Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. janúar 2014 PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í HAFNARFIRÐI Laugardaginn 1. febrúar n.k. fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram í Víðistaðaskóla kl. 10.00-18.00 Þátttökurétt í prófkjörinu eiga: a) Allir fullgildir meðlimir sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði sem eru þar búsettir. b) Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í Hafnarfirði við sveitastjórnarkosningar og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í Hafnarfirði fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá. Kjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prófkjörinu fer fram sem hér segir: Valhöll, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík: Alla virka daga frá 20. til 31. janúar 2014, kl. 9-17. Hrafnistu DAS - föstudaginn 31. janúar 2014, kl. 15-16. Kjörskrá liggur frammi við utankjörfundaratkvæðagreiðslu og við prófkjörið. Kjósendur skulu framvísa persónuskilríkjum. Frekari upplýsingar tengdar prófkjörinu má finna á vefnum www.xd.is/profkjor ATKVÆÐASEÐILL Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, 1. febrúar 2014. Sævar Már Gústavsson, formaður ÍH Unnur Lára Bryde, viðskiptafræðingur. Geir Jónsson, bæjarfulltrúi. Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi. Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi. Kristín Thoroddsen, ferðamálafræðingur. Ingi Tómasson, varabæjarfulltrúi. Pétur Gautur, myndlistarmaður. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri. ATHUGIÐ. Kjósa skal 6 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Kosið skal með því að setja tölustafina 1 til 6 fyrir framan nöfn frambjóðenda. Þannig skal kjósandi setja töluna 1 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem hann óskar að hljóti fyrsta sætið í prófkjörinu, töluna 2 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti annað sætið í prófkjörinu, töluna 3 fyrir framan nafn þess sem hann vill að hljóti þriðja sætið í prófkjörinu og þannig koll af kolli þar til kosnir hafa verið 6 frambjóðendur. Kjósið 6 frambjóðendur í töluröð Aukið fjármagn til skólastarfs - umbylting í upplýsingatækni Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 2014 er gert ráð fyrir auknu fjármagni til skóla bæjarins, leik­ skóla, grunnskóla og tón listar­ skóla. Í þessu felast tímamót eftir þær aðhaldsaðgerðir sem fylgdu hruninu. Mark miðið er að bæta þjónustu og náms­ árang ur með eftirtöld­ um aðgerðum: • Styttingu sumarlok­ un ar leikskóla úr fimm vikum í fjórar. • Fjölgun kennslu­ stunda í grunnskólum, öll aldursstig verða með fimm svokallaðar skipti­ stundir á næsta skólaári, en þær eru nú þrjár í 1.­7. bekk en fimm í unglingadeild. • Umbyltingu í upplýsinga­ tækni. Endurnýjun tölvubúnaðar hófst í fyrra en nú eru ætlaðir verulegir fjármunir til kaupa á tölvum og skjávörpum sem og uppsetningu þráðlausra neta, hugbúnaðarkaupa og annars sem með þarf. • Sérstökum sjóðum til að styðja verkefni sem miða að nýsköpun og bættu skólastarfi. • Auknum stuðningi við ný ­ búa börn. Mikill áhugi er á því að auka notkun nútíma upplýsingatækni við kennslu. Það mál snýst reyndar ekki bara um kaup á tækjabúnaði held ur hagnýtingu tækn­ innar til að gera bæði nám og kennslu áhuga­ verðari og árangurs­ ríkari. Starfs hópar fag­ fólks hafa verið settir á fót til að meta hvernig standa beri að þessum málum í bæði leik­ skólum og grunnskólum. Tónlist­ ar skólinn fær fjármagn til að nýta tölvutækni til tónlistarnáms en ör þróun er á því sviði. Gert er ráð fyrir að innan þriggja ára verði skólar í Hafnarfirði í fremstu roð hvað upplýsingatækni varðar. Ég bind vonir við að það ásamt öðrum ráðstöfunum sem unnið er að muni gera gott skólastarf í Hafnarfirði enn betra. Til ofangreindra verkefna er varið rúmum 150 milljónum króna á þessu ári. Því til viðbótar kemur aukið fjármagni til viðhalds húsnæðis og búnaðar sem nú er að hluta fært undir fræðslusvið þannig að skjótar megi bregðast við þegar skyndi­ leg þörf skapast, t.d. vegna bilana í búnaði. Tvennar framkvæmdir eru á dagskrá nýbyrjaðs árs, annars vegar síðari áfangi Áslandsskóla með fjórum kennslustofum og íþróttasal og hins vegar undir­ búningur að byggingu nýs leik­ skóla við Bjarkarvelli. Fyrri framkvæmdin er reyndar háð því að samkomulag náist við eig­ endur Áslandsskóla sem byggð­ ur var í einkaframkvæmd árið 2001. Leikskólann við Bjarkar­ velli er áætlað að taka í notkun haustið 2015. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingar og formaður fræðsluráðs. Eyjólfur Þór Sæmundsson 58 útskrifuðust frá Flensborgarskóla Snorri Rafn Theodórsson varð hæstur með 9,77 í einkunn Þann 21. desember sl. voru 58 nemendur útskrifaðir frá Flensborgarskólanum. Tæpur helm ingur nemendanna lauk námi á þremur og hálfu ári, þar af einn á þremur. 13 voru á íþrótta afrekssviði allan tímann. 16 á félagsfræðabraut, sex af málabraut, 23 af náttúru fræði­ braut, sjö af viðskipta og hag­ fræði braut. Fjórir luku fjölmiðla­ tækni. Snorri Rafn Theodórsson var með hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi sem reiknuð hefur verið í skólanum og telst Dux Scholae á þessari útskrift með einkunnina 9,77. Lj ós m .: Lá ru s K ar l I ng as on Í könnun sem Capacent hefur gert fyrir 16 stærstu sveitarfélög landsins kemur fram að 90% bæjarbúa eru ánægðir að búa í Hafnarfirði og eykst ánægjan frá síðustu könnun. Fólk með milljón kr. eða meira á mánuði er ánægðast. Það vekur athygli að þegar spurt er um gæði umhverfis í nágrenni við heimili svarenda kemur í ljós að 19,2% svarenda í bænum eru óánægðir en 66,5% ánægðir. Aðeins 4 sveitarfélög fá lakari niðurstöðu og nágranna­ sveitarfélagið Garðabær fær mun betri niðurstöðu! Afstaða til skipulagsmála ber vott um óvissu. Ánægjan er aðeins 37% og óánægjan er 26%. Heildarviðhorfin hafa verið nær eins frá 2008 en mjög ánægðum og mjög óánægðum hefur fækkað. Þegar spurt er um þjónustu við grunnskóla og leikskóla kemur í ljós að þeir sem nýta þá þjónustu eru almennt ánægðari en þeir sem ekki nýta þjónustuna. Þetta á við líka um aðstöðu til íþrótta­ iðkunar sem 82% eru ánægðir með. Þegar kemur að afstöðu til þjónustu við aldraða og fatlaða snýst dæmið við og notendur eru óánægðari en hinir. 67% svarenda eru ánægðir með þjónustu leikskólanna en 9% óánægðir. 65% eru ánægð ir með þjónustu grunn skólanna og 8% óánægðir. Um helmingur er ánægður með þjónustu við fatlað fólk og við aldraða en ánægja eykst mest við þessi málefni svo og með þjón ustu Hafnarfjarðarbæjar al ­ mennt sem 65% eru ánægðir með. Helst telja svarendur að bæta þurfi samgöngur og grunn skól­ ana en fáir nefna heilsugæslu og almenningssamgöngur. Rúm 12% svarenda telja að auka þurfi aðhald og sparnað hjá bæjar­ félaginu og 11,6% telja að hreins un sé ábótavant. 10,4% telja að bæta þurfi gatnakerfi og samgöngur. Skoða má könnunina á vefsíðu bæjarins en tengil má finna á www.facebook.com/fjardarposturinn.Ánægðir ungir víkingar. Hafnfirðingar gagnrýnni en aðrir? Notendur þjónustu almennt ánægðari en hinir! Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.