Fjarðarpósturinn - 30.01.2014, Síða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 30. janúar 2014
Fyrir Hafnarfjörð
nr. 1, 2 og 3
Hafnarfjörður er bærinn minn
og þar vil ég starfa. Ég var kosin
í bæjarstjórn fyrir fjórum árum
og á sæti í fræðsluráði og
um hverfis og framkvæmdaráði.
Einn ig hef ég á kjör
tíma bilinu tekið þátt í
vinnu starfshópa um
fjöl mörg mál meðal
annars, hjólasam göng
ur, umhverfis og auð
linda stefnu og bygg
ingu hjúkrunar heimilis.
Ég hef unnið ötullega
í þeim ráðum sem ég á
sæti í að fjölmörgum
málum sem varða
hags muni bæjarbúa og gert mér
far um að upplýsa reglulega með
greinum hér í þessu blaði um
framgang mála og afstöðu mína
auk þess sem ég er alltaf tilbúin
til samtals við bæjarbúa um
okkar mörgu hagsmunamál.
Mikilvægt að vel takist til
með nýtt hjúkrunarheimili í
Hafnar firði
Ég hef ekki hikað við að stíga
fram með hagsmunamál sem
varða bæjarbúa og nefni þar sem
dæmi umræðu um fyrirhugaða
byggingu hjúkrunarheimilis en
þar hef ég lagt mikla áherslu á að
endurskoða beri staðsetningu og
fara yfir rekstrarforsendur, en ljóst
er af framkomnum upplýs ingum
að 60 rýma hjúkrunar heimili mun
ekki geta borið sig á þeim gjöldum
sem ríkið leggur til.
Það er því fyrirfram ljóst að ef
haldið er áfram með fyrirhuguð
áform um byggingu hjúkrunar
heimilis að Skarðshlíð að bærinn
mun þurfa að leggja fé með
rekstr inum frá fyrsta degi.
Þetta hefur einfaldlega sýnt sig
annars staðar þar sem rekstur
sam bærilegra heimila er í upp
námi, sem og með framlögðum
skýrslum um rekstrarforsendur
miðað við 60 rýma
heim ili. Ég er því tals
maður þess að skoða
fleiri kosti varðandi
stað setningu og til
dæmis að kanna beri
hvort ekki sé hag
kvæm ara að byggja
nýtt hjúkrunar heim ili á
Sólvangs reitnum og
nýta þannig til dæmis
góða mötu neytis að
stöðu sem er á staðnum auk þess
sem aðgengi að heilsugæslu og
sjúkraþjálfun og nálægðar við
Höfn er mikill kostur og gefur
færi á rekstrarlegu hagræði sem
er ákaflega mikil vægt, auk fleiri
þátta. Um þetta skilaði ég séráliti
í starfshópi um byggingu
hjúkrunarheimilis og lagði fram
sérstaka bókun í bæjar stjórn
þann 27. febrúar 2013.
Ég gef kost á mér í
forystusæti fyrir Hafnarfjörð
Næsta laugardag gefst bæjar
búum kostur á að hafa áhrif á
röðun á lista Sjálfstæðisflokksins
fyrir næstu bæjarstjórnar kosn
ingar. Þar gef ég kost á mér í
forystusæti og óska eftir stuðn
ingi ykkar. Ég hef kraft, þor og
dugn að til að gera betur fyrir
Hafnarfjörð.
Um helstu stefnumál mín fyrir
næstu fjögur ár má lesa á xd.is/
profkjor/hafnarfjordur
Höfundur er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
Helga
Ingólfsdóttir
Aðalfundur
Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar
verður haldinn laugardaginn 1. febrúar nk. kl. 13:00
í samkomusal félagsins að Flatahrauni 29.
Venjuleg aðalfundarstörf og kosning til stjórnar.
Eftirfarandi eru í framboði til stjórnar:
Framboð í aðalstjórn til tveggja ára
Finnbogi Albertsson
Guðmundur Sveinbjörnsson
Sigurður Karlsson.
Framboð í varastjórn til eins árs
María Petrína Ingólfsdóttir
Sigríður Hrólfsdóttir
Stefán Árnason.
Framboð til formanns til eins árs
Vilborg Reynisdóttir.
Einnig minnum við á opið hús í kvöld,
fimmtudag 30. janúar. kl. 20.
Hnýtingar og spjall
Stjórn SVH
Ábyrg fjármálastjórn
Hafnarfjörður er eitt af þeim
sveitarfélögum á Íslandi sem
stendur hvað verst fjárhagslega,
svo illa í raun að fjárhagsleg fram
tíð sveitarfélagsins og þar með
talið búseta mín þar
stendur fyrir raunveru
legri ógn. Síðustu 10 ár
þá hefur rekstrar niður
staða bæjarins verið
neikvæð upp á 509
milljónir á ári að meðal
tali. Því hryggir það mig
mikið að þunga miðja
umræðu fyrir fyrir
huguð prófkjör og kosn
ingar í bænum snúist
ekki um fjármál hans. Að
sjálfsögðu þarf að huga vel að
heilbrigðis og menntamálum í
sveitarfélaginu, en að reka þessa
hluti kostar hinsvegar peninga og
á meðan sveitarfélagið eyðir
millj örðum á ári í vexti og afborg
anir munum við alltaf þurfa að
velja og hafna í þessum mála
flokkum og ekki getað sinnt þeim
eins og vel og við myndum kjósa.
Sífellt eru birtar niðurstöður úr
rannsóknum á fjármálalæsi lands
manna og hafa þær rannsóknir
komið afar illa út. Það tengist
eflaust að hluta til þeim vanda að
um ræðan snýst um hvað
við eigum að gera við
peningana frekar en að
hlúa að því að eitt hvað
verði til af pen ing um
yfirhöfuð. Ef að fjár
hagsáætlanir Hafn ar
fjarð ar síðastliðin 10 ár
hefðu gengið eftir hefði
rekstrarniðurstaða bæjar
ins á því tímabili verið
jákvæð um 3,3 millj arða
króna. Rekstrar niður staða hefur
hins vegar að meðaltali verið
of áætluð um 809 milljónir króna á
ári og því er niðurstaðan á þessu
tímabili neikvæð um 5,6 milljarða
króna. Það þarf ekki mikla stærð
fræðihæfni til þess að átta sig á því
að þessi staða gengur ekki upp til
lengri tíma. Meiri ábyrgð þarf í
fjármálastjórn sem og raunhæfari
áætlanagerð um rekstur bæjarsjóðs.
Við þurfum að huga að
fjármálum bæjarins og ekkert
atriði ætti að vera framar í að
draganda kosninga en einmitt það
mál að tryggja stöðugan fjárhag
bæjarins. Sparnaður er aldrei
vinsælt fyrirbæri en ef ekki er vel
hlúð að þeim málaflokki verða
engir peningar til. Ef engir pen
ingar eru til þá er það til lítils að
ræða hvernig eiga að ráðstafa
þeim í framtíðinni. Hugsum um
fjárhaginn, þetta er ekki vinsælasti
mála flokkurinn til þess að ræða
um en senn er hann sá allra mikil
vægasti. Forgangsverkefni næstu
bæjarstjórnar í Hafnarfirði á að
vera niðurgreiðsla skulda og að
fara í samningaviðræður við lán
veitendur með það markmið að
lækka höfuðstól lána þar sem það
er hægt. Tryggjum fram tíðar
búsetu Hafnarfjarðarkaupstaðar
með ábyrgri fjármálastjórn.
Höfundur tekur þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði.
Sævar Már
Gústavsson
Fjarðarpósturinn
Vettvangur fyrir skoðanaskipti í Hafnarfirði
Smelltu á LIKE á www.facebook.com/fjardarposturinn
Foreldrafélag fagnar endurskoðun
Vilja halda lausum kennslustofum
Foreldrafélag leikskólans
Hvamms fagnar þeirri ákvörðun
fræðsluráðs að endurskoða flutn
ing á lausu kennslustofunum
sem nú eru hluti af daglegu starfi
leik skólans. Flytja átti stofurnar
að leikskólanum Hamravöllum.
Í tilkynningu frá foreldra
félaginu segir að félagið og
fræðsluráð hafi átt góðan fund
þann 2. desember sl. þar sem
þetta málefni var rætt í þaula og
þakkar foreldrafélagið fyrir það
tækifæri til að koma sínum
málflutningi á framfæri. For
eldrafélagið hefur áður mótmælt
þeirri ákvörðun ráðsins að flytja
stofurnar.
„Margar ástæður liggja þar að
baki en þar vegur þungt sú
vandaða uppbygging á starfi sem
þar hefur verið unnin og byggir á
að auka frjálsræði og efla
sjálfstæði elstu barnanna í
skólanum. Þá er það líka sérlega
ánægjulegt að með þessu er
tryggt að ekki þarf að vísa
neinum börnum frá skólanum í
haust.“
Telur foreldrafélagið að með
frestun ákvörðunar um flutning
stofanna sé fræðsluráð og bæja
yfirvöld að taka skref í rétta átt
að verja hið góða starf sem unnið
er í leikskólum Hafnarfjarðar.
Skólastofurnar eru við Hvamm utan skipulags.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Píratar bjóða fram í Hafnarfirði
Brynjar Guðnason kapteinn — Velja á lista með prófkjöri
Píratar bjóða fram í Hafnarfirði
til sveitar stjórnar í kosningunum
í vor. Þetta var ákveðið á stofn
fundi félags Pírata í Hafnarfirði,
sem haldinn var síðast liðinn
laugardag.
Í tilkynningu frá Pírötum
kemur fram að Píratar leggja
mikla áherslu á gegnsæja stjórn
sýslu og að þeim finnist margt
ábótavant í þeim málum í
Hafnarfirði. Upplýsingar um
fjár mál bæjarins eigi að vera
ítarlegar og aðgengilegar bæjar
búum á netinu, sérstaklega í ljósi mjög bágrar fjárhagsstöðu
bæjar ins.
Málefnastarf var hafið fyrir
stofnfundinn og mun það nú
halda áfram af krafti auk þess
sem valið verður á framboðslista
félagsins með prófkjöri.
Stjórn hins nýstofnaða félags
skipa þau: Brynjar Guðnason,
kafteinn; Ragnar Unnarsson,
gjaldkeri; Guðmundur Fjalar
Ísfeld, ritari; Heiða Hrönn Sig
mundsdóttir og Kári Valur
Sigurðsson.Merki Pírata.
Stofna á Hafnarfjarðarstofu
Ætlað m.a. að sinna fjölþættu markaðs- og kynningarstarfi
Bæjarstjórn samþykkti á
fundi sínum 22. janúar sl. að
fela bæjarráði að undirbúa og
hefja rekstur Hafnarfjarðar
stofu. Er ákvörðunin tekin á
grundvelli tillögu starfshóps
um stofnun Hafnarfjarðarstofu.
Skal bæjarráð taka mið af þeim
tillögum hópsins sem fela í sér
að Hafnarfjarðarstofa skuli
sinna fjölþættu markaðs og
kynningarstarfi, umsjón við
burða og tengdra verkefna.
Tillögur starfshópsins hafa
ekki verið gerðar opinberar.