Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinssdóttir gudny@skessuhorn.is
Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Til að allir sjái
Leiðari
Í Skessuhorni í dag er sagt frá tillögu sem bæjarstjórn Akraneskaupstað-
ar samþykkti samhljóða í síðustu viku. Hún er þess efnis að bjóða sveitar-
félögunum Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð og Skorradalshreppi upp í dans,
þ.e.a.s. viðra sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga í eitt. Hugmyndin
er ekki ný af nálinni, kom líklega fyrst fram 1995. Eftir það hefur t.d. Ágúst
Einarsson fyrrum rektor Háskólans á Bifröst endurvakið hana en án árang-
urs. Nú er það Gunnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjór-
ninni á Akranesi sem flutti hana og fékk alla fulltrúa meirihlutans með sér í
lið. Boltanum verður nú varpað til sveitarstjórnarmanna í nágrannabyggð-
um. Blaðamenn Skessuhorns könnuðu reyndar fyrstu viðbrögð sveitar-
stjórnarmanna sem biðlað er til. Þau voru fremur dauf. Býst ég því ekki við
margra daga fundahöldum um þessa sameiningartillögur í fyrstu atrennu.
Kannski vilja þeir ekki einu sinni halda einn fund? Vissulega finnst mér
þetta hagsmunamál sem íbúar allir eiga að fá að taka afstöðu til. Því væri
alveg borðleggjandi að sveitarstjórnirnar fjórar ræddu málin og hæfu und-
irbúning kosninga samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þar feng-
ist ótvírætt fram vilji íbúanna. Ég trúi því ekki að 30 sveitarstjórnarmenn í
þessu mögulega 11 þúsund manna sveitarfélagi muni taka þá ákvörðun að
leyfa okkur íbúunum ekki að segja okkar hug. Það mun hinsvegar koma í
ljós hversu vænt mönnum þykir um völd og peninga sem þeim fylgir.
Sameiningarmál tengjast þó einungis óbeint því sem ég ætlaði að færa í
tal hér og nú. Í Skessuhorni í dag er sagt frá samningi sem sveitarfélagið
Hvalfjarðarsveit skrifaði undir í vikunni sem leið við verktakann sem mun
leggja ljósleiðara heim að hverjum bæ í þeirri sveit og ljúka við næsta sum-
ar. Þeir sem hafa kynnst lélegu síma- og netsambandi, svo ég tali nú ekki
um slökum sjónvarps- og útvarpsskilyrðum, geta ímyndað sér þann lúxus
sem íbúar í Hvalfjarðarsveit munu búa við eftir að verða tengdir við ljós-
leiðara. Sveitarstjórinn lýsti þessu sem svipuðu og að bera saman nótt og
dag. Sjálfur hef ég ljósleiðara inn í mína íbúð og þekki því þau forréttindi
sem í því felast að hafa aldrei áhyggjur af neti, símasambandi eða sjónvarps-
skilyrðum. Svipað munu íbúar í Hvalfjarðarsveit upplifa þegar þeir hafa
fengið sínar tengingar. En þrátt fyrir að sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit geti
með þessum hætti farið út í 300 milljóna króna fjárfestingu, og tekið fyr-
ir því nánast undan koddanum, eru engar líkur á að flest önnur sveitarfé-
lög geti ráðist í slíkt stórvirki. Hvalfjarðarsveit býr svo vel að innan hreppa-
markanna eru stóriðjufyrirtæki sem greiða ríkulega skatta til samfélags-
ins. Því geta menn byggt skóla og ljósleiðaravætt heilu sveitirnar á tveim-
ur árum og fengið fyrir slíkum fjárfestingum svo gott sem af bankabókinni.
Þetta eru forréttindi sem auðvitað er eftirsóknarvert að hafa. Þess vegna
vilja aðrir sameinast þeim. Svo einfalt er það.
Þau sveitarfélög sem búa við lakari fjárhagsstöðu, en það sem hér er
nefnt, eru í verri stöðu, mætti kalla pattstöðu. Víða í dreifðari byggðum er
ástand nets og síma með þeim endemum að það eitt og sér kemur í veg fyr-
ir fólksfjölgun. Nýjasta dæmið sem ég heyrði er úr Staðarsveitinni þang-
að sem fimm manna fjölskylda vildi nýverið flytja. Sú ákvörðun byggði á
að hjónin gætu sinnt vinnu í gegnum netið, hálaunavinnu. Sökum skorts á
þolanlegu net- og símasambandi varð þó ekkert úr þeim flutningi og verð-
ur ekki í fyrirsjáanlegri framtíð. Mýmörg fleiri dæmi mætti nefna um þá
annmarka sem léleg fjarskipti hafa á búsetuskilyrði fólks á landsbyggðinni.
Meðal annars þess vegna er ég fremur fylgjandi sameiningu sveitarfélaga.
Við þurfum öflugar stjórnsýslueiningar og fjárhagslega burðug sveitarfélög
sem geta framkvæmt það sem er til bóta, þegnunum í vil. Ef íbúar hafna
skynsamlegum sameiningum vegna stundar- eða sérhagsmuna er illa kom-
ið. Landsbyggðin á þvert á móti að standa saman og gera byggðirnar öfl-
ugri en þær eru í dag.
Magnús Magnússon.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
stendur á hverju ári fyrir landsæf-
ingu björgunarsveita. Til skipt-
is eru þær haldnar á landi og á sjó.
Æfingarnar eru haldnar víðs vegar
um landið, en björgunarveitir á við-
komandi svæðum sjá þá um skipu-
lagningu þeirra og framkvæmd.
Sveitir koma þá allsstaðar að af
landinu og leysa fjölbreytt leitar-
og björgunarverkefni. Laugardag-
inn 12. október næstkomandi verð-
ur landsæfing Slysavarnafélagsins
Landsbjargar haldin í Borgarfirði.
Það eru björgunarsveitir á svæði
4; björgunarsveitirnar Ok, Heið-
ar, Brák, Elliði og Björgunarfélag
Akraness sem hafa veg og vanda
að skipulagningu æfingarinnar og
vinna um þessar mundir að und-
irbúningi. Þór Þorsteinsson hjá
Björgunarsveitinni Ok er æfingar-
stjóri fyrir landsæfinguna.
„Það eru hátt í 100 félagar úr
þessum björgunarsveitum auk fé-
laga úr Slysavarnardeildinni Líf á
Akranesi sem koma að undirbún-
ingi og framkvæmd æfingarinnar
og er þetta með stærri verkefnum
sem við höfum tekið að okkur. Nú
erum við að skipuleggja upp und-
ir 70 leitar- og björgunarverkefni
sem felast m.a. í fyrstu hjálp, fjalla-
björgun, rústabjörgun, straum-
vatnsbjörgun og leitarverkefnum
auk ýmissa annarra verkefna sem
eru misjafnlega tímafrek og stór í
sniðum. Mörg þessara verkefna eru
notuð aftur og aftur á sjálfan æfing-
ardaginn,“ segir Þór. Félagar í þess-
um fimm björgunarsveitum taka að
sér ýmis verkefni og má þar nefna
stjórnun æfingarinnar, stjórn fjar-
skipta og samskipti við fjölmiðla.
Auk þess eru verkefnastjórar yfir
hverju verkefni sem sjá til þess að
verkefnin séu leyst á réttan hátt auk
þess að tryggja öryggi bæði þátt-
takenda og sjúklinga en sjúkling-
ar koma víða að og eru enn lausar
stöður þar, að sögn Þórs. Hann seg-
ir að nú þegar hafi á annað hundrað
skráningar einstaklinga borist víðs
vegar af landinu og eigi þeim eft-
ir að fjölga næstu daga. „Við ger-
um ráð fyrir að yfir 200 björgunar-
sveitarmenn í 20-30 hópum mæti
á æfinguna. Þá verður Landhelg-
isgæslan einnig með og sendir lík-
lega eina þyrlu sem þátt tekur í æf-
ingunni.“
Landsæfingin hefst snemma að
morgni laugardagsins 12. októ-
ber og lýkur henni með kvöldmat í
félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit.
mm
Þessa dagana er að ljúka vegafram-
kvæmdum í Melasveit þar sem lagt
var bundið slitlag á 1,7 kílómetra
kafla frá vegamótum Vesturlands-
vegar við Skorholt og að bænum
Bakka. Vegurinn var byggður upp
fyrir nokkrum árum með malarslit-
lagi. Verktakafyrirtækið Þróttur sá
um lagningu undirlags fyrir mal-
bikið sem Borgarverksmenn lögðu.
Að sögn Ingva Árnasonar hjá Vega-
gerðinni í Borgarnesi fengust 30
milljónir í þetta verk. Önnur fram-
kvæmd í Hvalfjarðarsveitinni er síð-
an í undirbúningi og verður boðin
út á næstunni og er hún sínu stærri
en verkið í Melasveitinni. Það er
Leirársveitarvegur frá gatnamót-
unum við Tungu upp að Kambs-
hóli, um átta kílómetra vegarkafli
en þar verður bundið slitlag lagt á
malarveg líkt og gert var við Skor-
holt. Aðalfjárveiting til verksins
er á næsta ári og stefnt á að fram-
kvæmdir byrji snemma næsta vor,
að sögn Ingva Árnasonar.
þá
Nýr fjármálastjóri er kominn til
starfa við Háskólann á Bifröst.
Það er Borgfirðingurinn Þorvald-
ur Tómas Jónsson frá Hjarðarholti.
Þorvaldur tekur við starfinu af Stef-
áni Sveinbjörnssyni sem nýlega var
ráðinn framkvæmdastjóri Verslun-
armannafélags Reykjavíkur. Þor-
valdur hefur mikla reynslu af fjár-
sýslu og endurskoðunarstörfum, en
hann var m.a. um árabil fjármála-
stjóri Landbúnaðarháskóla Íslands
á Hvanneyri.
þá
Landsæfing björgunarsveitanna
verður 12. október í Borgarfirði
Fjallabjörgunarmaður úr Borgarfirði á æfingu. Ljósm. Þór Þorsteinsson.
Frá æfingu björgunarsveita. Ljósm. Landsbjörg.
Þorvaldur tekur við lyklavöldunum úr hendi Stefáns.
Þorvaldur Tómas tekur við sem
fjármálastjóri á Bifröst
Bundið slitlag lagt á Melasveitaveg við Skorholt fyrir síðustu helgi.
Vegaframkvæmdir í Melasveit