Gaflari - 03.04.2014, Page 9

Gaflari - 03.04.2014, Page 9
gaflari.is - 9 hún hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir, því þríþrautin er tiltölulega nýtt sport hér á landi og ekki margir sem stunda það, þaðan af síður kon- ur. Birna byrjaði í þríþrautinni fyrir þremur árum og hefur verið valin þríþrautarkona ársins síðustu tvö ár. Þríþraut er enginn barnaleikur og snýst um að hjóla, hlaupa og synda ákveðnar vegalengdir og þær geta skipt tugum. Hún hefur unnið öll mót sem hún hefur tekið þátt í og er stiga- meistari bæði hjá félaginu í Hafnar- firði, 3SH, og á landsvísu. Hún er því ekki bara best í Hafnarfirði heldur á landinu öllu. Vill ekki láta íþróttirnar stjórna lífinu Birna ætlaði löngu að vera hætt í öll- um keppnisíþróttum en einhvern veg- inn virðast þær toga í hana. Kannski ekki að furða því hún lifir og hrærist í íþróttunum á einn eða annan hátt. Eiginmaðurinn, Egill Ingi Jónsson, er Garðbæingur, fyrrum skíðamaður sem æfði með ÍR í gamla daga. Hann starfar í dag sem skíðaþjálfari og er nýkominn heim frá Vetrarólympíuleik- unum í Sochi, en þangað fór hann sem aðstoðarþjálfari skíðalandsliðsins. Daníel Ingi, eldri sonurinn, sem á að fermast núna í maí, er á kafi í íþrótt- um, æfir frjálsar, enda spretthraður með eindæmum, fótbolta með FH og skíði með Breiðablik. Andri Jón er að æfa klifur, en hann skilur ekki alveg þessa hreyfiþörf fjölskyldunn- ar. Hann er allt öðruvísi en við,“ segir Birna brosandi. „Hann stendur fastur á sínu og þegar hann var lítill spurði hann okkur Egil hvort allir þurfi alltaf að vera í íþróttum? Þeir eru gjörólíkar persónur strákarnir mínir tveir, Andri Jón er að læra á píanó og ætlar að verða leikari og Daníel Ingi er aktív- ur í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Það var hins vegar Axel bróðir hennar, sem býr í Bandaríkjunum, sem kom henni á bragðið með þríþrautina. Hann var kominn á kaf í sportið og hvatti Birnu óspart til að prófa. „Og þar með var ég komin á fulla ferð. Ég verð að gera allt almennilega, taka allt með trompi, en þetta tekur mik- inn tíma. Mér finnst vera kominn tími til að slaka á og bara vera með. Ég er búin að vera í keppnisíþróttum frá því ég var 11 ára gömul. Stundum finnst mér ég þurfa að stoppa og prófa eitt- hvað annað í lífinu, eins og t.d. golf,“ segir Birna og er hugsi. „Þú verður nú farin að keppa í því áður en þú veist af,“ skýtur blaðamaður inn í. „Já, líkleg- ast,“ segir Birna og skellihlær. „Golfið er sniðug fjölskylduíþrótt og mig langar til að vera bara fyrir mig. Ég vil ekki láta íþróttirnar stýra lífi mínu lengur.“ Mætumst í dyrunum Þegar hér er komið við sögu þá liggur beinast við að spyrja um fjölskyldulíf- ið, hvernig vaktavinna og stíft æfinga- prógram fari með því. Birna segir þau öll vera orðin vön vaktavinnunni. Hún hafi t.d. verið á vakt öll síðustu jól. Þá brá fjölskyldan á það ráð að hringja inn jólin klukkan fjögur á aðfangadag og því búin að sporðrenna jólasteik- inni og opna pakkana löngu á undan öllum hinum. „Strákarnir voru ánægðir með það. Á jóladag er síðan öllum fjöl- skyldum starfsmanna boðið á vaktina til okkar. Þar borðum við saman alls konar kræsingar og gerum eitthvað skemmtilegt. Þá vona allir að ekki komi til útkalls. En já, þetta er auðvit- að allt saman pínu púsluspil, við hjónin vorum einmitt að hlæja að þessu um daginn að nú mætumst við bara í dyr- unum. Egill var í Rússlandi, ég var að koma heim úr æfingabúðum á hjólinu á Tenerife, hann er núna á skíðamóti á Akureyri og við hittumst því sjaldan þessa dagana. Það er einna helst að við náum að slaka á saman fyrir fram- an sjónvarpið – þar hittumst við,“ segir Birna með jafnargeði. „Álagið kemur í törnum og þessi samvera verður að duga í bili.“ Lesa má nánar á gaflari.is m í vinnunni „Við erum ekkert að skutla og skrapa – við erum að vinna erfiða vinnu og það býr mikil þekking og reynsla innan liðsins. Það er gjörólíkt að vinna á vettvangi og á spítala og á vettvangi slysa erum við sérfræðingarnir. Það gleymist í þessu öllu saman.“

x

Gaflari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gaflari
https://timarit.is/publication/1097

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.