Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Síða 6

Skessuhorn - 09.10.2013, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Handteknir fyrir vínþjófnað AKRANES: Á miðvikudag- inn síðsta voru tveir karlmenn handteknir á Akranesi. Þeir voru grunaðir um þjófnaði í alls 23 skipti á sterku víni úr vín- búðum á höfuðborgarsvæð- inu. Verðmæti þýfisins hleypur á hundruðum þúsunda króna. Við húsleit heima hjá mönn- unum fundust nokkrar flösk- ur af áfengi sem taldar eru hluti þýfisins. Báðir játuðu brot sín við yfirheyrslu lögreglunnar á Akranesi og telst málið upplýst. -mm Ellefu óku of greitt SNÆFELLSNES: Um mið- nætti sl. föstudag stöðvuðu lög- reglumenn bifreið á Snæfells- nessvegi sem ekið var mikið yfir löglegum hraða, eða á 128 km/klst. Ökumaður er grun- aður um akstur undir áhrifum fíkniefna og við leit í bílnum fundust kannabisefni. Tíu öku- menn voru kærðir fyrir of hrað- an akstur við umferðareftirlit í umdæminu um síðustu helgi. Á laugardagsmorgun valt bif- reið á Útnesvegi við Hellissand og slapp ökumaður með minni- háttar meiðsli. –þá Ellefu hússölur í september AKRANES: Ellefu kaupsamn- ingum um íbúðarhúsnæði var þinglýst á Akranesi í septem- ber. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli og 5 samningar um eignir í sérbýli. Heildarvelt- an í þessum viðskiptum var 216 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning því 19,6 millj- ónir króna. –mm Netsambands- laust um tíma VESTURLAND: Bilun varð í netdreifikerfi Mílu á Akranesi og í Borgarnesi um hálfa klukku- stund sl. fimmtudagsmorgun. Af þeim sökum urðu netsambands- lausir þeir sem eru viðskiptavinir Símans. Gunnhildur Gunnars- dóttir upplýsingafulltrúa Símans vildi biðja viðskiptavini fyrirtæk- isins velvirðingar, en sem bet- ur fer var brugðist skjótt við og því vörðu áhrifin ekki lengur en þessa hálfu klukkustund, sagði hún. -mm Um samskipti skóla og trúfélaga HVALFJ.SV: Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveit- ar ályktaði á fundi sínum í síð- ustu viku um samskipti skóla og trúfélaga. Nefndin ályktar að trúar- og lífsskoðunarfélög skulu leitast við að skipuleggja fermingarfræðslu og eða -ferðir með þeim hætti að það fram fari utan skólatíma leik- og grunn- skóla Hvalfjarðarsveitar og leiði ekki til mismununar nemenda utan tiltekinna trúar- og lífs- skoðunarfélaga. Þetta eigi við allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi, skemmtidagskrár eða aðrar kynningar tengdar starfi trúfélaganna, sem og dreifingu á boðandi efni. Í ályktuninni er vísað til almennra regla skól- ans að ef skipulag viðburða eða ferða geti ekki átt sér stað utan skólatíma skulu foreldrar sækja um leyfi fyrir börn sín til skól- ans. –þá Fleiri fengu viðurkenningar AKRANES: Í síðustu viku birti Skessuhorn frétt um að Guð- mundur Böðvar Guðjónsson og Hafdís Erla Helgadóttir hefðu hlotið viðurkenningar fyrir góð- an námsárangur í Háskólanum í Reykjavík. Í framhaldi af því barst blaðinu ábending um að tveir aðrir Akurnesingar hefðu verið í hópi þeirra nemenda sem hlutu viðurkenningar þetta árið. Kristinn Hlíðar Grétarsson og Orri Jónsson tæknifræðinemar voru einnig á forsetalista skólans. Þeir hafa áður hlotið viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur í námi en báðir hlutu þeir nýnemastyrk þegar þeir hófu nám í skólanum og hafa einnig báðir verið á for- setalistanum áður. –grþ Páll Ágúst STAÐARST: „Framundan eru prestskosningar í Staðastaðar- prestakalli á Snæfellsnesi. Ég hef ákveðið að bjóða fram krafta mína til þess að annast þjónustu sóknarprests í Staðastaðarpresta- kalli með skyldum héraðsprests við prófastsdæmið. Af því tilefni hef ég opnað heimasíðuna www. pallagust.is þar sem ég kynni mig og fjölskyldu mína, ásamt mennt- un, starfsreynslu og framtíðarsýn fyrir prestakallið. Ég hlakka til komandi vikna og vonast eftir því að fá tækifæri til þess að hitta sem flesta og kynnast íbúum í presta- kallinu,“ segir í tilkynningu frá Páli Ágústi Ólafssyni guðfræð- ingi. -mm Klippt af bílum AKRANES: Lögregla tók skrán- ingarnúmer af nokkrum bifreið- um á Akranesi í vikunni. Ým- ist var það vegna þess að bifreið- arnar höfðu ekki verið færðar til skoðunar eða vegna þess að þær voru ótryggðar í umferð. Nokkr- ir hlutu sektir fyrir að leggja bif- reiðum ólöglega, fyrir of hraðan akstur og fyrir að vera með ljósa- búnað í ólagi. –þá Íbúar í Ólafsvík standa nú fyrir fjársöfnun svo sinna megi nauðsyn- legu viðhaldi á kirkj- unni í bænum. Gripið er til þessa úrræðis þar sem sjóðir kirkjunnar eru tómir. Sævar Þór- jónsson málarameistari var sóknarefndarmaður til 30 ára og í mörg ár formaður nefndarinn- ar. „Ég málaði kirkj- una upphaflega eft- ir að hún var reist, þá nýbúinn að læra iðnina í Borgarnesi. Nú eru 22 ár síðan kirkjan var máluð síðast að innan. Það er ekki til króna í sjóðum hennar til við- halds. Þess vegna höf- um við auglýst eftir framlögum frá einstak- lingum og fyrirtækjum. Það eru rakaskemmdir við glugga í turninum. Síðan er kirkjan orð- in sótug af öllum kert- unum sem menn hafa brennt í henni gegn- um árin. Það er orðið aðkallandi að fara í að mála hana.“ Sævar segir að söfn- unin gangi ágætlega. „Nú bíðum við eft- ir smiðum sem ætla að þétta gluggana í turn- inum. Mikil ótíð og rigningar hafa tafið fyrir okkur. Síðan er ætlunin að mála kirkj- una í janúar og febrúar á næsta ári,“ segir Sæv- ar. Söfnunarreikning- urinn er númer 0194- 05-401286 með kenni- tölu 500269-4999. mþh Svo virðist sem hreyfing sé komin á fleiri einkaframkvæmdir í vegagerð og samgöngumálum á Íslandi en Vaðlaheiðargöng sem framkvæmd- ir hófust við fyrir nokkru. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra hefur tjáð sig um það síðustu dagana að hún vilji auka samstarf hins opinbera við einkaaðila í vega- framkvæmdum. Hanna Birna nefn- ir í þessu sambandi Sundabraut, en lítið hefur verið minnst á þá fram- kvæmd frá hruni en fram að þeim tíma hafði hún verið mikið í um- ræðunni. Haft er eftir Hreini Har- aldssyni vegamálastjóra í Frétta- blaðinu í gær að Vegagerðin sé nú að skoða þá kosti sem í boði eru varðandi einkaframkvæmdir. Hann segir Sundabraut í Reykjavík, Svín- vetningabraut í Húnavatnssýslu og veg um Öxi á Austurlandi vera vegaframkvæmdir sem hægt væri að setja í einkaframkvæmd. Þær uppfylli þau skilyrði sem innanrík- isráðherra setur, en það er að slík- ar framkvæmdir komi ekki til álita nema vegfarendum gefist kostur á annarri leið með þeirri sem færi í einkaframkvæmd. Nefnt er að einkaframkvæmd- ir í vegagerð eins og Sundabraut verði hægt að fjármagna með þátt- töku lífeyrissjóða eins og gert var með Hvalfjarðargöng á sínum tíma. Lán vegna ganganna eiga að greið- ast upp í lok árs 2018. Júlíus Víf- ill Ingvarsson borgarfulltrúi seg- ir það sé skoðun langflestra að Sundabraut sé arðbær framkvæmd en menn verði að hafa í huga að stilla gjaldtöku í hóf. Síðustu spár varðandi umferð um Sundabraut, sem eru raunar nokkurra ára gaml- ar, gera ráð fyrir að 20 til 30 þús- und bílar færu um brautina dag- lega. Til samanburðar má nefna að um Hvalfjarðargöng fóru að með- altali í ágústmánuði sl. 6.800 öku- tæki á sólarhring. þá Ólafsvíkurkirkja. Söfnun hafin fyrir viðhaldi Ólafsvíkurkirkju Sundabraut kæmi til greina sem einkaframkvæmd

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.