu og markahæstu leik- menn á liðnu sumri. Í sumar varð 3. flokkur drengja Íslandsmeistari og sýnir það að góður árángur hef- ur náðst með samstarfi sveitarfélag- anna á Snæfellsnesi. Það voru leik- menn meistaraflokks Víkings sem sáu um að afhenda börnunum við- urkenningar og verðlaun. Öllum iðkendum var boðið í pylsupartí og síðan var farið að horfa á lokaleik í Pepsídeildinni. af Bæði Vesturlandsliðin í Pepsídeild- inni, Víkingur og ÍA, náðu ekki að kveðja deildina með sigri í lokaum- ferðinni sem fram fór sl. laugardag. Leikur beggja liða bar þess vott að þau voru fallin og því ekki eftir miklu að slægjast. ÍA tapaði 1:3 fyrir Fylki á Akranesvelli og Víkingar töpuðu stórt 0:5 á Ólafsvíkurvelli gegn Val. Víkingar enduðu því með 17 stig, fimm stigum neðan við Fram sem varð í 10. sætinu og ÍA varð neðst með 11 stig. Orð Þorvaldar Örlygssonar þjálf- ara ÍA liðsins, sem reyndar er hætt- ur með liðið, lýstu leiknum ágætlega, þar sem hann talaði um áhugaleysi og að menn vildu bara klára leikinn og koma sér svo heim. „Við fengum á okkur klaufaleg mörk,“ sagði Þor- valdur og það voru orð að sönnu. Slakur varnarleikur hjá ÍA orsakaði það að Fylkismenn skoruðu strax á 3. og síðan 31. mínútu. Fylkismenn gerðu síðan út um leikinn með marki í seinni hálfleiknum áður en Skaga- mönnum tókst að klóra í bakkann með marki Jóhannesar Karls Guð- jónssonar, sem hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Ljósið í myrkri vikunnar var þó að sl. mið- vikudag lögðu Skagamenn KR-inga í næstsíðasta leik mótsins 3:1 í leik sem spilaður var í Akraneshöllinni. Víkingar misstu mann út af með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik- inn og eftir það var ljóst að róðurinn yrði erfiður. Markalaust var í hálf- leik en Valsmenn voru iðnir við kol- ann og skoruðu fimm mörk í seinni hálfleiknum, þar af tvö síðustu í við- bótartíma. Þar með lauk tímabilinu hjá Vesturlandsliðunum í Pepsídeild- inni og keppni í 1. deild bíður þeirra næsta sumar. þá Snæfell tapaði í undanúrslitunum Leit byrjuð að nýjum þjálfara hjá ÍA Atlamótið í badminton spilað á Akranesi Verðlaunahafar ÍA: Daníel Þór Heimisson, Helgi Grétar Gunnarsson, Dalrós Sara Jóhannsdóttir, Alexandra Ýr Stefánsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir, Steinar Bragi Gunnarsson og Ragnar Harðarson. Borgnesingurinn sigursæli, Harpa Hilmisdóttir. Snæfellsnessamstarfið í fótbolta hélt uppskeruhátíð Ejub þjálfari með börnum sínum en þau fengu viðurkenningar. Hópurinn er býsna stór. Einmenningsmót í boccia framundan Svipmynd úr leik Víkings og Vals sem spilaður var í Ólafsvík í afleitu veðri. Ljósm. af. Vesturlandsliðin töpuðu bæði í lokaumferðinni Markvörður Fylkis bindur enda á sókn Skagamanna gegn Fylki. Ljósm. þá.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.