Gaflari - 03.04.2014, Page 8
8 - gaflari.is
Birna Björnsdóttir, sjúkraflutninga-
maður og þríþrautakona er gaflari
vikunnar. Birna hefur búið í Hafnar-
firði síðustu 16 ár. Birna ólst upp á
Höfn í Hornafirði, fluttist svo til Ak-
ureyrar, en þegar hún var 14 ára flutti
fjölskyldan í Garðabæ. Þá hafði hún
lengi sótt í íþróttirnar hingað suður
yfir lækinn. Birna fór að æfa sund
með SH þegar hún flutti suður og átti
hún átti glæstan sundferil framund-
an þegar hún veiktist alvarlega á
Smáþjóðaleikunum á Möltu árið
1993, en þar var hún tvítug að keppa
fyrir Íslands hönd í bringusundi og
skriðsundi.
Afdrifaríkir Smáþjóða-
leikar
Birna fékk svo heiftarlega matareitr-
un á Möltu að hún var meira og minna
frá íþróttaiðkun í tvö ár. „Þetta var
mjög líklega smit úr kjúklingi sem
hafði smitast á milli matvæla. Ég
hafði ekki borðað kjúkling, ég borð-
aði aðallega pasta og grænmeti en
þessu var öllu stillt upp á borð í stóru
tjaldi sem við borðuðum í. Þetta var
ekki mjög snyrtilegt og salmónellu-
sýkingin hafði borist í fleiri rétti en
kjúklinginn. Sem betur fer hafði ég
nánast lokið keppni þegar ég veikist.
Ég var slöpp síðasta keppnisdaginn,
en svo varð ég alltaf veikari og veik-
ari. Ég lá t.d. fyrir í flugvélinni og ég
var sett í hjólastól þegar flugvélin
lenti í Keflavík og mér trillað í gegn-
um fríhöfnina. Pabba leist ekki á
blikuna þegar hann sá mig og keyrði
mig beint á bráðamóttöku. Þar lá ég
í fimm daga, mikið veik og missti átta
kíló á tveimur sólarhringum.“
Birna var að berjast við sýkinguna
næstu sex mánuði og stöðugt á
sýklalyfjum. Læknarnir voru við það
að gefast upp þegar þeir ákváðu að
gefa Birnu lyf sem aldrei hafði verið
gefið áður og þá fyrst fór henni að
batna. „Á þessu hálfa ári var ég alltaf
að reyna að byrja að æfa, hafði enga
orku, hvíldi og reyndi meira en gekk
illa og var andlega orðin mjög þreytt.
Tveimur árum síðar gafst ég endan-
lega upp og ákvað að kúpla mig út úr
sundinu.“
Grenjaði allan tíma í
stúkunni
Það var fyrir tilviljun að Birna fór að
æfa hlaup af fullum krafti. Ragnheið-
ur Ólafsdóttir, þjálfari FH, vissi af
baráttu hennar eftir Smáþjóðaleik-
ana og hún hvatti Birnu til að koma á
frjálsíþróttaæfingu. Skömmu seinna
var hún komin í keppnislið FH og í
landsliðið. Á þessum árum hljóp Birna
aðallega millivegalengdarhlaup, 800
og 1500 metra hlaup og náði glæsi-
legum árangri. Næstu tvö árin fóru í
að æfa og keppa á fullu með FH. Árið
2000 eignaðist Birna sitt fyrsta barn,
Daníel Inga. „Ég lét það samt ekki
stoppa mig og fór til Kýpur með
landsliðinu 2001 á Evrópubikarmót
landsliða. Þá var Daníel Ingi, átta
mánaða gamall, ég hljóp hraðast
og var valin í liðið og það var ekki
um neitt annað að ræða en að taka
hann með mér,“ segir Birna hlæjandi.
„Þegar kom að upphitun var ég búin
að gefa honum og svæfa, en rétt áður
en hlaupið var ræst vaknaði drengur-
inn, engin mamma á svæðinu og hann
grét svo hátt í stúkunni að ég heyrði
í honum niður á hlaupabraut. Þetta
var ekki góð tilfinning, Jón Arnar
Magnússon, fyrrum frjálsíþrótta-
maður, tók hann upp á sína arma
þarna í stúkunni og hossaði honum og
það dugði í nokkrar sekúndur en mér
leið skelfilega, ég heyrði í honum alla
átta hundruð metrana.“
Sjálfstæð og uppá-
tækjasöm
Eftir þetta dró Birna sig í hlé frá
frjálsunum. Birna eignaðist yngri son
sinn, Andra Jón, tveimur árum síðar
og eftir fæðingarorlof dreif hún sig í
nám. Hún lærði félagsráðgjöf við Há-
skóla Íslands og lauk námi þaðan árið
2008. Þá hóf hún störf sem slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningsmaður hjá
Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins
(SHS). Það var þó ekki í fyrsta sinn,
því hún hafði áður unnið hjá slökkvi-
liðinu. Þá voru tvær konur starfandi
hjá slökkviliðinu. „Ég þurfti að hætta
eftir sex mánaða starf, því þetta
gekk ekki upp með lítið barn. Ég var
mjög ósátt við að þurfa að hætta og
var í raun í mörg ár að jafna mig, eða
alveg þar til ég sótti aftur um 2008.
Ég veit ekki af hverju þetta starf heill-
aði mig svona, mér fannst þetta alltaf
spennandi og áhugavert,“ segir Birna
hugsandi og svo virðist sem enginn
hafi haft áhrif á hana, því ekki þekkti
hún til starfsins áður né nokkurs sem
hafði starfað sem slökkviliðsmaður.
Erum ekki að skutla og
skrapa
Birna sér ekki eftir að hafa valið
þennan starfsvettvang, enda nýtur
hún vinnunar til botns. Jafnvel þó
að mikil óvissa ríki um sjálft starfs-
umhverfið. Samningar um rekstur
SHS hafa verið lausir nú í tæp tvö
ár og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
og yfirlýsingar um sáttarvilja hafa
samningar ekki enn tekist milli ríkis-
ins og sveitarfélaganna. Birna hefur
áhyggjur af gangi mála því mikilvægt
er að starfsemin sé í öruggum hönd-
um. Á meðan haldi slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn áfram að sinna
störfum sínum af kostgæfni. „ Það
er búið að sýna fram á að það kostar
ríkið minna að reka slökkviliðið og
sjúkraflutningana saman, og er það
ekki það sem skiptir máli í því árferði
sem nú er? Hlutlaus aðili gerði úttekt
á rekstrinum og þar kom skýrt fram
að aðskilnaður er bæði dýrari og
að þjónustan muni skerðast. Það er
verulegt áhyggjuefni. Það má heldur
ekki horfa framhjá allri þeirri reynslu
og þekkingu sem við slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn höfum. Við
erum ekkert að skutla og skrapa – við
erum að vinna erfiða vinnu og það býr
mikil þekking og reynsla innan liðsins.
Það er gjörólíkt að vinna á vettvangi
og á spítala og á vettvangi slysa erum
við sérfræðingarnir. Það gleymist í
þessu öllu saman. Læknirinn var tek-
inn af bílnum og það hefur ekki verið
hægt að sýna fram á að þjónustan
hafi orðið lakari við það. Við höfum
auðvitað alltaf aðgang að lækni í
gegnum fjarskipti og getum kallað
hann til. Í einhverjum tilfellum getur
læknir gert meira en bráðatæknir, en
það hefur ekki komið upp ennþá.“
Ein með 120 karlmönnum
Það vakti einmitt athygli síðasta
sumar þegar Birna og samstarfskona
hennar keyrðu sjúkrabíl saman. Það
hafði aldrei áður gerst í sögu sjúkra-
flutninga á Íslandi. Í dag er Birna
eina konan sem starfar hjá SHS, því
sú sem keyrði bílinn með henni var
bara í sumarafleysingum, en Birna
vonast til að hún komi aftur. Og von-
andi einhverjar fleiri, það hristir að-
eins upp í þessu, eins og Birna segir
og nú skellihlæjum við. Hún segir
starfið vera mikið karlastarf. „Þetta
er erfitt starf, bæði andlega og
líkamlega, þá sérstaklega slökkvi-
liðsþátturinn. Maður þarf að vera í
góðu formi, þetta er rosalegur burð-
ur og við þurfum að vera vel byggðar,
því við erum ekki eins sterkar. Við
konur þurfum að halda okkur í góðu
formi og ég hugsa að við þurfum að
hafa miklu meira fyrir því. Í dag er ég
í þríþrautinni og æfi ca 12-16 tíma á
viku, og þá er ég að hjóla, hlaupa og
synda og tek inn á milli styrktaræf-
ingar. Æfingarnar mega ekki vera
einhæfar. Svo var ég að klára einka-
þjálfararéttindin, e.t.v. geri ég eitt-
hvað með þau í framtíðinni.“
Ekki bara best í Hafnar-
firði
Mér er orðið alveg ljóst að konan
sem situr á móti mér er í súper formi
og mikil keppniskona í eðli sínu. Og
Ein með 120 karlmönnum
GAFLARI VIKUNNAR
Birna Björnsdóttir, sjúkraflutningamaður og þríþrautarkona ársins er gaflari vikunnar.