Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2014
Hafa Hafnfirðingar gert sér
grein fyrir því að þeir eiga 15% í
St. Jósefsspítala? Hafnfirðingar
hafa um málið að segja!
70% kosningabærra Hafnfirð
inga undir rituðu áskor
un til þá ver andi heil
brigð isráð herra og ríkis
ins sem er meiri hluta ð
eig andi sjúkra húss St.
Jós efs spítala um
óbreytta starfsemi í St.
Jósefs spítala. Ekk ert
var hlustað á stærst an
hluta kosn inga bærra
Hafnfirð inga.
Meirihlutaeigandinn,
ríkið og ráðherra, tók sér alræðis
vald með einhliða ákvörðun um
sameiningu við Landspítalann. Í
framhaldi af því árið 2011 tók
heilbrigðisráðherra fyrrverandi
ríkisstjórnar þá ákvörðun að St.
Jósefsspítali skyldi lagður niður
eftir 85 ára farsælt starf, þvert á
gefin loforð við bæjarfulltrúa um
að lyflækningadeild St. Jósefs
spítala yrði starfandi áfram þó
aðrar deildir yrðu lagðar niður
vegna niðurskurðar.
Svikin loforð, þrátt fyrir að
bæjarfulltrúar og meirihluti þá ver
andi ríkisstjórnar væru sömu
samstarfsflokkar.
Meirihlutaeigandinn tók eign
arnámi allar eigur sjúkra húss ins,
þar á meðal allar gjafir sem líknar
félög í Hafnarfirði höfðu gefið
sjúkra húsinu. Meirihluta eig and
inn, ríkið og ráð herra, ráðstafaði
að því er virðist án sam ráðs við
minni hluta eigand ann
Hafn ar fjarðarbæ og
bæjar full trúa öllum
eigum sjúkra hússins.
Hafnfirðingar minni
hluta eigandi, veit ekki
hvað varð um eigur
sjúkra húss ins?
Á St. Jósefsspítala
voru gerðar 4.000 skurð
að gerðir á ári, 750 augn
steinaaðgerðir ásamt
öðrum augnað gerð um. Röntgen
deildin var með 6.000 kom ur á ári
og þjónaði spítal anum og heilsu
gæslu Hafn ar fjarðar og Garða
bæjar ásamt öðrum stofn unum í
bænum. Kom ur á melt ingardeild
voru um 8.000 á ári, og sá deildin
jafnframt um eftirlits skráningu. Á
hand lækningadeild var lögð
áhersla á kvensjúkdóma og kven
sjúk dóma aðgerðir.
Staðan í heilbrigðismálum
Hafn f irðinga og annarra lands
manna er verri eftir lokun St.
Jósefsspítala!
Biðlistar hafa lengst! Sérstak
lega varðandi kvensjúkdóma og
þjónustu við konur. Það vantar
legupláss, sem St. Jósefsspítali
sinnti fyrir Hafnfirðinga og aðra
sem fóru í stórar aðgerðir, og gátu
verið seinni hluta meðferðar á St.
Jósefsspítala. Aukning verð ur yfir
60% á íbúum 65 ára og eldri frá
árinu 2014 (um 43.000) og fram
til ársins 2030 (um 70.000), það
verður að gera ráð fyrir vaxandi
þjónustuþörf við þennan aldurs
hóp. Ef starfsemi St. Jósefs spítala
verður endurreist, verður líka
möguleiki á nýsköpun í heil
brigðis þjónustu í Hafnarfirði.
Aðgerðir og ferilverk á St.
Jósefsspítala kostuðu um 1/3 af
sam bærilegum aðgerðum og
þjón ustu á Landspítalanum. Eng
inn sparnaður var því af hálfu
ríkisins, að leggja niður starf semi
St. Jósefsspítala, heldur meiri
kostnaður og minni lífsgæði fólks
á biðlistum.
Að framansögðu krefjast
nýstofnuð samtök hollvina St.
Jósefsspítala þess að heilbrigðis
starfsemi verði endurreist á St.
Jósefsspítala.
Vonandi geta Hafnfirðingar allir
og frambjóðendur til bæjar stjórn
arkosninga sameinast um endur
reisn starfsemi St. Jósefs spítala
sjúkl ingum, aðstand end um og
samfélaginu öllu til hags bóta.
Höfundur er íþróttakennari
og f.v. bæjarfulltrúi.
Steinunn
Guðnadóttir
Ákall til Hafnfirðinga!
St. Jósefsspítali –
tækifæri til framtíðar
St. Jósefsspítali hefur verið
auglýstur til sölu. Hafnfirðingar
eiga 15 % í spítalanum. Ekki er
hægt að selja spítalann án
samþykkis bæjarstjórnar. Lokun
Lyflækningadeildar St.
Jósefsspítala er veruleg
skerðing á þjónustu við
sjúka og aldraða í
Hafnarfirði og þarfnast
endurskoðunar, sér
stak lega ef færa á
málefni aldraðra fljót
lega til sveitarfélaganna
eins og virðist vera til
umræðu milli ríkis og
sveitarfélaga þessa
dagana. Hafnfirskir stjórnmála
menn þurfa á næsta kjörtímabili
að leita allra leiða til að koma
starfsemi í St. Jósefsspítala á ný
og gera kröfu um að staðið verði
við opnun Lyflækningadeildar
eins og lofað var við „sam
einingu“ St.Jósefsspítala og
Landspítala á sínum tíma.
Í grein sem Sigurður Guð
mundsson sérfr. Í lyflækningum
á Landspítala skrifaði í Lækna
blaðið 4. tbl. 2013 segir að
Landspítalinn sé yfirfullur, legu
plássum á Lyflækningadeildum
Land spítal ans hafi fækkað um
16 % frá 2008 og þanþol sé lítið
ef upp komi bráðasýkingar svo
sem inflúensa og nóróveiru
sýkingar, þannig að þörfin virðist
mikil fyrir Lyf lækninga deild/
deildar.
Spítalinn gæti einnig tekið
tekið við öldruð um sjúklingum
frá Landspítalanum eins og
Vífilsstaðaspítali ger ir í
dag, og létt þannig á
Landspítala. Einnig er
brýn þörf fyrir dag
vistun fyrir aldraða í
Hafnarfirði. Næg eru
því verkefnin fyrir
spítal ann. Kristján Þór
Júlíusson vel ferðar ráð
herra telur bygging una
ekki henta fyrir nútíma
sjúkrahússtarf semi en
hefur hann skoðað St. Jósefs
spítala sem var í nokkuð góðu
ástandi sem spítali fyrir 2½ ári
þegar honum var lokað, og í
engu verra ástandi en Landspítali.
Spítalinn þarfnast hinsvegar að
sjálfsögðu viðgerða eftir eyði legg
inguna sem gerð var við lokun
spítalans, og almenns við halds.
Benda má á að Fram kvæmda
sjóður aldraðra styrkir endurbætur
og breytingar á rýmum fyrir
aldraða. Ef til vill mætti sækja
fjármagn fyrir hluta af endur
byggingu spítalans þangað.
Höfundur er fyrrverandi
starfs maður St. Jósefsspítala,
læknaritari og sjúkraliði sem
situr í stjórn Hollvina-
samtaka St. Jósefsspítala.
Stefanía G.
Ámundadóttir
Skráning félaga
í Hollvinasamtök St. Jósefsspítala
Skrá má á: st.josefsspitali@gmail.com og á fundinum 26. maí.
Í stjórn Hollvinasamtaka St.
Jósepsspítala voru kosin:
Árni Sverrrisson fram
kvæmda stjóri Sólvangs, Guð rún
Bryndís Karlsdóttir, sjúkra liði og
umhverfis og byggingar verk
fræðingur, Stefanía Ámunda
dóttir læknaritari, Steinunn
Guðnadóttir, íþróttakennari og
fyrrverandi bæjarfulltrúi og dr.
Þórður Helgason, heilbrigðis
verkfræðingur á vísindadeild
LSH.
Í varastjórn: Bjarni Snæ
björnsson arkitekt, Elísabet
Ólafs dóttir framkv.stj. ÍBH, dr.
Lýður Árnason læknir, dr. Ólafur
Bjarnason læknir og dr. Ólöf
Guðný Geirsdóttir næringar
fræðingur.
Fjölmennur stofnfundur
Ný stjórn hefur verið kosin — Enn hægt að gerast félagi
F.v.: Bjarni Snæbjörnsson, Ólafur Bjarnason, Steinunn Guðnadóttir, Stefanía Ámundadóttir, Guðrún
Bryndís Karlsdóttir og Þórður Helgason.
Hægt er að skoða upptökur af stofnfundinum og fyrirlestrunum á honum á www.netsamfelag.is
Lj
ós
m
.:
Á
rn
i S
te
fá
n
Á
rn
as
on
Lj
ós
m
.:
Á
rn
i S
te
fá
n
Á
rn
as
on
Lj
ós
m
.:
Á
rn
i S
te
fá
n
Á
rn
as
on
Jóhannes Gunnar Bjarnason formaður Hollvinasamtaka
Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar hélt magnað erindi.