Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. september 2014 Tónlistarskóli Hafnarfjarðar NÝTT! SÖNGNÁMSKEIÐ 10 vikna söngnámskeið hefst 22. sept. nk. Verð: 25.000 kr. § Góður undirbúningur fyrir kórsöng og frekara söngnám § Grunnþjálfun í tónfræðum § Kennslutímar eftir samkomulagi § Sameiginlegur undirleikur Söngkennarar Erna Guðmundsdóttir Guðlaugur Viktorsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Allar nánari upplýsingar veitir skrifsstofa Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í síma 555 2704 og á netfangið tonhaf@hafnarfjordur.is www.tonhaf.is Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir félagasam­ tökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Verkefni eða viðburðir skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. Verkefni eru ekki styrkt eftirá. Sjá nánar reglur um styrkveitingar og umsóknar­ eyðublað á www.hafnarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til 26. september 2014 og skal úthlutun lokið fyrir 1. desember 2014. Fyrirspurnir má senda á jonaosk@hafnar fjordur.is Aðstoð við skráningu er hægt að fá í þjónustveri Hafnarfjarðarbæjar í síma 585 5500 eða í gegnum netspjall á heimasíðunni. STYRKIR BÆJARRÁÐS 2014 Það var haustið 2010 að ákveðið var að láta á það reyna hvort grundvöllur væri fyrir þróunarverkefni í 4. bekk í anda Stóru upp­ lestrarkeppninnar sem átti 15 ára afmæli í Hafnarfirði það árið. Efnt var til nokkuð margra funda með umsjónar kennur um þessa árgangs og er skemmst frá því að segja að hugmyndin fékk góðar viðtökur og með stuðningi frá Skólaskrifstofu var mótað nýtt þróunarverkefni sem nú í vor endaði með 18 hátíðum í öllum grunnskólunum. Verkefnið er formlega sett af stað á degi íslenskrar tungu í nóvem­ ber og frá upphafi er lögð mikil áhersla á samvinnu við heimilin og að fá foreldra til að taka virkan þátt í verkefninu. Fá verkefni eru betur til þess fallin að auka slíka samvinnu því allir gera sér grein fyrir því hve lestr­ arnámið er mikilvægt og hversu góður árangur í lestri styrkir nemendur á öðrum vett vangi og markmiðið er einnig að efla sjálfs traust nemendanna. Óhætt er að segja að verkefnið hefur staðið undir öllum vænt­ ingum og virðist kærkomið og veitir stuðning við það góða starf sem unnið er á þessu aldursstigi í grunnskólum Hafn­ arfjarðar. Kennarar skila grein­ argerð að vori og það er samróma álit þeirra að Litla upplestr ar keppnin sé verkefni sem skili miklum árangri og að þeirra mati góður grunn ur að betri lestrar­ færni og skilningi á því efni sem nemendur lesa. Mark mið verkefnisins er að geta lesið upp sjálfum sér og öðrum til ánægju og er það ávallt haft að leiðarljósi að allir nemendur komi fram á hátíð­ unum og lesi ýmist í talkórum eða á þann hátt sem kennari stýrir hátíðinni. Allir eru sigur­ vegarar, allir fá viður kenningar­ skjal og mark miðið með keppn­ is hugtakinu er að verða betri í lestri í dag en í gær. Fleiri bæjar­ félög feta nú í fótspor grunn­ skólanna hér og er það sérlega ánægjulegt að vagga þessa verkefnis sé hér í Hafnar firði eins og Stóru upplestrar keppn­ innar. Höfundur er skrifstofustjóri Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar Ingibjörg Einarsdóttir Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk 18 lokahátíðir í Hafnarfirði vorið 2014 Ertu búin/n að smella á LIKE á Fjarðarpóstinn Yngsta fasteignasalan í Hafnarfirði fagnaði árs afmæli sl. föstudag. Það var að sjálf sögðu gert með afmælistertu og opnu húsi og fjölmargir lögðu leið sína á skrifstofu RE/MAX Fjarðar við Lækjargötuna. Guðrún Þórhalla Helgadóttir, framkvæmdastjóri segir starfsemina hafa gengið vel og að þetta fyrsta starfsár hafi verið skemmtilegt og lærdómsríkt. Í upphafi hafi starfsmenn verið fjórir en eru nú orðnir sjö. Guðrún er virkilega ánægð með móttökur Hafnfirðinga og nær sveitar menn. Töluvert er um að fólk komi inn af götunni til að skoða starfsemina og afla upplýsingar um fasteignir. Staður inn sé því mjög líflegur enda er fasteignasalan okkar í hjarta Hafnarfjarðar. Segir hún að RE/MAX Fjörður hafi komið inn sem valkostur fyrir Hafn firðinga og segist hún mjög ánægð með viðtökurnar. Hún segir sölumenn fyrirtækisins leggja mikla vinnu og metnað í þjónustuna og sendi t.d. aldrei viðskiptavini eina til að skoða eignir. Guðrún segir að þau finni fyrir aukinni bjartsýni meðal við skipta­ vina og að það sé að lifna yfir fasteignamarkaðnum. Minni eign ir fari fljótt og mikil eftir­ spurn sé eftir slíkum eignum og meðalstórum eignum. Þá bendir hún á að verð hafi hækkað á Völl­ unum, áhugi fyrir hverfinu hafi aukist enda sé hverfið mjög barn­ vænt og bjóði upp á fjölda útivistarmöguleika. Að lokum segist Guðrún horfa björtum augum til framtíðar og býður alla þá sem eru í fasteigna­ viðskiptum velkomna í heim­ sókn. Starfsfólk RE/MAX Fjarðar: Víglundur, Páll, Jóhann, Ársæll, Guðrún, Hildur og Tryggvi. Ársafmæli RE/MAX Fjarðar Mikil eftirspurn eftir minni eignum í Hafnarfirði Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.