Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. febrúar 2014 Málefni eldri borgara Aukum hagsæld eldri borgara Undanfarin ár hefur yfirlýst stefna stjórnvalda, hvort sem er ríkisins eða sveitarstjórna að eldri borgarar geti sem lengst haldið heimili sjálfir. Til þess að svo geti orðið þurfa ofannefnd stjórnvöld að búa þann­ ig í haginn að slíkt sé þægilegt, hvort sem er af sveitarstjórna eða ríkisins hálfu. Í síðustu viku kom smáfrétt í Fréttablaðinu sem staðfesti það sem mig hafði lengi grunað að við erum með mikið hærri virðisaukaskatt á lyfjum en flest lönd Evrópu. Má benda á að 7 Evrópu lönd af 33 leggja hæsta vsk á lyfseðilsskyld lyf, 23 Evrópulönd leggja vsk á bilinu 2,1 % til 15 % og 3 lönd leggja engan vsk á lyfseðilsskyld lyf, þau eru Malta, Svíþjóð og Bret­ land. En við erum með 25,5 % á lyf, er ekki mál til komið að stjórnvöld geri eitthvað raunhæft í þessu mál, sérstaklega eldri borgurum til hagsbóta. Því sann­ færður er ég að eldri borgarar eru fjölmennasti neytendur lyfja hér á landi. Nú þessa dagana eru borgarar landsins að fá hinn árvissa fast­ eigna gjaldaglaðning frá sveitar­ stjórnum landsins. Er ekki athug­ andi á breyta þessum innheimtu­ reglum og leggja þau af, er íbúar eru orðnir t.d. 70 eða 75 ára og búa í eigin húsnæði? Ég teldi það hagkvæmt að koma á slíku kerfi því lengur sem fólk getur búið í eigin húsnæði, myndi það létta á ríki og sveit­ ar félögum gagn vart byggingu hjúkrunar­ heimila t.d. Það virðist skorta vilja gagnvart okkur, að bera eðlilega virðingu fyrir eldri borgurum þessa lands, þar bera ríki, sveitar­ félög og yfirleitt almenningur mikla ábyrgð. Við sem skópum þetta nútímaþjóðfélag eigum betra skilið frá yfirvöldum þessa lands en reyndin er í dag. Hvaða stjórnarmálaflokkar bera yfirleitt sérstaka virðingu fyrir hags mun­ um okkar, það er ekki nóg að tala á tyllidögum, það eru fram­ kvæmdir og fjármagn sem þarf til okkar málaflokks. Það eru sveitarstjórnar kosn­ ing ar í vor, við sjáum hvað flokk ar og flokkabrot segja og síðan hvað er framkvæmt, við fylgjumst með sem aldrei fyrr. Höfundur er formaður Félags eldri borgara Hafnarfirði. Jón Kr. Óskarsson Allmargir foreldrar hafa lýst óánægju með að fá ekki pláss í leikskóla fyrir börn sín eftir forsíðufrétt hér í blaðinu fyrir tveim vikum. Þar féll niður setn­ ingin „við innritun að hausti“ þegar greint var frá aldri barna sem komast að. Í síðasta Fjarð­ arpósti skrifaði Íris Huld Christersdóttir ágæta grein um málið, en ég er þó ekki sammála fyrirsögninni. Innritun í leikskólana á sér stað að hausti, þá er ráðstafað þeim plássum sem til eru. Aldur barnanna er látinn ráða og er nú miðað við 18 mánuði, þ.e. þau börn sem eru 18 mánaða eða eldri (miðað við 1. sept em­ ber) fá pláss og skól­ arnir fyllast. Þetta eru börn fædd í febrúar árið á undan eða fyrr. Aldurinn var lækkaður í fyrra, hafði verið 20 mánuðir eða eldri um nokkurt skeið. Við erum reyndar að fikra okkur neðar þannig að hluti barna fædd í mars fá nú pláss og næsta haust mun aldur lækka enn frekar. Þró unin er í rétta átt þó auð vitað vildu margir að hún væri hraðari. Hægt er að skrá sig á biðlista og er innritað af honum ef pláss losna, en þá er stranglega farið eftir aldri þó sögusagnir séu á kreiki um annað. Börn með þroska­ frávik og börn frá heim ilum í erfiðri félagslegri stöðu fara í forgangshóp og komast yngri að, enda liggi fyrir vottorð frá til þess bærum aðila. Nokkur bið­ listi er einnig hjá þessum hópi. Ég skil vel að fólki finnist hart að þeirra barn komist ekki inn af því að það er við innritun yngra en þau mörk sem leik skólarnir ráða við. En þessar reglur hafa verið taldar þær réttlátustu sem völ er á og þær eru ekki sér hafnfirskar, heldur notaðar annars staðar þar sem eftirspurn er meiri en skólar taka við. En hvað er til ráða ef barnið kemst ekki í leikskóla?. Við erum með hóp góðra dagfor eldra í Hafnarfirði og greiðir bæjar­ félagið niður gjöld til þeirra þó hlutur foreldra sé vissu lega hærri en í leikskól anum. Ég tel að efla beri leikskóla­ stigið þannig að foreldrar geti valið að setja börn sín í leikskóla strax að fæðingarorlofi loknu (miðað við að það verði eitt ár). Þessa framtíðarsýn höfum við í meirihluta bæjarstjórnar nýlega fært til bókar í fræðsluráði, en viðurkenna verður að það mun taka töluverðan tíma að koma henni til framkvæmdar. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður fræðsluráðs. Menntunar- og hæfniskröfur: • Hjúkrunarfræðingur með reynslu í hjúkrun • Reynsla í stjórnun æskileg • Góð þekking og reynsla af Rai mælitækinu • Frumkvæði og metnaður í starfi • Sveigjanleiki og sjálfstæð vinnubrögð • Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar Umsóknareyðublöð fást á www.hrafnista.is Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Umsóknir berist til Árdísar Huldu Eiríksdóttur forstöðumanns Hrafnistu í Hafnarfirði, sem veitir nánari upplýsingar í síma 693 9502 og hjá ardishulda@hrafnista.is. Umsóknum skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afritum af prófskírteinum. Umsóknum þarf að skila fyrir 15 febrúar 2014. HRAFNISTA HAFNARF IRÐI Krabbameinsfélag Hafnar­ fjarðar afhenti nýlega styrk að upphæð 500.000 kr. til kaupa á glerbræðsluofni fyrir Ljósið. Ljósið leggur mikla áherslu á hand verksvinnu fyrir skjólstæð­ inga sýna, ljósberana, og er þessi gjöf liður í að styrka þá starfsemi. Ljósið er endur hæfingar­ og stuðningsmiðstöð fyr ir fólk sem hefur fengið krabba mein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu­ og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Gaf hálfa milljón króna til Ljóssins Frá vinstri: Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins, Anna Borg formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og Hafrún Dóra Júlíusdóttir, varaformaður. Leikskólinn er fyrsta skólastigið - og hann er að eflast Eyjólfur Þór Sæmundsson www.facebook.com/ fjardarposturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.