Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Page 4

Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Page 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. september 2014 Hver er Haraldur L. Haralds­ son? Hvar ólst þú upp við við hvers konar aðstæður? „Ég ólst upp í Keflavík í stórri fjölskyldu. Ég er næst yngstur sjö systkina og við áttum gott heimili þar sem afi og amma bjuggu hjá okkur um tíma. Faðir minn var verk taki á Keflavíkurflugvelli eins og tíðkaðist á þeim tíma og ég gekk alla mína grunnskóla­ göngu í Keflavík.“ Hvernig var Keflavík á þessum tíma? Upplifðir þú bítlaæðið og fótboltann? „Já, já, ég var reyndar mjög rólegur unglingur en einhvern þátt tók maður í þessu. Ég var frekar til baka og hlédrægur strákur og t.d. ekki með mjög sítt hár!“ Haraldur fór svo í Verslunar­ skóla Íslands og tók þaðan stú­ dentspróf en hélt þaðan til Eng­ lands og tók þaðan M.S. og B.S. gráðu í hagfræði frá Queen Mary College, University of London. Þegar heim var komið tók við stunda kennsla í hagfræði við Versl unarskólann, var fulltrúi í fjár málaráðuneytinu í þrjú ár þar til að hann réð sig sem bæjarstjóri á Ísafirði 1981 og starfaði þar í 10 ár. Þá tók við framkvæmda­ stjórastarf hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi en síðan var hann sjálfstætt starfandi hagfræðingur og ráðgjafi í sjö ár er hann réð sig sem sveit­ ar stjóri í Dalabyggð árið 2001 og var hann þar í 5 ár. Þá tók við framkvæmdastjórastörf hjá Nýsi hf. og var hann forstjóri þess um tíma að beiðni stærstu kröfuhafa árið 2009. Síðan hefur Haraldur verið sjálfstætt starfandi, verið fram kvæmdastjóri rekstrarfélags­ ins Fossa leyni 1 sem rak Egilshöll um tíma og var í fjárhaldsstjórn Sveit arfélagsins Álftaness. Þá starf aði hann sem sérfræðingur Sam ráðsnefndar ríkis og sveitar­ félaga um efnahagsmál og hefur svo verið frá 2010 sjálfstætt starf­ andi ráðgjafi og hagfræðingur. Listinn af útgefnu efni og fyrir­ lestrum er langur og greinilegt að Haraldur er hokinn af reynslu sem eflaust á eftir að koma sér vel í starfi hans sem bæjarstjóri. Þú segir í umsókn þinni að þau verkefni sem bíði séu krefjandi en áhugaverð. Hver eru þau? „Í öllum sveitarfélögum bíða alltaf krefjandi og áhugaverð verk efni. Ég tala nú ekki um, kom andi í þriðja stærsta sveitar­ félag landsins þá eru verkefnin ærin. Það ber að leggja áherslu á að við sem erum í starfi hjá sveitar félaginu erum í þjónustu­ hlutverki og erum að þjóna íbúum sveitar félagsins og erum líka að fara með peninga þess. Mark­ miðið hjá okkur er að framfylgja þeim ákvörð unum sem bæjar­ stjórn tek ur á hverjum tíma og að veita sem besta þjónustu á sem hag kvæmastan hátt. Þannig að hægt sé að nýta peningana betur og jafnvel lækka skatta og þær álögur sem lagðar eru á til að hægt sé að veita þessa þjónustu. Ég er þeirrar skoðunar, sem ég byggi á reynslu minni af úttektum hjá sveitar félög um að það er hægt að gera mjög mikið í hag ræðingu hjá sveit ar félögum. Þá vil ég gera greinarmun á hagræð ingu og að skera niður. Mér finnst það ekki rétt aðferðar fræði að fara í niður­ skurð því þá er verið að skerða þjónustu til að gera eitt hvað ómarkvisst. Ég vil hagræða án þess að skera niður og jafnvel auka þjónustuna en fyrir minni pening. Þetta er ekki bara vanda­ mál sveitarfélaganna. Fyrir tæki og bankastofnanir geta hagað rekstr inum á ódýrari hátt en gert er. Þegar sagt er að háir vextir séu tilkomnir vegna þess að við séum ekki hluti af stærri einingu eða í Efnahagsbandalaginu, þá segi ég að vandinn sé frekar heimavandi, bankakerfið sé of stórt og of dýrt. Og ég fullyrði eftir að hafa tekið þátt í hag ræðingu hjá sveitar­ félögum þá sé líka hægt að ná sam bærilegum árangri í rekstri fyrirtækja. Okkur hættir svo til í rekstri sveitarfélaga og fyrirtækja að hækka alltaf álögurnar í stað þess að spyrja hvort hægt sé að lækka útgjöldin.“ Nú eru fræðslumálin lang­ stærstu útgjöld sveitarfélaga. Er hægt að spara þar? „Markiðið er ekki að spara. Mar miðið á að vera að ná fram sömu þjónustu og jafnvel betri þjón ustu fyrir minni pening. Þegar sveitarfélag er farið að velta 19 þúsund milljónum þá er spurning hvort þá sé ekki hægt að gera sömu hluti fyrir minni pening. Mín reynsla hefur sýnt að þetta er hægt. Hafnar fjörður er ekkert öðruvísi en önn ur sveitar­ félög. Það er hægt að hagræða í öllum sveitarfélögum. Þetta byggi ég á reynslu minni af úttektum á rekstri margra sveitarfélaga og alls staðar hef ég getað lagt fram tillögur um hagræðingu. Og ég legg áherslu á að tillögurnar mið­ ast við það að draga ekki úr þjón­ ustu heldur efla hana og gera ekki öðru vísi en þeir sem eru að gera þetta vel. Því er mikilvægt varð­ andi einstaka stofnanir að horfa til ann arra sveitarfélaga og læra af þeim sem eru að gera vel og jafn­ vel til stofnana hjá sveitar félaginu sjálfu.“ Þú kemur inn á pólitískum tímamótum og tímamóta breyt­ ingu þegar bæjarstjóri er ekki valinn úr hópi bæjarfulltrúa. Þér hlýtur að hafa verið gerð grein fyrir stöðu bæjarins. Er fjárhags­ leg staða bæjarins slæm? „Ég vil ekki nota orðið slæmt en það hlýtur að vera alveg ljóst að ef við allir, bæjarfulltrúar og bæjar búar fengjum að velja þá mynd um við vilja að staðan væri betri. Ég lít hins vegar á þetta sem verkefni sem við munum leysa á ekki mjög löngum tíma. Ég full­ yrði að við munum laga þessa stöðu og ég ætla ekkert að draga úr því að það var margt gott gert á síðasta kjörtímabili til þess að bæta fjárhagsstöðuna. Við erum að reka svona sveitarfélög frá degi til dags og margt breytist og við ætlum bara að bæta okkur og gera betur. Reynslan mín af fyrri verkefnum, þar sem ég að vísu hef ekki verið við stjórnvölinn en hef komið með tillögur til úrbóta, hefur sýnt mér að þetta er hægt að gera og ég trúi því ekki að mér fari að mistakast þegar ég á að stýra umbótunum sjálfur. Hins vegar er mikilvægt að leggja áherslu á að þetta er ekki verk eins manns. Það skiptir höfuðmáli að það takist að móta samstöðu um þær aðgerðir sem þarf að ráðast í. Líka með starfsmönnum og bæjarbúum. Reynsla mín segir að það eigi að nást samstaða. Það gustar oft af stjórnmálamönnum á bæjar­ stjórnar fundum en ég held að þegar fólk er að vinna saman þá eru markmiðin þau sömu og ég hef trú á að menn komist sam­ eiginlega að góðri niðurstöðu.“ Hvaða möguleika sérð þú fyrir Hafnarfjörð? „Við eigum að horfa fram á veginn og við þurfum að vera vakandi og hafa frumkvæði í að taka upp nýja þætti og það er gríðarlega mikilvægt að fá fólk til að flytja hingað til Hafnarfjarðar og að fá fyrirtæki til þess að koma hingað o.s.frv. og það er okkar hlutverk að skapa þetta umhverfi sem fær fólk og fyrirtæki til að koma hingað. Við erum engir eftir bátar stærstu sveitarfélaganna en fólksfjölgun frá 2005 hefur verið rúm 24% sem er svipað og í Kópavogi. Við eigum byggingar­ landið og þurfum að skapa aðstöðu til að taka á móti nýju fólki.“ Hér hefur verið lögð mikil áhersla á uppbyggingu iðnaðar­ svæða. Er það að skila nægilega miklu til sveitarfélagsins í ljósi þess að einu beinu tekjurnar af fyrirtækjum eru fasteignagjöldin? „Það er mjög auðvelt að sýna fram á það að þar sem er atvinna, þar er fólk. Með því að laða að bæn um fyrirtæki er óbeint líka verið að laða að bænum fólk. Fólk vill vera eins nálægt sínum vinnu­ stað og mögulegt er. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að höf­ uð borgarsvæði er öðruvísi hvað þetta varðar en úti á landi, þá er það rétt hjá þér að einu beinu tekjur sveitarfélaganna af fyrir­ tækjunum eru fasteignagjöldin. Rík ið hefur nánast alla aðra skatta. Það er hins vegar öruggt að eitthvað af starfsfólki fyrirtækja sem kemur í Hafnarfjörð mun setj ast hérna að og fyrirtækin munu í auknum mæli sækja þjón­ ustu í Hafnarfjörð. Þannig aukast umsvifin og kakan stækkar.“ Má búast við breytingum í em bættismannakerfinu nú þegar ráðinn er utanaðkomandi bæjar­ stjóri? „Það liggur fyrir að við förum mjög hratt í að skoða allan rekst­ urinn og þá verður stjórnkerfið líka skoðað. Það er ásetningur okkar að taka okkur næstu 4­6 mánuði í þetta og þá munu liggja fyrir tillögur um hvað verður gert. Reynsla mín segir mér að það fylgja þessu alltaf breytingar, þó mismiklar. Þessu þarf ekki endi­ lega að fylgja mannabreytingar. Mér finnst mikið atriði að við hlúum að þeim mannauði sem við höfum fyrir áður en við köllum til nýtt fólk. Það er frekar að skoða hvað við höfum innandyra. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að vinna öll saman, starfsmenn, bæjarstjórn og jafnvel bæjarbúar.“ Bæjarbúar bíða nú eflaust spennt ir eftir niðurstöðum úr þessari úttekt sem búast má við eftir 4­6 mánuði. Fjöldi verkefna býður nýs bæjarstjóra sem sjálf­ ur segist rétt vera að máta stól­ inn. Þá er nærtækast að spyrja hann með hvaða liði hann haldi í boltanum: „Strákarnir mínir segja mér að ég sé óttalegur tækifærissinni í fótbolta. Ég hef fylgt liðunum þar sem Íslendingarnir hafa verið að spila í Evrópu þannig að ég hef ekki verið aðdáandi neins félags. Ætli það verði ekki svipað hér og ég verð alveg með óbundn ar hendur. FH og Haukar eru ekki í sömu deildinni í fótboltanum svo ég get haldið með þeim báð um. Það verður hins vegar erfiðara í handboltanum svo ég held bara með Hafnarfirði!“ Haraldur segist vera mjög spennt ur að takast á við krefjandi og skemmtilegt verkefni. „Ég hlakka til að fara að vinna með öllu þessu góðu fólki sem vinnur hjá Hafnarfjarðarbæ og ég er viss um að okkur mun takast ætlunar­ verkið sem er að þjóna bæjarbúum vel og fara vel með peningana þeirra.“ Tillögur eftir 4-6 mánuði Nýr bæjarstjóri er uppalinn í Keflavík og var ekki með sítt hár! Haraldur L. Haraldsson er nýr bæjarstjóri Hafnfirðinga. Blaða maður Fjarðarpóstsins hitti hann á skrifstofu bæjarstjóra í fyrsta sérhannaða ráðhúsi lands ins. Ný málverk úr safni Hafnar borgar voru komin á veggina. Það var ekki laust við að maður saknaði raun sæis verka úr bænum sem maður gat reynt að staðsetja í Hafnarfirði fyrri tíma. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Fyrsta verk Haraldar þegar hann kom til vinnu sl. föstudag var að funda með bæjarráði. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.