Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. september 2014
RAGNAR SCHEVING
ÚTFARARÞJÓNUSTA
ÓLÖF HELGADÓTTIR
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON
ÚTFARARSTJÓRI
FRÍMANN ANDRÉSSON
ÚTFARARSTJÓRI
FJÖLSMÍÐ
LÍKKISTUVINNUSTOFA
Síðan 1993
Stapahraun 5
220 Hafnarfjörður
www.uth.is
uth@simnet.is
565-9775
Það er farið að hausta. Lauf er
farið að falla og í haustlitir eru að
koma á trén. Þá ætti sumarverkum
að vera lokið, bæði hjá íbúum og
bæjarfélaginu okkar. Víða eru göt
ur merktar með hvítri málningu og
á að vera merki um viðgerðir.
Auð vitað vildum við hafa göturnar fínar á sumrin en það
er líklega mikilvægara að loka holum og rifum í malbik
inu fyrir veturinn. Merkingar á yfirborði vegar hafa oft
valdið mér heilabrotum. Af hverju er t.d. brotalína á milli
akreina í tvístefnugötu þegar ekið er út úr hringtorgi en
ekki þegar ekið er inn í þau? Gangbrautir eru ætlaðar
gangandi vegfarendum og eru settar svo fólk fari ekki
hvar sem er yfir götuna og þar eiga að vera merkingar
svo ökumenn sjái greinilega að þarna megi þeir eiga von
á gangandi fólki. Af hverju eru sums staðar aðeins tvær
hvítar línur yfir götuna þegar reglur segja að þar eigi að
vera sebrabraut? Af hverju er víða tekið úr gangstéttarbrún
og úr miðeyju án þess að þar sé að finna neinar gang
brautar merkingar. Fólk tekur þessu sem gang brautum en
ökumenn ekki! Á þessu bera bæjaryfirvöld ábyrgð. Á
þetta hefur oft verið bent og víða hefur verið brugðist við
en alls ekki alls staðar. Vill ekki einhver sem ber ábyrgð
á þessum málum skýra út fyrir bæjarbúum hvers vegna
þetta sé svona?
Spennandi verður að sjá hvernig ný bæjarstjórn ætlar
að nýta og markaðssetja allar lausu lóðirnar í Skarðshlíð.
Þar liggja miklir fjármunir fastir og fleiri íbúum fylgir
aukið útsvar. Engin framtíðaráform hafa verið kynnt og
það hlýtur að liggja á að koma lóðunum í verð. Mjög
þarf að vanda til skipulagsvinnu og allt of oft þarf að gera
breytingar á skipulagi sem bæði geta verið kostnaðar
samar og auk þess oft til ama fyrir íbúa. Þá verður líka
spennandi að sjá hvort ný bæjarstjórn hafi metnað til að
halda hugmyndasamkeppni um nýtt miðbæjarskipulag
sem miðar að því að fjölga verslunarrýmum við Strand
götuna og gera hana líflegri. Hveitibrauðsdögum nýrrar
bæjarstjórnar fer brátt að ljúka og við bæjarbúar bíðum
spenntir eftir aðgerðum. Í samtali við Fjarðarpóstinn
segir Haraldur L. Haraldsson, nýr bæjarstjóri að vinna
eigi á næstu 46 mánuðum úttekt á rekstri bæjarins og
stjórnkerfinu og þá megi búast við tillögum til endurbóta.
Það þýðir að í janúar til mars á næsta ári verði tillögurnar
klárar. Hann setur fram athyglisverðar skoðanir á því að
hægt sé að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins nokkuð
hratt án þess að skera niður. Segir hann að hagræðing
þurfi ekki að fela í sér niðurskurð. Oft megi gera hlutina
á hagkvæmari hátt og jafnvel betur!
Guðni Gíslason ritstjóri.
leiðarinn
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf.
Ritstjóri: Guðni Gíslason
Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson.
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
www.facebook.com/fjardarposturinn
Sunnudagurinn 7. september
Messa kl. 11
Sr. Jón Helgi, Guðmundur organisti og
Barbörukórinn annast stundina.
Messunni verður útvarpað
Sunnudagaskóli kl. 11
í safnaðarheimilinu í umsjón Önnu Elísu.
Öll börn velkomin og eru foreldrar
hvattir til að koma með þeim.
Uppbyggjandi og skemmtileg stund.
Handavinnukvöld kvenfélagsins
fimmtudaginn 4. sept kl. 20
www.hafnarfjardarkirkja.is.
HAFNARFJARÐARKIRKJA
1914 - 2014
35 ár
Stolt að þjóna ykkur
Útfararskreytingar
kransar, altarisvendir,
kistuskreytingar,
hjörtu
Bæjarhrauni 26
Opið til kl. 21 öll kvöld
Símar 555 0202 og 555 3848
www.blomabudin.is
Sunnudagurinn 7. september
Sunnudagaskóli kl. 11
Gospelguðsþjónusta kl. 20
Kór kirkjunnar og húsbandið leiða tónlistina.
Hressing og samfélag á eftir.
Starf barnakórsins á mánudögum kl. 15:00
Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:30
Nýr gospelkór fyrir unglinga 13 ára og eldri
byrjar föstudaginn 12. sept. kl. 16:30
Hausthátíð Ástjarnarkirkju
sunnudaginn 14. september.
Fjölbreytt dagskrá, m.a. Ástjarnarkirkjuhlaupið
www.astjarnarkirkja.is
Sunnudagurinn 7. september
Kvöldmessa kl. 20
Kórinn og Fríkirkjubandið sjá um tónlistina.
Sunnudagaskóli
er alla sunnudaga í kirkjunni kl. 11.
Foreldramorgnar
eru í safnaðarheimilinu
á miðvikudögum kl. 10-12.
Krílasálmar - tónlistarnámskeið
fyrir börn á aldrinum 3-24 mánaða er í
kirkjunni á fimmtudögum frá 10:30 til 11:15.
Valgreiðsluseðill er nú aðgengilegur í
heimabanka - þökk sé þeim er greiða.
Við minnum á bókina okkar,
Loksins klukknahljóm.
Fæst á www.frikirkja.is, í safnaðarheimilinu,
Fjarðarkaupum, Kirkjuhúsinu, Blómabúðinni
Burkna og Hár-Ellý á 4.900 kr.
www.frikirkja.is
Víðistaðakirkja
Vetrarstarfið að hefjast
Sunnudagur 7. september:
Sunnudagaskólinn kl. 11
Mikið gaman!
Guðsþjónusta kl. 11
Molasopi á eftir
Starfsfólk Víðistaðakirkju
www.vidistadakirkja.is