Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Qupperneq 3
www.fjardarposturinn.is 3 Fimmtudagur 22. maí 2014
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Skipulags og byggingaráð Hafnarfjarðar
hefur auglýst breytt deiliskipulag Hleina
við Herjólfsgötu. Breytingin felst í að
lóðirnar Herjólfsgata 30, 32 og 34 eru
sameinaðar í eina lóð þar sem gert er ráð
fyrir tveimur fjögurra hæða byggingum
með 32 íbúðum og bílakjallara.
Walter Ehrat íbúi að Dranga götu 1
segist ekki hafa trúað eigin augum þegar
hann sá að búið væri að senda út
tilkynningu um auglýsingu á þessari
breyt ingu. Árið 2006 var einnig auglýst
eftir athugasemdum íbúa við breytingu á
deiliskipulagi þar sem gert var ráð fyrir
blokkar íbúðum á svæði þar sem fyrir voru
tvö einbýlishús. Níu íbúar á svæðinu
sendu þá inn athuga semdir en þrátt fyrir
það var tillagan samþykkt í bæjarstjórn án
nokkurs samráðs við íbúa. Tillagan var
kærð til Úrskurðar nefndar skipulags og
bygginga mála (www.usb.is mál 91/2006
Hleinar) sem komst að þeirri niðurstöðu
árið 2009 að málsmeðferð hafi verið
ábótavant. Krafðist Úrskurðarnefnd
ógildingar á samþykkt bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar.
Walter segir að alla jafna hefði almennur
borgari talið að málinu væri lokið með
þeim úrskurði. „Enn á ný auglýsir Hafnar
fjarðarbær sömu breytingu á deiliskipulagi.
Það virðist sem mótmæli íbúa svæðisins
og niðurstaða Úrskurðarnefndar hafi lítið
vægi gegn hagsmunum verktaka sem
langar til að byggja blokkir á þessu fallega
svæði. Tillaga um breytinguna var tekin
fyrir á 1721. fundi bæjarstjórnar 19. mars
2014 og samþykkt án mikillar umræðu að
virðist. Það hefur margt verið gruggugt
við þetta mál frá upphafi og enn á ný
virðist eiga að reyna að læða því gegn
hugsanlega jafnvel án þess að bæjarstjórn
þekki forsögu málsins,“ segir Walter.
Walter segir að enn á ný verði íbúar að
reyna að verja sig fyrir þessum yfirgangi
með mótmælum og kærum. Hvetur hann
íbúa til að láta heyra í sér og mótmæla
þessum aðgerðum með því að gera sínar
athugasemdir við deiliskipulagstillöguna
fyrir 18. júní nk.
Byggja á blokkir í andstöðu við
íbúa í hverfinu
Úrskurðarnefnd krafðist ógildingar árið 2006
Þarna eiga að koma blokkir og húsið
verður rifið.
Flatahrauni 5a • sími 555 7030
www.burgerinn.is
©
F
ja
rð
ar
pó
st
ur
in
n
20
14
05
Sumarglaðningur!
gildir 22.-26. maí þegar sótt er
2 fyrir 1
15“ eldbökuð
pizza af matseðli
þegar keypt er 2 ltr. Coke
Á Facebook síðu Fjarðarpóstsins getur þú skoðað fjölmargar myndir
frá opnun frjálsíþrótta hússins í Kaplakrika, frá kóramóti eldri borgara,
frá leik SH og Ægis í sundknattleik og fleiru.