Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.10.2013, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög Sk es su ho rn 2 01 3 Matráður - leikskólinn Klettaborg Laust er til umsóknar starf matráðs í leikskólanum Klettaborg sem er þriggja deilda leikskóli að Borgarbraut 101, Borgarnesi. Í leikskólanum dvelja allt að 65 börn við leik og störf og þar starfa 20 starfsmenn, rúmlega helmingur faglærðir leikskólakennarar og leiðbeinendur eru með mikla reynslu. Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt skólastarf og er leikskólinn m.a. tilraunaleikskóli fyrir verkefnið: Heilsueflandi leikskóli sem er á vegum embættis landlæknis. Matráður þarf að starfa í anda þess og samkvæmt Handbók fyrir leikskólaeldhús. Helstu verkefni og ábyrgð Matráður ber ábyrgð á matseld, matseðlagerð, innkaupum, • stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu í samvinnu við leikskólastjóra Matráður er yfirmaður aðstoðarstarfsmanns sem er í hlutastarfi • fyrir hádegi, auk þess sér matráður um þvotta o.fl. Hæfniskröfur Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í • stóreldhúsi Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði fyrir börn á • leikskólaaldri Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði• Skipulagshæfni, sjálfstæði og hæfni til verkstjórnar• Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji• Lipurð og færni í samskiptum• Reynsla og þekking á rekstri mötuneyta• Reynsla af leikskólastarfi æskileg• Góð íslenskukunnátta• Frekari upplýsingar um starfið Starfshlutfall er 93,75%, vinnutími kl. 8-15.30• Starfið er laust frá 1. janúar 2014• Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KJALAR, • stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og Launanefndar sveitarfélaga Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt • sem konur hvött til að sækja um starfið Umsóknarfrestur er til 25. október 2013• Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri s: 437-1425 eða steinunn@borgarbyggd.is Einkunnarorð leikskólans eru: Sjálfstæði, virðing og gleði. Alþjóðlegt árveknisátak um brjósta- krabbamein, sem flest Krabba- meinsfélög heims standa fyrir, hófst 1. október síðastliðinn en mánuð- urinn allur er nú sem fyrr tileink- aður átakinu. Mikil samstaða rík- ir á meðal Íslendinga um það mik- ilvæga verkefni að minna á nauð- syn eftirlits og árvekni þegar kem- ur að krabbameini. Síðustu ár hafa íslenskir skartgripahönnuðir lagt átakinu lið og fengið það verkefni að hanna nýja slaufu fyrir hvert ár. Mikil spenna og leynd ríkir jafnan yfir hvernig næsta slaufa komi til með að líta út. Hún hefur nú ver- ið afhjúpuð og er að þessu sinni hönnuð af Orr. Þá má geta þess að í Reykjavík var stór slaufa í götukerfi borgarinnar máluð bleik og sést merki átaksins afar vel úr lofti. Rut var fyrsti slaufuhafinn Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis hefur tekið virkan þátt í átakinu og hafa fjölmargar bygg- ingar í bæjarfélaginu verið lýstar upp bleikar í gegnum árin. Jóhanna Kristófersdóttir er skrifstofustjóri Krabbameinsfélag Akraness og ná- grennis. Hún segir að síðastliðin ár hafi verið venja að næla fyrstu slaufunni, í hverju byggðarlagi, í einstakling sem stjórn félagsins vel- ur og í ár var ákveðið að næla fyrstu slaufunni á Akranesi í Rut Karol Hinriksdóttur. „Rut greindist með krabbamein í báðum bjróstum fyrir ári og var þá kippt út úr hinu dag- lega lífi til að takast á við þetta stóra verkefni. Rut hefur tekist á við veik- indi sín með jákvæðu hugarfari og af miklu æðruleysi. Hún er sterk og góð fyrirmynd fyrir ungt fók sem er að berjast við krabbamein og það er okkur því mikill heiður að fá að heiðra hana með fyrstu bleiku slauf- unni á Akranesi,“ segir Jóhanna. Gamla kaupfélagið bleikt veitingahús Bleikt boð hefur verið haldið í Reykjavík ár hvert og hefur tak- markaður fjöldi fólks komist að, en nú verður breyting gerð þar á og öllum landsmönnum gefinn kost- ur á að eiga bleikt kvöld. „Krabba- meinsfélag Íslands og mörg svæða- félög um allt land hafa fengið til liðs við sig veitingahús í sinni heimabyggð sem munu bjóða upp á skemmtilega viðburði og sér- stakan matseðil í tilefni átaksins. Á Akranesi hefur krabbameinsfélagið fengið til liðs sig Gamla kaupfélag- ið og mun þar verða boðið upp á dýrindis humarrétti í októbermán- uði. Andvirðið, sem nemur 15% af hverjum seldum rétti, rennur beint til Krabbameinsfélags Akraness. Ýmsar skemmtilegar uppákom- ur verða í október á Gamla kaup- félaginu sem tengjast átakinu og verða þær kynntar síðar. Í tilefni af samstarfi Krabbameinsfélags Akra- ness og Gamla Kaupfélagsins, mun bygging veitingahússins verða lýst upp með bleikum ljósum í október- mánuði, en Orkuveitan hefur séð alfarið um þá framkvæmd, félaginu að kostnaðarlausu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Jó- hanna. Bleika slaufan verður seld á Akra- nesi í Olís, Íslandspósti, Eymunds- son og á Gamla kaupfélaginu og kostar 2.000 krónur. mm Í byrjun nóvember öðlast gildi nýtt fyrirkomulag heimaþjónustu sveit- arfélaganna Grundarfjarðarbæj- ar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar. Markhóp- ar þjónustunnar eru eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Eldri borgar- ar eru stærsti þjónustuhópurinn og hefur þeim fjölgað á milli ára. „Hingað til hefur þjónustan nánast einungis einskorðast við þrif og lít- ið ef nokkuð verið um persónulega aðstoð. Það hefur verið óbreytt fyr- irkomulag í rúman áratug og hef- ur verið hamlandi í þjónustunni. Starfsmannavelta hefur verið há og kerfið þar af leiðandi óskilvirkt,“ segir Sveinn Þór Elinbergsson forstöðumaður FSS í samtali við Skessuhorn. „Það hefur prýðisfólk verið að vinna við þetta en þjón- ustuþegum hefur fjölgað og fyrir- komulagið passar ekki fyrir þess- ar breyttu aðstæður og ný þjón- ustuviðmið. Þetta er efling þess- arar mikilvægu þjónustu sveitar- félaganna. Þau vilja veita sem besta þjónustu á þessu sviði sem öðrum,“ bætir hann við. Markmið breytinganna er þrí- þætt en þeim er ætlað að stuðla að fjölþættari þjónustu, að efla um- önnun og öryggi þjónustuþega og að styrkja starfsfólk sveitarfélag- anna við framkvæmd mikilvægra trúnaðarstarfa. „Stjórnendur og starfsfólk okkar munu eiga sam- starf við heimahjúkrun Heilbrigð- isstofnunar Vesturlands með til- skyldu leyfi þjónustuþega. Mark- miðið er að með virðingu og um- hyggju megi fólk upplifi betri þjón- ustu og aukið öryggi. Samstarf þessara stofnana bætir og styrkir þjónustu þeirra hér á Snæfellsnesi en verður að sjálfsögðu grundvall- að á og háð samþykki þjónustuþeg- anna,“ segir Sveinn Þór. Nýverið auglýsti FSS eftir starfs- fólki vegna fyrirhugaðra breytinga. Um er að ræða heilsársstörf, ýmist heil eða hálf stöðugildi. „Þetta hef- ur verið tímavinna og kerfið orðið lúið og lítt eftirsóknarvert. Hingað til hafa þetta nánast eingöngu ver- ið þrif en nú er bætt við persónu- legri aðstoð og innliti, þetta verð- ur fjölbreyttari þjónusta. Laun hækka, það verður bætt stjórnun og bætt aðstaða starfsmanna. Starfs- menn sækja starfseflingarnámskeið og eftir nokkra mánuði verður eftirfylgni námskeið eftir að gerðar hafa verið viðhorfskannanir. Starf- inu verður því fylgt eftir og aðlagað eftir því sem við á. Það er von okk- ar og vissa að breyting þessi leiði til betri þjónustu sveitarfélaganna og um leið verða til ný og spennandi umönnunarstörf hér á Snæfells- nesi,“ segir Sveinn Þór að lokum. grþ Sveinn Þór Elinbergsson, for- stöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Efling heimaþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi Gamla kaupfélagið verður baðað bleikum ljósum í október. Árvekniátak Krabbameinsfélags Akraness hafið Gísli Þráinsson fékk það hlutverk að næla fyrstu nælunni í Rut Karol. Frá athöfninni sem félagið stóð fyrir í liðinni viku þegar Rut var boðið út að borða. F.v. Alma Auðunsdóttir, Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir, Ólöf Inga Birgisdóttir, Rut Karol Hinriksdóttir, Rannveig Björk Gylfadóttir, Jóhanna Kristófersdóttir, Stein- unn Eva Þórðardóttir og Gísli Þráinsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.