Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Side 2

Fjarðarpósturinn - 16.04.2014, Side 2
2 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. apríl 2014 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Stapahraun 5 220 Hafnarfjörður www.uth.is uth@simnet.is 565-9775 Rekstur sjálfseignarstofnunarinar Hafnar öldrunarsmið stöðvar er ofar­ lega í umræðunni þessa daga og skyldi engan undra. Það hlýtur að vekja athygli að eftir að þáverandi framkvæmdastjóri lýsti því yfir í lok desember að staða Hafnar væri fín og að búið væri að gera upp skuldir stofnunarinnar, væri staðan um 4 mánuðum síðar svo slæm að íbúar þurfi að leysa til sín íbúðirnar og að sjálfseignastofnunin muni hverfa frá rekstr­ inum. Reksturinn er sagður hafa verið erfiður alla tíð og því hljóta menn að velta því fyrir sér af hverju rekstrinum var ekki breytt fyrir löngu síðan. Hver var eftirlitsskylda þeirra félaga sem að sjálfseignarstofnuninni stóðu? Voru Hafnar­ húsin allt of lítil rekstrareining til að geta staðið undir bæði framkvæmdastjóra og húsverði í fullu starfi? Þessi veikburða samtök voru þau sömu og lögðu nýlega fram tillögur að mikilli uppbyggingu á Sólvangsreitnum þar sem rífa átti hús og byggja hærri hús og fleiri en þar eru núna. Menningarhátíðin Bjartir dagar hefjast síðasta vetrardag með mjög þéttri dagskrá. Allt benti til að hátíðinni yrði aflýst í ár en hátíðin hlaut töluverða gagnrýni á opnum fundi um menningarmál sl. haust. Hún þótti orðin of rýr og áhugi bæjarbúa ekki nægilegur. Þrátt fyrir þetta var blásið til bjartra daga ­ nú í tengslum við sumardaginn fyrsta sem nú kemur í beinu framhaldi af páskunum. Það á eftir að sýna sig hvernig til tekst en hátíðin er ekki með ólíku sniði og í fyrra. Gestir þurfa að greiða inn á fleiri atburði en áður en sumir þeirra eru nokkuð stórir eins og tónlistarhátíðin Heima þar sem tónleikar verða í heimahúsum. Fólk kemst að vísu ekki á marga tónleika þar sem hátíðin stendur aðeins í 4 klukku­ stundir. Óvenju mikið er í boði á fyrsta degi og því verða bæjarbúar að velja og hafna. Það er vonandi að bæjarbúar bregði sér í miðbæinn á Björtum dögum því það er engin hátíð ef bæjarbúar taka ekki þátt. Eitt af því sem bæjarbúum er hvað mest umhugað um þegar rætt er um málefni bæjarins er almenn umgengni. Draslaraháttur og sóðaskapur virðist eðlilega fara illa í bæjarbúa. Þó finnst mörgum allra verst að horfa upp á það sinnuleysi sem upplifa má hjá bæjaryfirvöldum. Aðgerðir til að sporna við sóðaskap eru frekar máttlausar og menn skýla sér bak við erfiða stjórnsýslu. Á árinu 2000 samþykkti umhverfisráðuneytið samþykkt um ungengni og þrifnað utan húss í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi. Þar eru skýr ákvæði og vitnað í lög um hollustuhætti og mengunarvarnir þegar kemur að úrræðum og viðurlögum. Mættu bæjarfulltrúar gjarnan taka þessi mál föstum tökum í lok kjörtímabils síns og láta dæma sig af verkum sínum í komandi kosningum. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Föstudagurinn langi Kvöldvaka við krossinn kl. 20 Dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum föstudagsins langa. Páskadagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Morgunverður í safnaðarheimilinu á eftir www.frikirkja.is Skírdagur Fermingar kl. 11 og 13.30 Altarisganga og Passíusálmasöngur kl. 18 Sálmar 38 - 45 sungnir. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Föstudagurinn langi: Helgistund kl. 11 Magnea Tómasdóttir söngkona og Guðmundur Sigurðsson organisti flytja vers úr passíusálmunum. Lesið úr píslarsögunni. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Passíusálmasöngur kl. 18 Sálmar 46 - 50. Smári Ólason flytur erindi um gömlu passíusálmalögin og kynnir nýja bók um efnið. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8 Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Barbörukórinn. Hátíðarmorgunverður. www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Víðistaðakirkja Skírdagur 17. apríl: Fermingarmessa kl. 10.30 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Föstudagurinn langi 18. apríl: Guðsþjónusta kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Páskadagsmorgunn 20. apríl: Hátíðarmessa kl. 8 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og meðlæti í safnaðarheimilinu að messu lokinni. www.vidistadakirkja.is Föstudagurinn langi, 18. apríl Lestur valinna Passíusálma kl. 17-18 Gömlu lagboðar sálmanna verða leiknir á milli lestranna Páskadagur 20. apríl Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonars. Ólöf Inger Kjartansdóttir syngur einsöng. Prestur er sr. Kjartan Jónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma Þar verður farið í páskeggjaleit. www.astjarnarkirkja.is

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.