Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 02.10.2013, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Valdimar Reynisson var ráðinn í starf aðstoðarskógarvarðar Vestur- lands 2011. Hann var síðan hækk- aður í tign á síðasta ári. Þá tók hann við starfi skógarvarðar þegar Birgir Hauksson, sem gegnt hafði starfinu um langt skeið, ákvað að nýta sér svokallaða 95 ára reglu opinberra starfsmanna. Birgir hætti þá í starfi skógarvarðar og tók að sér önnur verkefni í hlutastarfi hjá Skógrækt ríkisins. Þegar blaðamaður Skessu- horns hitti Valdimar í bækistöðv- um skógræktarinnar í Hvammi í Skorradal á dögunum og átti við hann spjall, sagðist Valdimar hafa verið lengið að „fatta“ hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór og vera búinn að prófa ýmislegt. Hann hafi þó komist að því snemma að nálægðin við dýrin í sveitinni ætti ágætlega við sig. Lengi dreymdi hann um að verða bóndi. Sem ung- lingur fór Valdimar svo að vinna hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. „Þá týndist ég eiginlega í skógin- um, uppgötvaði að skógræktin er ákaflega skemmtileg. Það má segja að ég hafi ekki komist út úr skógin- um síðan, er eiginlega fastur þar og kann því vel,“ segir Valdimar. Bardagaleikir fyrir austan „Ég var ekki gamall þegar ég var sendur í sveit í fyrsta skipti, svona níu eða tíu ára,“ segir Valdimar þegar hann minnist uppvaxtarár- anna í Árbænum í Reykjavík. „Það var að Löndum í Stöðvarfirði, þá voru þar þrír bæir. Á bænum Lönd- um 3 var ekki búskapur en hjónin stóðu fyrir barnaheimili á sumrin, tóku fjölda barna í sumardvöl. Það var skemmtilegt að vera á Lönd- um. Við fengum oft að fara niður í þorpið á Stöðvarfjörð. Það var á fótboltaæfingarnar og svo um helg- ar fórum við að leika okkur við krakkana þar, aðallega í bófaleikj- um, þar var barist með sverðum og skjöldum. Þetta voru heilmiklir bardagar en meint óvinátta risti nú ekki dýpra en svo að þegar við vor- um orðin þreytt var farið heim til einhvers í hópnum í kakó og kökur. Þetta var yndislegt,“ segir Valdimar þegar hann rifjar upp minningar frá sveitadvölinni fyrir austan. „Minn- isstæðast frá sumardvölinni í Lönd- um er þó þegar við nokkrir strák- ar tókum okkur til og smíðuð- um okkur fleka, út timburdrasli og svo söfnuðum við saman brúsadóti sem við notuðum fyrir flot. Þeg- ar við vorum búnir að súrra flek- ann saman og vorum komnir með hann niður í fjöru til að sigla vor- um við stöðvaðir. Það þótti heim- ilisfólki full stórt vatn fyrir okk- ur til að sigla á. Við gáfumst ekki upp og ákváðum að finna þá önn- ur vötn til að prófa prammann. Við fundum það, ansi snoturt vatn sem var eiginlega á klettasyllu fyrir ofan bæina á Löndum. Við eyddum heil- um degi í að drusla flekanum upp fjallið. Þegar við vorum nýbyrjað- ir að sigla á vatninu góða, kom þar bóndinn á öðrum hinna bæjanna. Hann var kolbrjálaður og rak okk- ur burtu með flekann. Þetta var þá vatnsbólið fyrir bæina. Við urðum dauðskelkaðir og flúðum. Þar með var úti ævintýrið með flekasigling- arnar.“ Kjötsúpa og súr grjónagrautur Næstu tvö sumur var Valdimar í sveit á Kambi í Reykhólasveit. Þar segist hann hafa uppgötvað að sveitastörfin áttu ákaflega vel við hann. „Mér fannst nálægðin við dýrin skemmtileg, gaman að mjólka kýrnar og taka á móti lömbunum í sauðburðinum á vorin,“ segir Valdi- mar þegar hann minnist sumranna í Reykhólasveitinni sem hann segir að hafi verið skemmtileg. Þau urðu reyndar mörg fleiri sumrin sem Valdimar var í sveit. Þar af var hann á þremur bæjum í Skagafirðinum. Sá fyrsti var hjá einsetubóndanum Pétri Pálmasyni á Reykjavöllum í Lýtingsstaðahreppi. Ráðskonan var þá nýfarin frá Pétri þannig að þeir urðu sjálfir að sjá um matinn, enda ekki fleiri á bænum. „Það var elduð kjötsúpa sem entist út vikuna. Við vorum mikið með pylsur og bjúgu í matinn og grjónagrauturinn var oft á borðum. Stundum var hann orðinn svolítið súr hjá Pétri. Ann- ars var frjálslegt og skemmtilegt á Reykjavöllum. Ég fékk til dæmis að ríða á hestamót sem haldið var á Vindheimamelunum sem voru hinum megin við ána. Pétur varð fimmtugur seint um sumarið sem ég var á Reykjavöllum, 1980. Þetta haust gaus líka Hekla og það þyrfti einmitt að flýta smölun vegna goss- ins. Veislan var einmitt daginn fyr- ir réttardaginn og það virtist fara ágætlega saman þótt veislugestir, sveitin öll og meira til, hefðu tekið vel á veisluföngunum þar sem ekk- ert var til sparað.“ Í hákarli og veiðimennsku Valdimar var m.a. í sveit á bæn- um Þverá í Fnjóskadal og það leit út fyrir að eitt sumar ætlaði að fara í vaskinn hjá Valdimar í sambandi við sveitadvöl. Þá prófaði hann bæ einn í Húnavatnssýslunni, en þar var allt í upplausn. Hann var kom- inn heim eftir viku. „Þá fékk ég símhringingu um að Bjarna Egils- son bónda á Hvalnesi á Skaga vant- aði strák. Ég fór norður til Bjarna og það var skemmtileg að vera þar. Við verkuðum hákarl og svo var farið í veiði í vötnin á Skagaheið- inni. Þar lágum við í tjöldum með- an á veiðiskap stóð og fluttum svo aflann heim á trússhestum. Þetta var gríðarlega skemmtilegt. Svo var ég líka í sveit á öðrum bæ til viðbót- ar í Skagafirðinum. Það var á Haf- steinsstöðum hjá hestamanninum Skafta Hafsteinssyni. Ég var reynd- ar síðan seinna hjá Skafta sem af- leysingarmaður. Leikfélagi minn úr Árbænum var búinn að ráða sig þar til að leysa af þegar Skafti fótbrotn- aði. Hann var búinn að skrá sig í skóla eftir áramótin 1985 og ´86 og hafði þá samband við mig. Ég fór norður. Það endaði með því að ég var níu mánuði á Hafsteinsstöðum í það skiptið. Í byrjun var það aðal- lega fjósamennska, en svo tamning- ar, heyskapur og það sem til féll.“ Lærdómsríkur tími á Sólheimum. Það var eftir þetta sumar á Haf- steinsstöðum sem Valdimar innrit- aðist til náms í líffræði í Háskóla Ís- lands. Fljótlega sá hann að þetta var ekki nám við hans hæfi. Þá tók við byggingarvinna um tíma. „Áhug- inn á skógræktinni blundaði í mér. Valið stóð eiginlega á milli hennar eða fara í húsasmíðina. Ég valdi að fara í garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, innritaðist haustið 1988 á nýja umhverfisfræðibraut sem heit- ir skógur og umhverfi. Ég útskrif- aðist síðan frá Reykjum vorið 1990. Þá fékk ég vinnu hjá Skógræktar- félagi Reykjavíkur. Byrjaði í verk- efni sem félagið vann fyrir Orku- veitu Reykjavíkur við Ölfusvatn. Ég var síðan verkstjóri í ártug í skóg- ræktinni í Heiðmörk, á því frábæra svæði. Í febrúar 2001 réð ég mig í starf á Sólheimum í Grímsnesi. Það hét forstöðumaður umhverfis- mála og búskapar, en í raun var það garðyrkjustjóri, bóndi og ruslakarl, þar sem ég sá líka um sorphirðu og sorpmál. Ég kunni ákaflega vel við mig á Sólheimum og tíminn þar var góður skóli. Ég tel mig hafa lært þar mikið í mannlegum samskipt- um og sá heiminn í öðru ljósi en áður. Það var bæði gagn og gaman sem fólst í því að vinna með fólk- inu á Sólheimum,“ segir Valdimar og brosir. Meistaragráða frá Alnarp í Svíþjóð Valdmar ákvað síðan að stíga skref- ið í því að mennta sig frekar í skóg- ræktinni. Hann innritaðist til náms í skógfræði á Hvanneyri haust- ið 2004. „Það tók mig allan þenn- an tíma að fatta hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór,“ segir Valdimar og hlær, en hann útskrifaðist með BS gráðu í skógrækt frá Hvanneyri vorið 2007. Rúmu ári síðar keypti hann sér hús á Hvanneyri, Álf- hól sem Gunnar Bjarnason byggði 1957. Ef farið er hratt yfir sögu má segja að Valdimar hafi frá því hann kom á Hvanneyri unnið utan skóla- tímans við skógrækt á Vesturlandi. Mest var það í Hvammi en einnig í verktöku hingað og þangað, m.a. eitt sumar hjá Héraðs- og Austur- landsskógum. Valdimar lét sér ekki BS gráðuna duga, heldur hélt hann strax um haustið 2007 til Svíþjóð- ar þar sem hann fór í meistaranám við landbúnaðarháskólann í Aln- arp skammt frá Malmö. „Svo kom blessuð kreppan. Það gerði mér erfitt um vik að klára mastersnám- ið. Bæði drógust verkefnin saman hér heima sem ég vann með nám- inu og uppihaldið erlendis var dýr- ara,“ segir Valdimar. Í meistaragr- áðuverkefninu fjallaði hann um samanburð á viðarvexti í sitka- greni og rauðgreni á Stálpastöð- um í Skorradal. Eftir að hafa kom- ið heim frá Alnarp með meistara- verkefnið óklárað, dreif hann sig síðan út aftur 2010. Kláraði þá rit- gerðina að mestu og varði hana. Á þeim fimm mánuðum sem hann var í Alnarp í það skiptið lauk hann líka við flestar námsgreinar. Hann átti aðeins eftir eitt bóklegt nám- skeið. Það varð til þess að það dróst fram á ár 2011 að hann fengi meist- aragráðuskírteinið afhent. Það fékk hann sent í pósti í júlímánuði. Það var skömmu áður en hann var ráð- inn í starf aðstoðarskógarvarðar á Vesturlandi, en eins og áður seg- ir tók hann síðan við starfi skógar- varðar fyrir ári. Framleiðsluþátturinn ráðandi eftir hrun Aðspurður segir Valdimar að starfs- svæði Skógræktar ríkisins á Vestur- landi nái yfir vesturhluta landsins allt suður í Straum við Hafnarfjörð, þar sem skógræktin eigi landsvæði. „Ef við ættum skógræktarsvæði á Vestfjörðum myndi okkar yfir- ráðasvæði ná þangað. Stóru skóg- ræktarsvæðin á höfuðborgarsvæð- inu, sem eru í eigu Skógræktar rík- isins, svo sem á Mógilsá eru í sjálf- stæðum rekstri. Að sjálfsögðu eru borgin og nágrannasveitarfélögin svo með rekstur um sín svæði svo sem í Heiðmörk,“ segir Valdimar. Hann segir að hrunið margumrætt hafi haft þau áhrif að skógræktar- fólk hafi farið úr gróðursetningar- fasanum, sem hann kallar, í nýting- arfasa. Þetta hafi komið aðilum til góða sem eru með gömlu skógana, eins og Skógrækt ríkisins, en hinum verr sem hafa aðallega verið í því að gróðursetja. „Frá hruni höfum við lagt mikla áherslu á framleiðslu- þáttinn og selt alla okkar fram- leiðslu. Þar er stærsti viðskiptavin- urinn Elkem á Grundartanga sem kaupir af okkur mikið af kurli og timbri sem notað er sem kolefnis- gjafi. Kurlið gefur hreinna kolefni en kolin og koxið. Með því að nota kurlið frá okkur geta þeir framleitt gæðameira stál. Við erum líka að framleiða húsavið og klæðningu. Á þessu ári höfum við til dæmis unn- ið utanhúss klæðningu á tvö stór íbúðarhús. Klæðningin frá okk- ur þykir ákaflega falleg og ending- argóð ef hún er rétt meðhöndluð, eins og nauðsynlegt er við allar við- arklæðingar.“ Íslenski skógurinn nytjaskógur Valdimar segist hafa mikla trú á framtíð skógræktar á Íslandi, sem nytjaskóga. „Á komandi árum á nýt- ing íslenskra skóga eftir að marg- „Tók langan tíma að ákveða hvað ég vildi verða“ Valdimar Reynisson prófaði ýmislegt áður en hann varð skógarvörður Vesturlands Valdimar Reynisson skógarvörður Vesturlands í bækistöðvum Skógræktar ríkisins í Hvammi í Skorradal. Ljósm. þá. Stafli viðar úr Hvammskógi sem nýtt var í brúargerð í Almannagjá á Þingvöllum. Ljósm. vr. Húsaviður úr Hvammskógi sagaður í rammasög. Ljósm. vr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.