Skessuhorn


Skessuhorn - 09.10.2013, Side 26

Skessuhorn - 09.10.2013, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013 Aldrei verið alveg gift - en oft hefur nærri legið Vísnahorn Eftir Sigfús Þorsteinsson er þetta ágæta kvæði og birt í bók hans Veðraskilum sem kom út árið 2000: Nú er sumarið gengið um garð. Grátt er hið mislynda haust. Ég sá ekki hvað af sólinni varð en sakna’ ennar endalaust. Sumarið gaf mér þá gjöf sem ég geymi í bjósti mér, að elska uns geymist í gröf það sem gott og fagurt er. Nú sumarið sefur rótt á svæfli sem haustið gaf. Við skulum hafa hljótt, svo við höfum veturinn af. Svona til að fyrirbyggja misskilning er rétt að taka það fram að eftirfarandi erindi er orðið nokkurra áratuga gamalt þó einhverjum kynni að detta í hug að það væri afrakstur sumarsins en um höfundinn veit ég ekki: Sólin er farin veg allrar veraldar, en vegur allrar veraldar verður þó aldrei genginn í sólskini. Það er aldrei gott að vera með einhvern óþarfa hávaða og læti en stundum er hægt að láta skiljast hvað menn meina. Guðmundur Sigurðsson á Höfða í Eyjahreppi orti að af- stöðnum réttum: Réttahátíð hopar frá, hik á kátum bögum. Harmagráti herðir á haust með sláturdögum. Það er nú svo með sláturafurðir okkar sem og fleira gott að varan selur sig ekki sjálf (ja, allavega ekki fyrr en menn fer að svengja). Hreiðar Karlsson mun hafa ort þessa gagn- merku auglýsingu sem sannarlega minnir okkur á lögmálið um framboð og eftirspurn: Meydómur sem fyrnast fer flestum eykur byrði. -Nautakjötið okkar er einnig lítils virði. Þegar Andrés Jóhannesson frá Sturlu Reykj- um var ungur maður í Reykholtsskóla voru þar að sjálfsögðu einnig ungar og girnilegar stúlkur víðs vegar að af landinu. Hafði Andrés nokkuð gaman af að gantast við þær skólasyst- ur sínar og lét töluvert af færni sinni í ástalíf- inu eða því tungumáli sem á þeim tíma var stundum kallað rúm-enska. Ein skólasystir hans stakk þá að honum eftirfarandi: Ævilán mitt yrði nóg ef ég mætti bara einu sinni, Addi Jó uppí til þín fara. Ekki veit ég hver orti næstu vísu en hann hef- ur greinilega ekki ætlað að bogna undan mót- lætinu þó kærastan væri eitthvað snúin við hann: Þó að bregðist Manga mér mun eg lítið kveina. Guð á margar Gunnur sér og getur lánað eina. Maður nokkur sem kenndur var við Hjalla í Ölfusi var í þingum við stúlku sem Anna hét en hætti við hana og tók síðan saman við aðra. Þá kvað Aðalsteinn Höskuldsson: Fagra Anna farðu vel fann ég þína galla. Ég ætla að nota í aðra vél öxulinn frá Hjalla. Þetta blessað sjálfsmennskubrölt hefur lengi loðað við okkur Íslendinga þó ekki hafi allar okkar tilraunir í lífsbaslinu gengið eins og við hugðum í upphafi. Ekki veit ég hver orti eftir- farandi lýsingu á fyrstu sambúðartilraun sinni en það er nú aukaatriði því lýsingin er mjög svo trúverðug: Hér skal pára hörkudár hunds á nára skitinn. Sautján ára keypti ég klár hvur var grár á litinn. Hann var frár og hann var knár hófasmár og þýður, fjárans ári yndæll klár apalgrár og fríður. Rauður á hár og reynslusmár romms á tári hresstur sautján ára á sjálfs míns klár sótti ég Láru vestur. Sættu dári þöglar þrár en það er af Láru að segja að sautján ára í húð og hár hún var klárust meyja. Gróflega párað glens og dár garms af nára sneið ég en sautján ára oft það vár út með Láru reið ég. Lauguðu tárin ljósar brár, losnuðu í nárum hárin er sautján ára, gugginn grár grét ég Láru og klárinn. Væntanlega hefur viðkomandi aðili átt eft- ir einhverjar fleiri tilraunir í þessum málum og vonandi betur lukkaðar en um stúlku sem kom í þriðja sinn heim í foreldrahús eftir mis- heppnaða sambúðartilraun orti Birgir Hart- mannsson: Þú hefur glösum lífsins lyft, ljúfar ástir þegið aldrei verið alveg gift -en oft hefur nærri legið. Snæbjörn Kristjánsson í Hergilsey var eitt sinn á yngri árum sínum við fjárgæslu í eyðieyju, hafði þá ekki með sér ritföng en orti nokkrar vísur og með þessari lýsir hann ástandinu: Hér er hvorki blek né blað, böl er til að vita, stökur gleymast, af því að ekki er hægt að rita. Ekki veit ég hverjum Einar Sveinn Frímann sendi eftirfarandi skeyti en örugglega hafa margir fengið ljótari kveðjur en þessa: Óska ég þess ljóst og leynt að lán þitt aldrei þverri. Þó ekki sértu engill beint eru ýmsir djöflar verri. Annar ágætismaður fékk þessa afmæliskveðju frá Sigfúsi Jónssyni: Hegðun þín mér þykir tæp. Þyrfti bót að mæla þér. Mér finnst ég bara fremja glæp fari ég að hæla þér. Ætli sé svo ekki best að fara að krunka botn- inn í þáttinn með þessari: Krunka ég prunkinn karlinn minn þó kranka skanka beri og þynnkulinka í þetta sinn þankann blankan geri. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Mánudaginn 14. október næstkom- andi eru 90 ár liðin frá hrppsnefnd- arfundi Hreppsnefndar Borgar- neshrepps sem þá hét og haldin var á skrifstofu Sparisjóðs Mýra- sýslu. Fyrir þeim fundi lágu þrjú mál til afgreiðslu og var eitt þeirra að koma á fót slökkviliði hrepps- ins sem gert var á fundinum. Var Bjarni Guðmundsson járnsmiður skipaður slökkviliðsstjóri og Magn- ús Jónasson bifreiðastjóri hans varamaður. Forsöguna má rekja til hreppsnefndarfundar sem haldin var fimmtudaginn 2. marz 1922 en á þeim fundi lagði oddviti hrepps- ins fram bréf frá Stjórnarráði Ís- lands þar sem Borgarneshreppur var skyldaður til að kaupa slökkvi- dælu samkvæmt lögum Brunabóta- félags Íslands. „Samþykkt að kaupa brunadælu,“ eins og segir í fund- argerð hreppsnefndar frá þess- um tíma. Lítið gerðist hinsveg- ar í þessum málum til 14. október 1923 þegar Slökkviliði Borgarnes- hrepps var formlega komið á fót og handknúin brunadæla keypt fyrir slökkviliðið. Í tilefni þessara tímamóta verður opið hús á slökkvistöðvum Slökkvi- liðs Borgarbyggðar laugardaginn 12. október 2013 eins og hér segir: Í Slökkvistöðinni í Borgarnesi frá kl 14:00 – 18:00. Í Slökkvistöðinni á Hvanneyri frá kl 14:00 – 17:00 og í Slökkvistöðinni í Reykholti frá kl. 14:00 – 17:00. -fréttatilkynning Nú líður að hinni fjölbreyttu menn- ingar- og listahátíð á Akranesi sem haldin er á ári hverju en Vökudag- ar hefjast 30. október næstkom- andi. Hátíðin mun standa yfir í ell- efu daga að þessu sinni og lýkur 9. nóvember. Vökudagar hafa verið haldnir undanfarin ár í bænum og eru orðnir að föstum lið í menn- ingar- og listalífinu á Akranesi. Að vanda verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg en Anna Leif Elí- dóttir, verkefnastjóri menningar- mála, hefur umsjón með Vökudög- um þetta árið. „Það verður mikið um að vera og alls kyns fjölbreytt- ir viðburðir. Í ár kemur Skaga- leikflokkurinn til dæmis til með að frumsýna leikgerð sem heitir Sagnakonan, um Guðnýju Böðv- arsdóttur. Frumsýningin verður einmitt á dánardægri hennar, þann 7. nóvember. Það verða einnig ljós- myndasýningar, myndlistarsýn- ing, tónleikar, fyrirlestur um sam- félagið innan Víkings AK og fleira. Svo verður svokallað „Pub quiz“ eða spurningakeppni úr sögu Akra- ness í Stúkuhúsinu. Þetta verður svona fræðslu- og spurningakvöld sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara,“ segir Anna Leif. Hátíðin verður með sama sniði og áður og ættu allir að geta fund- ið eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin og viðburðir hafa orðið viðameiri með hverju árinu og hefur þátttaka fyrirtækja og stofnana aukist jafnt og þétt og hafa Vökudagar not- ið vaxandi vinsælda meðal bæjar- búa. „Við erum að sækjast eftir því að fólk komi með einhverja við- burði sjálft. Þannig að ef einhver er tilbúinn til að vera með opið hús eða opnar vinnustofur, þá yrði það mjög skemmtilegt. Til dæm- is ef bílskúrshljómsveit er tilbúin að halda tónleika í bílskúrnum, þá gæti það verið alveg frábært. Við hvetjum alla til að vera með, bæði hópa, félagasamtök og einstaklinga, ef það er einhver með fjáröflun eða kökubasar, bara allt sem er í gangi þá endilega að hafa samband,“ seg- ir Anna Leif að lokum. Þeir sem hafa áhuga á að vera með viðburði geta sent upplýs- ingar um þá á netfangið anna.leif. elidottir@akranes.is í síðasta lagi 10. október. Bæklingur með dag- skrá Vökudaga verður aðgengi- legur á vefsíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is grþ Vökudagar framundan á Akranesi Haldið upp á 90 ára afmæli slökkviliðs Tveir af forsvarsmönnum Slökkviliðs Borgarbyggðar í dag; Jökull Fannar Björns- son og Bjarni Kristinn Þorsteinsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.