Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. febrúar 2014 Deiliskipulagsbreyting og lýsing á verkefninu, lóð FH í Kaplakrika. Breytingin felst í að byggingum á lóðinni er fjölgað og nýtingarhlutfall hækkað úr 0,17 í 0,36. Deiliskipulagsbreyting Reykjanesbraut frá Áslandi að Hellnahrauni Meðal annars verður vegsnið vegna tvöföldunar Reykjanesbrautarinnar þrengt vestan Strandgötu, brautin lækkuð miðað við núverandi hæðalegu og hringtorgi við Krýsuvíkurveg breytt í dropalaga lausn. Fyrirhugðað deiliskipulag Miðbær Hraun - vestur Lýsing á fyrirhuguðu deiliskipulagi fyrir svæðið milli Arnarhrauns og Austurgötu (án Einarsreits). Bæjarstjórn samþykkti 22. janúar lýsingu þar sem fram koma m.a. markmið fyrir skipulags vinnuna. Deiliskipulagsbreytingarnar og skipulagslýsingin eru til sýnis hjá skipulags- og byggingarsviði Norður- hellu 2 og í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10. Einnig er hægt að skoða þær á forsíðu vefs Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar VILTU HAFA ÁHRIF? KYNNINGARFUNDUR 13. FEBRÚAR KL. 17 Í HAFNARBORG FATABREYTINGAR & VIÐGERÐIR síðan 2001 BREYTT, BÆTT & NÝTT/Tvinnakeflið Hefur flutt á Hvaleyrarholtið. MELABRAUT 29 í sama hús og verslun 10/11 Opið 12-17 virka daga Lokað á mánudögum. HV AL EY RA RB RA UT H V A LEYRA RBRA U T SU ÐU RB RA UT SU ÐU RB RA UT REY KJA NES BRA UT Á S B R A U T SUÐURBÆJARLAUG MELABRAUT 29 ME LA BR AU T Jakobína Kristjánsdóttir, kjólaklæðskeri. Melabraut 29 - 220 Hafnarfjörður Sími: 847 4684 - jakobinakr@gmail.com Aðeins einn frambjóðandi fékk yfir 50% atkvæða í sitt sæti Rósa sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokks All tóku 1305 manns þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sl. laugardag eða tæplega 38% af þeim sem voru á kjörskrá. Tíu frambjóðendur buðu sig fram, þar af fimm bæjar fulltrúar og varabæjar­ fulltrúar. Fjögur sóttust eftir efsta sætinu, Rósa Guðbjartsdóttir sem sigraði og hlaut 45,7% at kvæða í efsta sætið, Kristinn Andersen sem fékk 46,2% atkvæða í 2. sætið og fékk 172 færri atkvæði en Rósa en þó flest heildar at kvæði allra. Helga Ingólfsdóttir stefndi á 1.­3. sæti en endaði á sama stað og síðast í 5. sæti með 49,7% atkvæða í það sæti. Hlýtur það að vera vonbrigði enda hafði Helga haft sig mikið í frammi í starfi bæjarstjórnar og verið nokkuð áberandi. Geir hafnað Geir Jónsson, sem var í 4. sæti listans síðast stefndi líka á 1.­3. sæti. Honum var hrein lega hafnað af sjálfstæðis mönnum og eru það líklega óvæntustu úrslitin enda Geir af flestum talinn mjög traustur og mál efnalegur. Hann hefur þó ekki haft sig mikið í frammi opin berlega og kannski hefur afstaða hans til byggingar hjúkrunarheimilis á Völlum skapað einhverja óánægju þó það geti vart skýrt fylgistapið. Geir hefur verið talsmaður samstarfs við alla flokka og kannski hefur það ekki skapað honum fylgi. Ekki þörf á kynjakvóta til að koma konum að Konur voru áberandi í þessu prófkjöri og tveir nýliðar, Unnur Lára Bryde og Kristín Thor­ oddsen hljóta að una vel við sitt og skáka miklu reyndari fram­ bjóðendum. Kannski hafa þær notið kyns síns en hinir nýliðarnir enduðu í síðustu sætunum. Í efstu sex sætunum eru aðeins tveir karlar. Ánægð Rósa Guðbjartsdóttir var ánægð með niðurstöðuna og sagðist hún í samtali við Fjarðar­ póstinn ánægð með þann stuðn­ ing sem hún fékk og listann í heild. Gaman yrði að leiða list­ ann í vor. Sagði hún prófkjörið hafa verið drengilegt og líflegt. Úrslitin í prófkjörinu Nr. Nafn Atkvæði 1. Rósa Guðbjartsdóttir 971 597 atkv. í 1. sæti, 45,7% 2. Kristinn Andersen 1.007 603 atkv. í 1.-2. sæti, 46,2% 3. Unnur Lára Bryde 894 467 atkv. í 1.-3. sæti, 35,8% 4. Ingi Tómasson 875 566 atkv. í 1.-4. sæti, 43,4% 5. Helga Ingólfsdóttir 801 648 atkv. í 1.-5. sæti, 49,7% 6. Kristín Thoroddsen 810 810 atkv. í 1.-6. sæti, 62,1% 7. Geir Jónsson 8. Skarphéðinn Orri Björnsson 9. Pétur Gautur Svavarsson 10. Sævar Már Gústavsson Hestamannafélagið Sörli fagnar 70 ára afmæli sínu á laugardaginn klukkan 13:00 Sörlafélagar og velunnarar félagsins eru velkomnir. M.a. verður boðið upp á skemmtun fyrir börnin, hoppukastali, andlitsmálning og Solla stirða kíkir í heimsókn. Vonumst til að sjá sem flesta Hestamannafélagið Sörli 1 2 3 4 5 6 Láttu ekki lélegan rafgeymi spilla góðum degi! Álagsprófun og hleðslumæling á gamla rafgeyminum og ísetning á nýjum – viðskiptavinum að kostnaðarlausu RAFGEYMASALAN Dalshrauni 17 • sími 565 4060 www.rafgeymar.is © H ön nu na rh ús ið e hf . Vikulegur sjónvarpsþáttur Í öllum bænum netsamfelag.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.