Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Side 11

Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Side 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 6. febrúar 2014 Þann 28. desember 2012 fól bæjarráð bæjarstjóra að gera samning við Hauka um kaup á 1058,4 m² í búningsklefum, geymslum, setustofu, skrifstofu og fl. að Ásvöllum. Kaupverðið var 271 milljón kr. sem fundið var með því að reikna 300 þús. kr. á hvern fermetra, nema 250 þús. kr. í vallarhúsi, og draga 2% afskriftir frá. Bygginga­ kostnaður með afskriftum var 175,3 millj. kr. Skv. samningnum kaupir Hafn arfjarðarbær 23,11% eign­ ar hlut árið 2012 og 7,1% árlega og greiðir mánað ar lega 1,6 millj. kr. en hlutur árisns 2012 var greiddur með skuldajöfnun á skuldabréfi. Samninginn skal endurskoða árlega með hliðsjón af fjár hags áætlun Hafnarfjarðar­ bæjar og er uppsegjanlegur af Hafnar fjarðarbæ með 6 mánaða fyrir vara. Með þessum ákvæðum telur bærinn sig komast hjá því að telja samninginn með langtíma­ skuld bindingum þó samning ur­ inn gildi til 28. desember 2037. Minnisblaðið forboðna Til grundvallar þessum samn­ ingi var notað minnisblað fjár­ mála stjóra sem þó var ekki form lega lagt fram á fundi bæjar ráðs. Engin önnur gögn voru lögð fram á fundinum. Þegar ritstjóri Fjarðarpóstsins óskaði eftir að fá að sjá þetta minnisblað var því hafnað og vísað til ákvæða um vinnugögn í 6. og 8. grein upplýsingalaga. Þessi höfnun var strax kærð til Úrskurðarnefndar um upp­ lýsingamál sem kvað upp úr skurð þann 28. janúar sl. Í stuttu máli tók nefndin undir öll sjónarmið Fjarðarpóstins og úrskurðaði að Hafnarfjarðarbær skyldi afhenda gögnin. Kom fram í úrskurðinum að það væri mat nefndarinnar að minnis­ blaðið innihaldi engar upplýs­ ingar um íþróttafélagið Hauka, sem séu þess eðlis að leynd um þær geti gengið framar þeim mikilvægu hagsmunum sem eru af því að upplýsingar um ráðstöfun opinberra hagsmuna séu gerðar aðgengilegar al ­ menn ingi. Í rökum Hafnarfjarðarbæjar til nefndarinnar segir að minnisblaðið geymi viðkvæmar upplýsingar er varði mikilvæga fjárhags­ og viðskiptahagsmuni Hauka og Landsbankans og verði það niðurstaða nefdar­ innar að minnisblaðið teljist ekki vinnugagn þurfi að tak­ marka aðgang að skjalinu með vísan í 10. gr. upplýsinga laga. Úrskurðarnefndin hafnaði þessum rökum. Hvað var í minnisblaðinu Í minnisblaðinu er rakin forsaga málsins til október 2006 þegar Haukar óskuðu eftir endurskoðun á sameign Hauka og bæjarins að Ásvöllum sem byggðir voru skv. 20%/80% reglunni. Var vísað til samkomulags sem bærinn gerði við FH um kaup á búningsaðstöðu og stúku árið 2002. í mars 2007 drógu Haukar umsóknina til baka er þeir höfðu tekið 100 millj. kr. kúlulán í svissneskum frönkum til tveggja ára með LIBOR vöxtum emeð 2,95% vaxtaálagi. Eindaginn var 2. mars 2009. Greiddu Haukar mánaðarlega vexti til október 2008. Haukar ítrekuðu beiðni um endurskoðun í október 2008. Bæjarráð tilkynnti Haukum í desember sama ár að eðlilegast væri að félagið sjálft semdi við Landsbankann um skuldir sínar en að skuldir félagsins við Hafnarfjarðarbæ yrðu frystar í 1­2 ár og fjármagnið vegna afborgana notað til greiðslu fjármagnskostnaðar. Í nóvember 2009 er gerður samn ingur um áhorfendasvæði við gervigrasvöllinn og kostn­ aðarhlutfallið var 90% Hafnar­ fjarðarbær og 10% Haukar. Í lok júlí 2010 óska Haukar eftir enduskoðun á rekstarsamningi og á sameign. Voru haldnir fundir með Haukum og Lands­ bankanum en ekki var grundvöllur fyrir niðurstöðu á meðan lögmæti lánsins lá ekki fyrir en í ágúst 2011 stóð lánið í 441 millj. kr. Vorið 2012 var lánið endurreiknað og stóð í 252,2 millj. kr. án dráttarvaxta. Vanskil hjá félögum tengdum Haukum Fjögur önnur lán voru í van­ skilum hjá félögum tengdum Haukum samtals að fjárhæð 13,3 millj. kr. Ekki eru lögð fram gögn sem skýra í hverju þau vanskil eru fólgin. Landsbankinn var til búinn að afskrifa 57 millj. kr. gegn því að Hafnarfjarðarbær ábyrgðist lánið en því var hafnað. Á haustdögum hófst svo ný fundarhrina sem lauk með sam komulaginu sem gert var 28. des em ber 2012. Með því eignaðist Hafnarfjarðarbær öll mannvirki, hverju nafni sem þau nefnist að Ásvöllum 1 að undan skyldu félagsheimili og bensín stöð. Reyndar eru eign­ irnar taldar upp í samningnum. Stjórn Knattspyrnufélags Hauka og stjórnum tengdra félag er með öllu óheimilt að stofna til nýrra skulda á samningstímanum sem lýkur 28. desember 2037. Í minnisblaði fjármálastjóra bæjarins kemur fram að ef ekki sé gengið til saminga þá muni Landsbankinn leysa til sín eign­ ar hluta Haukanna og vænt anlega leita samninga við bæinn um kaup eða leigu þeirra. Þar kemur einnig fram að með hlið sjón af nýjum fjármálareglum sveit ar­ félaga hafi bærinn ekki verið í stöðu til að taka ný lán eða gera leigusamninga til langs tíma. Falin skuldbinding? Samt gerði bærinn kaupsamn­ ing til 25 ára en setur upp­ sagnarákvæði til að komast á svig við fjármálareglur sveitar­ félaga. Kemst bærinn þannig hjá því að geta þessa samnings í uppgjöri bæjarins undir lang­ tímaskuldbindingar. Ljóst er að ekki er raunhæft að álykta að bæj ar stjórn muni segja samn­ ingnum upp að eigin frumkvæði og því hlýtur þetta í raun að vera falin skuldbinding. Er því jafnframt vafa háð hvort bæjar­ ráð hafði heimild til að gera svona stóra skuldbindingu fyrir bæjar félagið. En samningurinn var samþykktur af fulltrúum Samfylkingar og Sjálfstæðis­ flokks í bæjarráði og bæjarstjóri, fulltrúi VG undirritaði hann. Strandgötu 49 - Hafnarfirði - Sími 555 4046 glútenlaus og kolvetnalítil smurbrauð með l i, skinku og roast beef Hafnarfjarðarbær vill verðlaun fyrir aðgengi að gögnum Þurfti úrskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá gögn Þau samþykktu á aukafundi bæjarráðs 28. des. 2012 að kaupa 1.058 m² eignir af Haukum á 25 árum fyrir 271 milljón kr. verðtryggt.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.