Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2014 Hafa Hafnfirðingar gert sér grein fyrir því að þeir eiga 15% í St. Jósefsspítala? Hafnfirðingar hafa um málið að segja! 70% kosningabærra Hafnfirð­ inga undir rituðu áskor­ un til þá ver andi heil­ brigð isráð herra og ríkis­ ins sem er meiri hluta ð­ eig andi sjúkra húss St. Jós efs spítala um óbreytta starfsemi í St. Jósefs spítala. Ekk ert var hlustað á stærst an hluta kosn inga bærra Hafnfirð inga. Meirihlutaeigandinn, ríkið og ráðherra, tók sér alræðis­ vald með einhliða ákvörðun um sameiningu við Landspítalann. Í framhaldi af því árið 2011 tók heilbrigðisráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar þá ákvörðun að St. Jósefsspítali skyldi lagður niður eftir 85 ára farsælt starf, þvert á gefin loforð við bæjarfulltrúa um að lyflækningadeild St. Jósefs­ spítala yrði starfandi áfram þó aðrar deildir yrðu lagðar niður vegna niðurskurðar. Svikin loforð, þrátt fyrir að bæjarfulltrúar og meirihluti þá ver­ andi ríkisstjórnar væru sömu samstarfsflokkar. Meirihlutaeigandinn tók eign­ arnámi allar eigur sjúkra húss ins, þar á meðal allar gjafir sem líknar­ félög í Hafnarfirði höfðu gefið sjúkra húsinu. Meirihluta eig and­ inn, ríkið og ráð herra, ráðstafaði að því er virðist án sam ráðs við minni hluta eigand ann Hafn ar fjarðarbæ og bæjar full trúa öllum eigum sjúkra hússins. Hafnfirðingar minni­ hluta eigandi, veit ekki hvað varð um eigur sjúkra húss ins? Á St. Jósefsspítala voru gerðar 4.000 skurð­ að gerðir á ári, 750 augn­ steinaaðgerðir ásamt öðrum augnað gerð um. Röntgen­ deildin var með 6.000 kom ur á ári og þjónaði spítal anum og heilsu­ gæslu Hafn ar fjarðar og Garða­ bæjar ásamt öðrum stofn unum í bænum. Kom ur á melt ingardeild voru um 8.000 á ári, og sá deildin jafnframt um eftirlits skráningu. Á hand lækningadeild var lögð áhersla á kvensjúkdóma og kven­ sjúk dóma aðgerðir. Staðan í heilbrigðismálum Hafn f irðinga og annarra lands­ manna er verri eftir lokun St. Jósefsspítala! Biðlistar hafa lengst! Sérstak­ lega varðandi kvensjúkdóma og þjónustu við konur. Það vantar legupláss, sem St. Jósefsspítali sinnti fyrir Hafnfirðinga og aðra sem fóru í stórar aðgerðir, og gátu verið seinni hluta meðferðar á St. Jósefsspítala. Aukning verð ur yfir 60% á íbúum 65 ára og eldri frá árinu 2014 (um 43.000) og fram til ársins 2030 (um 70.000), það verður að gera ráð fyrir vaxandi þjónustuþörf við þennan aldurs­ hóp. Ef starfsemi St. Jósefs spítala verður endurreist, verður líka möguleiki á nýsköpun í heil­ brigðis þjónustu í Hafnarfirði. Aðgerðir og ferilverk á St. Jósefsspítala kostuðu um 1/3 af sam bærilegum aðgerðum og þjón ustu á Landspítalanum. Eng­ inn sparnaður var því af hálfu ríkisins, að leggja niður starf semi St. Jósefsspítala, heldur meiri kostnaður og minni lífsgæði fólks á biðlistum. Að framansögðu krefjast nýstofnuð samtök hollvina St. Jósefsspítala þess að heilbrigðis­ starfsemi verði endurreist á St. Jósefsspítala. Vonandi geta Hafnfirðingar allir og frambjóðendur til bæjar stjórn­ arkosninga sameinast um endur­ reisn starfsemi St. Jósefs spítala sjúkl ingum, aðstand end um og samfélaginu öllu til hags bóta. Höfundur er íþróttakennari og f.v. bæjarfulltrúi. Steinunn Guðnadóttir Ákall til Hafnfirðinga! St. Jósefsspítali – tækifæri til framtíðar St. Jósefsspítali hefur verið auglýstur til sölu. Hafnfirðingar eiga 15 % í spítalanum. Ekki er hægt að selja spítalann án samþykkis bæjarstjórnar. Lokun Lyflækningadeildar St. Jósefsspítala er veruleg skerðing á þjónustu við sjúka og aldraða í Hafnarfirði og þarfnast endurskoðunar, sér­ stak lega ef færa á málefni aldraðra fljót­ lega til sveitarfélaganna eins og virðist vera til umræðu milli ríkis og sveitarfélaga þessa dagana. Hafnfirskir stjórnmála­ menn þurfa á næsta kjörtímabili að leita allra leiða til að koma starfsemi í St. Jósefsspítala á ný og gera kröfu um að staðið verði við opnun Lyflækningadeildar eins og lofað var við „sam­ einingu“ St.Jósefsspítala og Landspítala á sínum tíma. Í grein sem Sigurður Guð­ mundsson sérfr. Í lyflækningum á Landspítala skrifaði í Lækna­ blaðið 4. tbl. 2013 segir að Landspítalinn sé yfirfullur, legu­ plássum á Lyflækningadeildum Land spítal ans hafi fækkað um 16 % frá 2008 og þanþol sé lítið ef upp komi bráðasýkingar svo sem inflúensa og nóróveiru­ sýkingar, þannig að þörfin virðist mikil fyrir Lyf lækninga deild/ deildar. Spítalinn gæti einnig tekið tekið við öldruð um sjúklingum frá Landspítalanum eins og Vífilsstaðaspítali ger ir í dag, og létt þannig á Landspítala. Einnig er brýn þörf fyrir dag­ vistun fyrir aldraða í Hafnarfirði. Næg eru því verkefnin fyrir spítal ann. Kristján Þór Júlíusson vel ferðar ráð­ herra telur bygging una ekki henta fyrir nútíma sjúkrahússtarf semi en hefur hann skoðað St. Jósefs­ spítala sem var í nokkuð góðu ástandi sem spítali fyrir 2½ ári þegar honum var lokað, og í engu verra ástandi en Landspítali. Spítalinn þarfnast hinsvegar að sjálfsögðu viðgerða eftir eyði legg­ inguna sem gerð var við lokun spítalans, og almenns við halds. Benda má á að Fram kvæmda­ sjóður aldraðra styrkir endurbætur og breytingar á rýmum fyrir aldraða. Ef til vill mætti sækja fjármagn fyrir hluta af endur­ byggingu spítalans þangað. Höfundur er fyrrverandi starfs maður St. Jósefsspítala, læknaritari og sjúkraliði sem situr í stjórn Hollvina- samtaka St. Jósefsspítala. Stefanía G. Ámundadóttir Skráning félaga í Hollvinasamtök St. Jósefsspítala Skrá má á: st.josefsspitali@gmail.com og á fundinum 26. maí. Í stjórn Hollvinasamtaka St. Jósepsspítala voru kosin: Árni Sverrrisson fram­ kvæmda stjóri Sólvangs, Guð rún Bryndís Karlsdóttir, sjúkra liði og umhverfis­ og byggingar verk­ fræðingur, Stefanía Ámunda­ dóttir læknaritari, Steinunn Guðnadóttir, íþróttakennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi og dr. Þórður Helgason, heilbrigðis­ verkfræðingur á vísindadeild LSH. Í varastjórn: Bjarni Snæ­ björnsson arkitekt, Elísabet Ólafs dóttir framkv.stj. ÍBH, dr. Lýður Árnason læknir, dr. Ólafur Bjarnason læknir og dr. Ólöf Guðný Geirsdóttir næringar­ fræðingur. Fjölmennur stofnfundur Ný stjórn hefur verið kosin — Enn hægt að gerast félagi F.v.: Bjarni Snæbjörnsson, Ólafur Bjarnason, Steinunn Guðnadóttir, Stefanía Ámundadóttir, Guðrún Bryndís Karlsdóttir og Þórður Helgason. Hægt er að skoða upptökur af stofnfundinum og fyrirlestrunum á honum á www.netsamfelag.is Lj ós m .: Á rn i S te fá n Á rn as on Lj ós m .: Á rn i S te fá n Á rn as on Lj ós m .: Á rn i S te fá n Á rn as on Jóhannes Gunnar Bjarnason formaður Hollvinasamtaka Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar hélt magnað erindi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.