Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Side 17

Skessuhorn - 09.10.2013, Side 17
17MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is UPPLÝSINGATÆKNI Í HEIMABYGGÐ UPPLÝSINGATÆKNI Í HEIMABYGGÐ Omnis auglýsir laust til umsóknar starf sölumanns í verslun í Borgarnesi. Viðkomandi þarf að hafa til að bera: Ríka þjónustulund• Þekkingu á tölvu- og tæknibúnaði• Sjálfstæði og frumkvæði• Reynsla af sölustörfum er mikill kostur• Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi sendist í tölvupósti á atvinna@omnis.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. október 2013. Nánari upplýsingar veitir Ómar Örn Ragnarsson, í síma 6178310 eða omar@omnis.is. Sölumaður í verslun í Borgarnesi UPPLÝSINGATÆKNIFÉLAGIÐ Sk es su ho rn 2 01 3 „Við erum mjög ánægðar með um- ferðina hjá okkur í sumar. Þetta fór vel af stað og síðan var greinilegt að aukinn straumur ferðamanna til landsins skilaði sér í sveitarfélagið,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir sem starfrækir veitingastaðinn Eddu- veröld í Borgarnesi ásamt meðeig- anda sínum Jóhönnu Erlu Jóns- dóttur. Þær opnuðu staðinn sem er í Englendingavík 22. mars síðastlið- inn. „Við náðum páskaumferðinni og Borgnesingar og Borgfirðingar tóku okkur ákaflega vel. Við vorum yfirleitt þrjú á vakt í byrjun en síðan þegar ferðamannaumferðin byrjaði þurftum við að fjölga. Í júlímánuði voru orðnir 13 á launaskrá hjá okk- ur. Þrátt fyrir votviðrasamt sum- ar var mikill gestafjöldi og erlendir ferðamenn mjög í meirihluta, sér- staklega seinni hluta dags yfir há- annatímann. Þá var það kvöld eft- ir kvöld sem enginn talaði hér ís- lensku nema starfsfólkið. Við feng- um reyndar tvær vikur fyrir versl- unarmannahelgina með bongó- blíðu og þá fylltist allt hjá okkur,“ segir Guðrún. Veturinn verður „töff“ Aðspurð segir Guðrún að strax upp úr miðjum ágúst hafi síðan byrj- að að draga úr komu ferðamanna. „Þá voru það heimamenn og fólk úr héraðinu og nágrenni sem fór að koma meira til okkar. Þannig að haustið hefur verið alveg þokkalegt. Við ætlum að hafa opið í vetur, en vitum alveg fyrir fram að það verð- ur „töff.“ Á planinu hjá okkur eru ýmsar uppákomur. Við ætlum t.d. að hafa jólahlaðborð frá 15. nóvem- ber til 14. desember. Þar byggjum við á þeim grunni sem við höfum frá því við vorum með veitingaþjón- ustu í golfskálanum í Hamri í fjög- ur ár. Við verðum líka með veislu- þjónustu og sendum mat hingað og þangað, m.a. á þorrablót.“ Guðrún segist líka eiga von á góðum gest- um, hópum um helgar, það verði bara yfir hájólin og áramótin sem lokað verður í Edduveröld. „Við erum ánægð hvernig þetta hefur farið af stað. Við erum að byggja upp hádegisumferð hjá okkur og erum með ódýran og góðan heimil- ismat í hádeginu sem iðnaðarmenn, verkamenn og annað vinnandi fólk ætti að nýta sér. Hérna er dásam- legt að sitja og láta stjana við sig, hitta mann og annan og spjalla um liðna daga og komandi átök,“ seg- ir Guðrún og bætir við í lokin. „Við höfum líka verið að huga að því að bæta aðkomuna til okkar. Það þarf að laga bílastæðið og koma upp lýs- ingu á göngustígum hér í nágrenn- inu. Við höfum verið að herja svo- lítið á sveitarfélagið með þau at- riði,“ segir hún að lokum. þá Guðrún Kristjánsdóttir vert í Edduveröld til hægri ásamt Kristínu Guðlaugsdóttur starfsmanni. Gott sumar að baki í Edduveröld Í Namibíu í sunnanverðri Afríku er einnig að finna stóra eyðimörk. og flóðhestum undanskildum, en það eru mjög fá dýr í Vestur-Afr- íku því búið er að drepa mjög mik- ið af þeim fyrir mat,“ segir Þorkell. Stéttaskipting og fátækt er mikil í Afríku og reyndist það hópnum oft erfitt að horfa upp á það. „Þú sérð þetta víða um Afríku og þá kannski sérstaklega í stórum borgum. Þar finnur þú þvílíkar ísbúðir, pizzu- staði og aðra flotta veitingastaði, en ef þú keyrir í nokkrar mínútur ertu kominn á stað þar sem fólkið býr á götunni í þúsundatali. Stéttaskipt- ingin var mjög sýnileg þar. Einnig eru fáir staðir þar sem rafmagn er stöðugt og enn færri þar sem finnst rennandi vatn. Á fimm vikna tíma- bili komst ég ekki í sturtu án þess að hella yfir mig úr fötu. Þegar þú lærir að nota hana, þá er það þó fínt,“ segir Þorkell. Þorkell keyrði stóran hluta ferð- arinnar og segir vegi í Afríku ótrú- lega mismunandi. Það gerðist þó nokkuð oft að þau komust ekki yfir 15 km hraðann því vegirnir buðu ekki upp á meira og margir mal- bikaðir vegir voru með stórum holum. „Í allri Máritaníu er einn vegur malbikaður og við keyrð- um hann til enda. Ein bensínstöð er við þennan veg og annars ekki neitt nema fólk í bedúínatjöldum, enda er þetta eyðimörk,“ segir Þor- kell og bætir við: „Í Máritaníu er bannað að drekka áfengi, en samt fundum við bari. Ég fékk mér einn bjór til að geta sagt að ég hafi gert það. Lögreglunni er víst alveg sama um að útlendingar drekki og hirða bara um heimamenn. Barirnir eru hugsaðir fyrir erlenda sjómenn sem mikið er af í Máritaníu.“ Skaut úr byssu upp í loftið Erfitt er að skipuleggja svona ferð með miklum fyrirvara því aðstæð- ur geta breyst mjög hratt í Afríku. „Við spiluðum ferðina að vissu leyti eftir eyranu. Ætluðum til dæmis í gegnum Malí, í stað Gíneu og Fíla- beinsstrandarinnar, en þegar við vorum á leiðinni tóku íslamistar yfir norðurhluta landsins og Frakk- ar gerðu innrás í það. Við vorum þó búin að safna fullt af upplýsingum fyrir ferðina og vissum alltaf hvað við vorum að gera,“ segir Þorkell. Í mörgum löndunum sem þau fóru í gegnum er erfitt að fá vegabréfs- áritun. Vegna þessa er þetta eini hópurinn sem farið hefur á þessu ári um Vestur-Afríku og í fyrra fór enginn hópur. Eitt atvik er Þorkeli mjög minn- isstætt. Þá voru þau í bílnum í eft- irlitsstöð einni og einn af þeim for- vitnaðist um riffil lögreglumanns sem stóð við hliðina á bílnum. „Þá svaraði hann, þetta er G3 viltu heyra? Og við það sama skaut hann úr rifflinum upp í loftið. Hópur- inn sem fór saman í ferðina er sam- heldinn og mynduðust því sterk vinatengsl, enda vorum við sam- an á hverjum degi í hálft ár,“ seg- ir Þorkell. Á hálfsárs ferðalagi var mikið meira sem hópurinn upplifði á gamla breska herjeppanum. „Ég gæti haldið áfram að segja þér frá ferðinni í allt kvöld. Þetta voru sex mánuðir og við erum bara búnir að taka nokkur lönd fyrir,“ segir Þor- kell að endingu. sko Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem árlega er veitt afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Umsækjendur geta m.a. verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú. Þrjú verkefni eru tilnefnd og hlýtur eitt þeirra Eyrar- rósina, peningaverðlaun að upphæð 1.650.000 kr. og flugferðir hjá Flugfélagi Íslands. Hin tvö hljóta 300.000 kr. auk flugferða. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2013 og verður öllum umsóknum svarað. Eyrarrósin verður afhent í febrúar 2014. Umsóknir skal senda rafrænt til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is. Umsókn skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, tíma- og verkáætlun, upplýsingar um aðstandendur og fjárhagsáætlun. Allar nánari upplýsingar á vef Listahátíðar í Reykjavík: www.listahatid.is og í síma 561-2444.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.