Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Page 6

Fjarðarpósturinn - 16.01.2014, Page 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 16. janúar 2014 Íþróttaskóli Fjarðar Íþróttaskóli Fjarðar er sniðinn að ungum börnum með þroska og/eða hreyfihamlanir á aldrinum 2-8 ára. Íþróttaskólinn er opinn öllum börnum óháð búsetu. Þjálfararnir eru menntaðir íþróttakennarar eða nemar í íþróttafræðum. Miðað er við að ekki fleiri en 4-5 iðkendur séu á hvern þjálfara svo allir ættu að fá hvatningu og athygli til að taka þátt og fá góða hreyfingu við sitt hæfi. Næsta námskeið hefst 11. janúar og stendur til 26. apríl 2014. Æfingar fara fram í íþróttahúsi Setbergsskóla á laugardögum kl. 12:30 – 13:30 Hvar er réttlætið gagnvart eldri borgurum? Hvað er hægt að láta endalaust yfir sig ganga i málefnum eldri borgara hér í Hafnarfirði? Eftir fréttir helgarinnar af starf­ semi hjúkrunar heimilis­ ins Sól vangs er ég alveg eigin lega, liggur við kjaft stopp. Að það skuli við gangast á 21. öldinni að sjúklingar á Sól vangi séu bundnir í rúm sín. Ég lýsi ábyrgð á hend ur pólitískum ráða mönnum þjóð ar­ innar, hvort sem er fyrr­ verandi ríkisstjórn eða núverandi og bæjar stjórnar­ mönn um Hafnarfjarðar. Veit vel að rekstrarfé skal koma frá ríkinu, en ég veit einnig að bæjarstjórn Hafnarfjarðar ber einnig ábyrgð á þessu sorglega ástandi, að mínu mati. Hún hefði átti að vera búin að grípa í taumana fyrir löngu, hún hlýtur að hafa séð í hvert óefni var komið, eða var það ekki ? Bæjarstjórn Hafnarfjarðar verð ur að skilja það að hún getur ekki fríað sig af þessu ástandi. Það er búið að vera undarlegt ástand í því sem átti að vera bygg i ngarferli handa Hafn firð­ ingum í hjúkrunarmálum eldri borgara og fyrir alllöngu átti að vera komin ný bygging hér í rekstur. Hafnarfjörður er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með um 27 þúsund íbúa. St. Jósefs­ spítali lokaður og það eitt stórt hneyksli. Svo er rekstur á Sól­ vangi stórkostlegt hneyksli sem kom ljós í öllum fjöl miðlum um helgina. Öðruvísi mér áður brá, er Sól vangur var þekkt ur fyrir frábæra umönn un við eldri borg ara. Ég hef ekki áhuga á því að skattar mínir til lands­ stjórnar og sveitar­ félags ins séu nýttir á þann hátt að ekki sé hægt að veita þeim er þurfa tilhlýðilega þjón ustu á Sólvangi. Hvar eru Holl vina samtök Sól­ vangs? Er þetta ekki mál fyrir þau, eða voru þau ekki stofnuð til hagsbóta fyrir Sólvang? Ég skora á Öldungaráð Hafnarfjarðar og Hollvina sam tökin að láta til sín taka í þessu máli, reyndar er óskandi að allir Hafnfirðingar láti sig þetta mál varða. Vaknið Hafnfirðingar, er kannski komið að þeim tíma­ punkti að ný samtök komi fram á sjónarsviðið á sveitarstjórnar­ vettvangi, sem hafi velferð allra Hafnfirðinga að leiðarljósi? Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Jón Kristinn Óskarsson Viðgerðir fyrir öll tryggingafélög Suðurhrauni 2 Garðabæ • sími 554 4060 • versus@simnet.is Að snúa vörn í sókn Hafnfirðingar, 31. maí n.k. verða sveitastjórnarkosningar og kjósum við okkur fulltrúa til bæj­ arstjórn ar Hafnarfjarðar. Sam­ fylkingin í Hafnarfirði verður með flokksval sem vel­ ur fulltrú sína á fram­ boðslista hennar og verður það haldið 13.­ 15. febrúar n.k. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 1.­3. sæti og er tilbúin að vera í for­ ystus æti fyrir Samfylk­ ingunna. Mér er annt um bæinn og samfélag okkar Hafnfirðinga. Þess vegna vill ég leggja áherslu á, að horfa fram á veginn og til framtíðar, en ekki sökkva okkur í eymd og volæði, t.d. út af erfið­ um fjár­ og skuldamálum Hafn­ ar fjarðarbæjar. Það skal vera okkar markmið að snúa vörn í sókn og hefja öfluga og kraft­ mikla uppbyggingu á öllum sviðum og þar verður ekkert undan skilið. Við eigum að líta á okkur sem eina heild, efla sam­ heldni og vinna saman að mál­ efnum bæjarfélags okkar. Að reisa Hafnarfjarðarbæ upp aftur eftir skelfilegt bankahrun sem við berum enga ábyrgð á. Við verðum að stíga fram, vinna úr hlutunum eins og þeir eru, enn því miður við erfið skilyrði. Erfið ár að baki Hafnfirðingar, þið hafið svo sannanlega fengið að finna fyrir fjárhagsvanda bæjarins. Það er mitt mat að nú eigum við að nýta okkur alla þá krafta sem við bú um yfir og blása til sóknar Hafn ar fjarðarbæjar til fram­ dráttar. Sam fylkingin hefur í raun staðið vakt­ ina með miklum sóma og við erfið skil yrði. Mikill tími og orka hefur farið í að reisa við fjár hag bæjar félagsins, sem var og er vissulega mikill vegna banka­ hrunsins. Nú ver andi meirihluti hefur vissu­ lega sýnt mikla ábygð og festu í hvívetna við stjórn bæjarins. Það hefur þurft að hag­ ræða og skera niður útgjöld, það hefur auðvitað verið mjög sárs­ aukafullt. En var nauðsynlegt, enn og aftur vegna hrunsins árið 2008. Horfum til framtíðar Góðir Hafnfirðingar, nú er komið að því að bretta upp ermar og hefja uppbyggingastarfið, með bjartsýnina og jákvæðni að leiðarljósi. Við eigum að læra af fortíðinni og byggja framtíðina á henni. Við þurfum að auka at vinnu og efla fjárfestingar í bænum, m.a. með því að bjóða til okkar stór og öflug fyrirtæki inn í okkar samfélag og skapa góð skilyrði fyrir þau, til að auðvelda þeim að vera með sína starfsemi í Hafnarfirði, með því aukum til muna atvinnutækifæri fyrir Hafnfirðinga og ekki veitir af. Meðal annars þurfum við að koma lífi í byggingariðnaðinn, sem hefur verið ansi dapur frá hruni. T.d. með því að örva sölu á lóðum bæði fyrir einstaklinga, byggingaverktaka og fasteigna­ félög. Í skólamálum hefur verið unnið gott starf, en við þurfum að gera enn betur í þeim mála­ flokki. Velferðamálin, sem snerta okkur öll, hafa sannarlega fengið skell vegna hagræðingar og niður skurðar, sem var óhjá­ kvæmi legur eftir hrun, vonandi tekst næstu bæjarstjórn að að vinna vel í þeim málaflokki. Hús n æðismál Hafnfirðinga verða örugglega ofarlega í for­ gangi á næst árum. Við þurfum að skapa og byggja upp nægilegt framboð af ódýru íbúðarhúsnæði, sérstaklega fyrir ungt fólk og huga að eflingu leiguhúsnæðis. Mikill metnaður hefur verið í öllu tómstunda­ og íþróttamálum í bæjarins, við þurfum að halda áfram að efla þann málaflokk, en frekar. Hafnfirðingar, það skiptir máli að okkur líði vel, hvort sem það er í vinnu, heima fyrir eða í okkar nærumhverfi sem er bæjar­ samfélagið okkar. Ég óska eftir stuðningi ykkar í prófkjöri Sam­ fylkingarinnar sem haldið verður 13.­15. febrúar n.k. og sækist ég eftir 1.­3. sæti á lista Samfylk­ ingarinnar. Höfundur er húsasmiður. Hafsteinn EggertssonU N bókhald ehf Almenn bókhaldsþjónusta Stofnun félaga Skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki Allt á einum stað UN Bókhald ehf • Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði 568 5730 • unbokhald.is • unbokhald@unbokhald.is Unnur Lára Bryde gefur kost á sér í 2. sæti á framboðslista Sjálf­ stæðisflokksins í Hafnarfirði í próf kjöri flokksins sem fram mun fara 1. febrúar nk. Unnur Lára er varaþingmaður í Suðvestur kjör dæmi, hún er viðskipta fræðingur að mennt, hef ur unnið við markaðsstörf, rekið eigin verslanir um árabil og starf­ ar nú hjá Icelandair sem flug­ freyja og við öryggisþjálfun áhafna. Unnur Lára hefur verið for­ mað ur Sjálfstæðisfélagsins Fram Hafnarfirði frá árinu 2011, í stjórn félagsins frá árinu 2010 auk þess sem hún hefur setið í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðis­ félag anna frá árinu 2011. Frá árinu 2010 hefur hún verið full­ trúi flokksins í menningar­ og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar­ bæjar. „Ég hef mikinn metnað fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar og býð fram krafta mína til að gera góðan bæ öflugri og betri. Ég hef þá trú að með samstilltu átaki stjórnmálamanna og embættis­ manna getum við sett fullan kraft í að snúa neikvæðum horfum í fjármálum bæjarins við til þess að geta hafið sókn á ný í skól­ unum okkar, öldrunar þjónustu og á öllum þeim sviðum sem hafa árum saman þurft að líða fyrir fjárhagslega stöðu sveitar­ félagsins.“ Unnur er 42 ára, gift Stefáni Hjaltested rafverktaka og eiga þau tvö börn. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Unnur Lára vill 2. sætið

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.