Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 22. maí 2014 Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH hefur vakið athygli margra á hlaupabrautinni. Á laugar­ daginn setti hún Íslandsmet í 400 m hlaupi utanhúss á Vor­ móti HSK sem haldið var á Selfossi. Hún keppi í flokki 14 ára og nýja metið er 57,70 sek. Gamla metið átti hún sjálf. Hún á einnig metið innanhúss, 56,05 sek. svo búast má við miklu af Þórdísi Evu í framtíðinni. Íslandsmeistarinn kastaði 53,17 m í sleggjukasti Á sama móti náði Vigdís Jónsdóttir (17) úr FH góðum árangri í sleggjukasti þrátt fyrir úrhellis rigningu. Kastaði hún sleggjunni 53,17 m, sem er 3. besti árangur í þessari grein frá upphafi og nýtt vallarmet á Selfossi. Vigdís á sjálf Íslands­ metið í sleggjukasti sem hún setti á móti í Kaplakrika 6. apríl sl. Þá kastaði hún 55,23 m en fyrra met hafði staðið í 5 ár. 30 ára Stofnuð 1983 styrkir barna­ og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Alþjóðadagur hjá Framsókn Laugardaginn 24. maí kl. 12 Félags- og húsnæðismála- ráðherra, Eygló Harðardóttir, verður á staðnum. Alþjóðlegar veitingar og skemmtiatriði. Allir velkomnir! Linnetsstíg 2 www.facebook.com/framsoknhafnarfj Þórdís Eva í Kaplakrika. Frjálsar íþróttir Íslands met Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: af fh frj al sa r.n et Kynntu þér stefnuskrá Sjálfstæðisokksins í Hafnarrði á › hafnarordur.xd.is Laugardaginn 24. maí kl. 12 - 14 GRILLVEISLA Á STRANDGÖTUNNI Kosningaskrifstofan að Norðurbakka 1a verður opin alla daga milli kl. 10 - 18 fram að kosningum og XD kosningabíllinn verður á ferðinni vítt og breitt um bæinn. Blöðrur fyrir börnin! Hlökkum til að sjá ykkur! Frambjóðendur Sjálfstæðisokksins bjóða alla Hafnrðinga velkomna í grillveislu á túninu við Strandgötu (á móti Eymundsson) laugardaginn 24. maí milli kl. 12-14. BREYTUM SAMAN BYGGJUM UPP

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.