Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r
www.skessuhorn.is
Við kynnum nýjan möguleika
í mat og gistingu sem mun
opna fljótlega.
Hlið á Álftanesi
Jólahlaðborð Fjörukráarinnar
Hefst 29. nóvember og stendur fram að jólum
Söngsveitina okkar skipa þau Kjartan Ólafsson,
Elín Ósk, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason.
Þau munu ásamt öðrum sem skipa Víkingasveitina okkar
sjá um að halda uppi jólaskapinu meðan á borðhaldi stendur.
Bjóðum einnig uppá Jólapakka fyrir einstaklinga sem og hópa,
Sælkerapakka, Þorrapakka og Árshátíðarpakka.
farðu inn á www.fjorukrain.is og og skoðaðu hvað við getum gert fyrir þig.
Verð á jólahlaðborði er 7.900 krónur á mann
Gerum einnig tilboð fyrir hópa í gistingu og mat.
w w w . f j o r u k r a i n . i s P ö n t u n a r s . 5 6 5 1 2 1 3
Sem endranær verðum við með það sem við erum þekktust fyrir, að hafa þetta þjóðlegt með
stórkostlegum söngvurum sem eru eitt af því sem hafa gert okkur svo sérstök. Öll hafa þau skemmt hér
í áraraðir og því heimavön og nú labba þau á milli borða og syngja lög sem tengjast jólunum.
Sjávarútvegsfundur Samtaka sjáv-
arútvegssveitarfélaga var haldinn
í Reykjavík sl. miðvikudag. Með-
al efnis á dagskrá fundarins var er-
indi Vilhjálms Egilssonar rektors
Háskólans á Bifröst sem nefndist
„Á fiskvinnslan að geta átt kvóta?“
Hann greinir m.a. frá þeim ástæð-
um og rökum sem Tvíhöfða-
nefndin svokallaða hafði fyrir til-
lögu sinni um fiskvinnslukvótann
sem var ein veigamesta tillagan.
Ekki náðist sátt um tillöguna á sín-
um tíma en Vilhjálmur velti fyr-
ir sér hvernig framþróun í fisk-
vinnslunni hefði orðið ef tillagan
hefði verið samþykkt. Að mati Vil-
hjálms hefði þróunin orðið á for-
sendum fiskvinnslunnar frekar en
veiðanna sem hefði leitt til hæg-
ari þróunar í sjófrystingu en fleiri
minni fiskvinnslur hefðu orðið
samkeppnishæfari. Meiri stöðug-
leiki hefði orðið í sjávarbyggðum
og tekjur í vinnslunni meiri, en að
sama skapi tekjur útgerðar- og sjó-
manna lægri. Þannig hefði rekstur-
inn orðið enn markaðsdrifnari, þar
sem aflamarkskerfið gefur færi á að
skipuleggja sjávarútveginn á for-
sendum markaðarins og skapa sem
mest verðmæti.
Vilhjálmur segir að í dag hef-
ur vinnslan í landi náð sér á strik
og áhersla lögð á alla verðmæta-
keðjuna. Ferskur fiskur er ráðandi
í þróuninni og sjófrysting er ekki
lengur með sama forskot. Nýj-
ar greinar eru að koma inn í líf-
tækni, heilsutengdum vörum og
lækningavörum sem geta tvöfald-
að verðmæti þorsksins. Í kjölfarið
velti Vilhjálmur upp þeirri spurn-
ingu hvort að nýju hálaunastörf-
in muni verða til í sjávarbyggðun-
um. Að lokum nefndi hann nokkur
dæmi sem hann kaus að nefna stríð
morgundagsins, en það er að skil-
greina hvað það er og heyja rétta
stríðið. Ekki eyða orkunni í stríð
fortíðarinnar, heldur kanna hvar
verður hægt að ná árangri, hvern-
ig sjávarútvegur verður eftir 10-20
ár og hvaða hlut sjávarbyggðirnar
munu vilja eiga í þeim sjávarútvegi.
mm/ Ljósm. af.
Velti fyrir sér þróun sjávarútvegs ef
kvótinn hefði verið í eigu fiskvinnsla
GRÍPANDI AKSTURSLAG
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 | AKRANESI | DALBRAUT 14
OPIÐ MÁNUDAG TIL FÖSTUDAGS KL. 08-18 OG LAUGARDAG KL. 09-13
SÍMI 440 1394 | WWW.DEKK.IS
COOPER
DISCOVERER M+S 2
• Nýtt og endurbætt neglanlegt vetrardekk
• Mikið skorið
• Einstaklega gott grip
• Hentar vel við íslenskar aðstæður
• Hannað fyrir Skandinavíumarkað
COOPER
DISCOVERER M+S
• Neglanlegt vetrardekk fyrir jeppa
• Mikið skorið með góðu gripi í snjó
og ís (sérhannað snjómunstur)
• Nákvæm röðun nagla eykur
grip á ísilögðum vegum
• Endingargott dekk
• Vinsælt heilsársdekk fyrir þá sem
vilja sem mest grip yfir veturinn.
COOPER
SA2
• Nýtt óneglanlegt vetrardekk
• Frábært veg og hemlunargrip
• Góð vatnslosun
• Góður míkróskurður
• Mjúkt og endingargott