Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. september 2014 húsnæði í boði Stór íbúð til leigu í vetur. Falleg 150 m² 5 herbergja íbúð í tvíbýlis­ húsi til leigu miðsvæðis í Hafnarfirði til 1.júní nk. Stórar stofur á efri hæð ásamt eldhúsi og baðherbergi. Á neðri hæð eru 4 svefnherbergi, þvottahús, þurrkherbergi og lítið salerni. Íbúðin leigist með eða án húsgagna. Tilvalið fyrir pör eða einstaklinga sem vilja deila íbúð. Uppl. Í síma 845 4036. húsnæði óskast Hjón, 36 ára lögfræðingur og 39 ára tölvunarfræðingur í sjálfstæð­ um rekstri óska eftir 3­4 her­ bergja íbúð/húsi í Hfj. til leigu frá sept/okt. Erum mjög traust og reglu söm. Reyklaus með 2 sætar innikisur. Mjög áreiðanlegir leigjendur og góð greiðslugeta. Uppl. í síma 868 1379 eða elsaedv@gmail.com. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 ­ 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 ­ hjalp@gudnason.is Húsgagna­, dýnu­ og teppa hreins­ un. Við djúphreinsum: rúmdýnur, sófasett, tungusófa, hægindarstóla, teppi og mottur. s. 780 8319 eða email: djuphreinsa@gmail.com Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Heimilis­ og flutningþrif. Tek að mér heimilis­ og flutningsþrif. Er vön og vandvirk. Uppl. í s. 8486698. Heimilisþrif. Tek að mér heimilisþrif. Vönduð vinna. Uppl. í síma 848 5681. Vantar þig heimilisþrif? Ég get bætt við mig húsum, er bæði vand virk og mjög vön. Endilega hafið sam band eftir kl. 5 í síma 699 7830. Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Bílar Hyundai Starex, 4X4, 7 manna, árg. 2000 til sölu. Ekinn um 170 þús. km, einn eigandi. Skoðaður athuga­ semda laust. Ný tímareim. Frábær fjölskyldubíll og ferðabíll og til flutninga. Verð: 350 þ. Uppl. í s. 896 4613 óskast Óska eftir ódýrum sláttutraktor. Má þarfnast viðgerðar. Uppl í síma 693 9603. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT Aðalfundur Leikfélagsins Leikfélag Hafnarfjarðar heldur framhaldsaðalfund í kvöld, fimmtu­ dag kl. 20 í Gaflaraleikhúsinu. Þar munu endurskoðaðir reikningar verða lagðir fram og kynnt það sem fram­ undan er hjá leikfélaginu. Það verður blásið til sóknar á nýju leikári: leiksýningar, Hið Vikulega og fullorð­ insnámskeið í leiklist. Félagar, nýjir sem gamlir, velkomnir. Frumsýning - Næstum sjö Leikhópurinn Óríon frumsýnir á morg­ un, föstudag kl. 20 sýninguna Næst­ um sjö í Gaflaraleikhúsinu. Næstu sýningar verða 6., 13. og 14. sept em­ ber. Næstum sjö er grátbros legt verk sem fjallar um tvær íslenskar fjöl skyld­ ur sem bindast örlagaböndum í gegn­ um klæki huldumanns. Tveir auðjöfrar þurfa að gifta börnin sín til að tryggja auðæfi sín til æviloka en sá hængur er á að á meðan stúlkan er tæplega tvítug er drengurinn næstum sjö. Sýning í Hafnarborg Nú stendur yfir sýningin Rás í Hafnarborg. Á sýningunni eru ný verk eftir mynd listar mennina Daníel Magn­ ús son, Guðrúnu Hrönn Ragn ars­ dóttur, Ívar Brynjólfsson, Ívar Val­ garðs son, Sól veigu Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurð ardóttur. Á sýningunni Rás er teflt saman verkum listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Margrét sýnir lampa Margrét Guðnadóttir hefur unnið að hönnun á lömpum og spiladósum undanfarin ár. Hún sýnir nú lampa unna úr pappír, ýmist pappírsbrot eða úr pappírs snæri sem lýsa mun upp glugga verslunarinnar Fríðu að Strand götu 43 allan september. Sendið stuttar tilkynningar á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf PANTAÐU Á NETINU OG FÁÐU AFSLÁTT REYKJAVÍKURVEGI 60 – SÍMI 561 0562 Nýir eigendur Lögmanna Hafnarfirði Lögmannsstofan Lögmenn Hafnarfirði, Reykjavíkurvegi 60, hefur skipt um eigendur, en stofan var stofnuð árið 1984. Nýir eigendur Lögmanna Hafn­ ar firði eru Gunnar Sv. Friðriks­ son, hdl. og Þuríður B. Sigurjóns­ dóttir, hdl. Fyrri eigendur hennar voru lögmennirnir Ólafur heitinn Rafnsson, Bjarni S. Ásgeirsson og Ingi H. Sigurðsson. Bjarni og Ingi munu enn um sinn starfa á stofunni. Nýir eigendur Lög­ manna Hafnarfirði munu áfram sinna lögmannsþjónustu fyrir gamla viðskiptavini og bjóða nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. Stofan mun hér eftir sem hingað til veita einstakling­ um, fyrirtækjum og stofnunum þjón ustu. Fíkniefni fundust Lögreglan á höfuðborgar­ svæðinu leitaði á tveimur stöð­ um í Hafnarfirði 27. ágúst sl. Á öðrum þeirra var lagt hald á um 1,5 kg af kannabisefnum auk ýmissa muna sem grunur leikur á að séu þýfi. M.a. fannst talsvert af verkfærum og nokkr­ ar fartölvur. Á hinum staðnum, í óskyldu máli, tók lögregla einnig í sína vörslu um hálft kíló af kannabisefnum. Hús ráð­ andi, karl á fertugsaldri, var handtekinn í þágu rannsókn ar­ innar en í fórum mannsins fannst enn fremur amfetamín. Útivistartíminn styttist Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga. Virðum reglurnar Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20 eftir 1. september. Börn 12­16 ára mega lengst vera úti til 22 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu. Slíkar undan­ þágur verða æ fátíðari og for­ eldrar látnir vita um slíkt. Foreldrar hafa fullan rétt til að stytta þennan útivistartíma, taka þarf mið af aðstæðum hverju sinni og foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum og unglingum. Virkir foreldrar Geir Bjarnason forvarnafulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ segir að þátttaka foreldra í Foreldrarölti hafi stutt við að útivistartíma sé framfylgt auk þess sem það að foreldrar hittast gefi þeim tækifæri á að standa enn betur saman því að huga að velferð barna. Segir hann unglinga ekkert erindi eiga út eftir að útivistartíma er lokið. „Foreldrar, stöndum saman að því að tryggja að börnin okkar alist upp í heilbrigðu umhverfi,“ segir Geir Bjarnason forvarna­ fulltrúi. Íbúar Hafnarfjarðarbæjar hafa orðið: Grænir vellir Grænt er vænt. Gras er grænt ­ allavega hálft árið. Til stendur að tyrfa hraunmulning meðfram Ásbrautinni fyrir grænkun Ás ­ valla. Er þetta tímaskekkja og ekkert sérlega grænt? Grasið heimtar margar hendur, ófáar vinnuvélar og nóg af eldsneyti. Á meðan falla gróðurreitir í órækt t.d við hverfisskólann. Timburverk þyrst ir í fúavörn. Leiksvæði drabb ast niður. Torf… Höfum við betri hugmyndir? Margrét Geirsdóttir, íbúi á Völlum. ...blaðið sem allir Hafnfirðingar lesa Hvar auglýsir þú? ..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.