Skessuhorn - 09.10.2013, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Nafn: Katla Guðlaugsdóttir.
Starfsheiti/fyrirtæki: Leikskóla-
kennari á leikskólanum Akraseli á
Akranesi.
Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý
með fjölskyldunni minni á Akra-
nesi.
Áhugamál: Ferðalög, handa-
vinna og svo auðvitað fjölskyldan
og vinirnir.
Vinnudagurinn: Miðvikudagur-
inn 2. október 2013.
Mætt til vinnu fyrsta verk. Ég
mætti klukkan 08.15 og það fyrsta
sem ég gerði í vinnunni var að
gefa börnunum morgunmat.
Klukkan 10? Þá var ég í foreldra-
viðtali.
Hádegið? Í hádeginu vorum við
að borða skyr og heimabakað
brauð á deildinni. Við fáum allt-
af góðan mat og brauðið er bak-
að á staðnum.
Klukkan 14? Þá vorum við úti í
garði að leika, í alveg yndislegu
veðri. Það var svo gott veður að
krakkarnir klæddu sig úr jökkun-
um.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Ég
hætti klukkan 16.15 og það síð-
asta sem ég gerði var að ganga frá
á deildinni.
Fastir liðir alla daga? Vikan er öll
skipulögð hjá okkur en samt allt-
af mjög fjölbreytt. Það er ákveðið
skipulag á hverjum degi og fastir
liðir, svo sem samvera og útivera,
en samt er enginn dagur eins.
Hvað stendur upp úr eftir
vinnudaginn? Þetta var frábær
dagur. Veðrið var gott og börn-
in skemmtileg og kát. Það var líka
gott að hitta jákvæða foreldra en
fyrri hluti dagsins fór í foreldra-
viðtöl.
Var dagurinn hefðbundinn? Nei
í raun ekki, þar sem ég var í for-
eldraviðtölum um morguninn og
þau eru bara tvisvar á ári.
Hvenær byrjaðir þú í þessu
starfi? Ég byrjaði árið 2009, strax
eftir útskrift. Ég hafði aldrei unn-
ið á leikskóla áður.
Er þetta framtíðarstarfið þitt?
Já, þetta er það sem mig langar að
vinna við í framtíðinni.
Hlakkar þú til að mæta í vinn-
una? Á hverjum degi.
Eitthvað að lokum? Það er mjög
góður andi á vinnustaðnum og
mjög skemmtilegt fólk sem vinnur
hér þannig að það er alltaf gaman
í vinnunni. Þetta er skemmtileg-
asti vinnustaður sem ég hef unn-
ið á.
Dag ur í lífi...
Leikskólakennara
Eins og margir vita er stærstur hluti
húsakosts Sementsverksmiðjunnar
á Akranesi ekki í notkun lengur eft-
ir að sementsframleiðslu var hætt.
Miklar vangaveltur eru um hvað
eigi að gera við mannvirkin. Mest-
ar líkur hafa verið taldar á að þau
verði rifin, jafnvel innan fárra ára,
en um það eru þó ekki allir á einu
máli. „Það er algjör óþarfi að rífa
alla verksmiðjuna. Það þarf vissu-
lega að rífa einhverjar byggingar
en alls ekki allar,“ segir Valey Bene-
diktsdóttir innanhússarkitekt. „Það
er alveg hægt að nota þær háu fjár-
hæðir sem færu í niðurrif og förg-
unarkostnað til að gera mannvirk-
in upp þannig að þau þjóni nýju
hlutverki. Það væri vel hægt að
nota upprunalegu grindina í hús-
unum og breyta þeim í hvað sem
er. Skemmtilegast væri að Akra-
neskaupstaður myndi efna til sam-
keppni og nota svo bestu hugmynd-
ina,“ segir Valey sem sér marga
möguleika felast í byggingunni og
staðsetningu hennar við sjóinn, á
besta stað á móti suðri. „Fallegt úti-
vistasvæði gæti tekið við af gömlu
sandgryfjunni. Það eru mörg dæmi
þess erlendis að verksmiðjum hafi
verið breytt til hins betra á þenn-
an hátt,“ segir þessi ákveðna Skaga-
kona í samtali við Skessuhorn.
Náði sér í menntun
og mann
Valey lærði innanhússarkitektúr í
American Intercontinental Univer-
sity í London og lauk BA og BFA
prófi með hraði því hún lauk fjög-
Sér möguleika í að nýta hús Sementsverksmiðjunnar
Rætt við Valeyju Benediksdóttur innanhússarkitekt á Akranesi
urra ára námi með prýðiseinkunn
á aðeins tveimur árum. „Þetta er
hægt á skömmum tíma með því að
taka sumarannir og aukafög á vet-
urna,“ segir Valey sem greinilega
vílar ekki hlutina fyrir sér. Hún
fann ekki einvörðungu réttu náms-
leiðina í London heldur fann hún
þar einnig ástina. Kynntist eigin-
manni sínum Stephen John Watt
frá Nýja Sjálandi. Eftir að hafa starf-
að við innanhússarkitektúr í Lond-
on í eitt ár lá leiðin aftur á æsku-
stöðvarnar á Akranesi. Þar býr Va-
ley nú ásamt Stephen og börnunum
þeirra; Mattheu Kristínu, Christian
Sturra og Ethan Agnari.
Neðri Skaginn
Valey er alin upp á Neðri Skaganum
hjá foreldrum sínum þeim Benedikt
Jónmundssyni og Mattheu Kristínu
Sturlaugsdóttur. Gamli miðbærinn
og Neðri Skaginn er Valeyju mjög
hugleikinn og það kom því aldrei
annað til greina en að flytja aftur í
þann bæjarhluta þegar heim til Ís-
lands var komið. „Það er mikil-
vægt að hvert bæjarfélag eigi falleg-
an miðbæ. Þá er ekki síður mikil-
vægt að viðhalda og gera upp gaml-
ar byggingar á Neðri Skaganum,
ekki síður en að byggja nýjar,“ seg-
ir Valey sem sér fyrir sér spennandi
breytingar þegar hún horfir á sum
húsin sem þarfnast viðhalds. „Það
er ekki endilega nauðsynlegt að
henda öllu út, heldur tvinna sam-
an gamalt og nýtt. Stundum er þó
ódýrara að breyta alveg en að lag-
færa hlutina. Verkefni Valeyjar eru
stór og smá og flest hafa þau verið á
Akranesi, í Borgarnesi og á Reykja-
víkursvæðinu. Verkefnin hafa verið
allt frá því að aðstoða einstaklinga
eða fyrirtæki með lita- og efnisval,
hönnun húsgagna, hönnun innrétt-
inga og aðstoð við hönnun á grunn-
fleti nýrra húsa. Allt frá einfaldri
ráðgjöf í gegnum netið, upp í ferli
sem nær frá teikniborðinu og fram
til þess að iðnaðarmenn hafa lok-
ið sínu. „Það er mjög mikilvægt að
vera með góða iðnaðarmenn. Það
sparar tíma og peninga að fá fag-
menn í verkið.“ Eins og hjá fleirum
í greininni fækkaði verkefnum Va-
leyjar eftir að kreppan skall á en nú
hefur verkefnum fjölgað á ný sem
er ánægjulegt.
Íslendingar
eru fagurkerar
Á þeim tímapunkti þegar Valey flutti
heim kom ekki til greina að flytja til
Nýja-Sjálands á heimaslóðir eigin-
mannsins hvað sem síðar verður.
„Auðvitað togar Nýja-Sjáland allt-
af í Stephen enda á hann þar stóra
fjölskyldu, en hann er næstyngst-
ur 17 alsystkina og flest þeirra búa
þar og foreldrar hans einnig,“ Seg-
ir Valey. „Íslendingar hafa meiri
þörf fyrir innanhússhönnun en t.d.
Bretar og Nýsjálendingar. Við Ís-
lendingar erum alltaf að bjóða heim
en Bretarnir hittast meira á pöbb-
um eða veitingahúsum. Á Nýja Sjá-
landi er allt annað veðurfar svo þar
hefur fólk ekki eins mikla þörf fyrir
að hreiðra um sig innandyra,“ seg-
ir Valey. Hún segir Íslendinga jafn-
framt vera mikla fagurkera og við
fylgjumst vel með straumum og
stefnum. „Íslendingar eru þó ögn
íhaldssamir hvað varðar efni og
litaval. Við erum svolítið föst í þess-
um hvítu tónum. Bretar eru frjáls-
legri í litavali og tilbúnari til að
lífga upp á umhverfið með litum.
Eins finnst mér efnismiklar gardín-
ur vera á undanhaldi, sem er synd
því þær gera svo mikið fyrir hljóð-
vistina,“ segir hún.
Blaðamaður spyr Valeyju að
endingu hvert sé draumaverk-
efnið hennar? „Öll verkefni eru
skemmtileg, skemmtilegast er þó
þegar ég fæ svolítið frjálsar hendur
hvað varðar efnisval og innra skipu-
lag. Draumaverkefnið væri að vera
með í hönnun og byggingu húss á
Niðurskaga frá upphafi til enda.“
Hægt er að sjá ýmis verk eftir Va-
leyju á Fésbókarsíðu hennar.
bs
Afar praktískt húsbónda-stofuborð, hannað af Valey Benediktsdóttur. Trésmiðja
Akraness smíðaði borðið.
Valey Benediktsdóttir innanhúss-
arkitekt.
Valey að hanna í tölvunni.
Valey og eiginmaður hennar Stephen John Watt.
Glæsilegt eldhús hannað af Valeyju.