Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 13. nóvember 2014 umgjörð og m.a. með fjölda dómara sem voru sjö talsins, bæði erlendir alþjóðlegir dóm­ arar ásamt íslenskum dómurum. Liðakeppni var haldinn eftir margra ára hlé og við mikinn fögnuð áhorfenda. Fimm lið frá fimm mismunandi dansskólum sem skráðu sig til leiks en lið DÍH stóð uppi sem sigurvegari. Auk keppenda sýndu 120 dansarar dans um helgina. Vertu með á: www.facebook.com/ fjardarposturinnFrábær golfnámskeið fyrir krakka á aldrinum 4-10 ára Nú ætlum við í Keili að bjóða upp á SNAG-golfæfingar (golfþrautabraut) fyrir krakka 4-10 ára á laugardögum í Hraunkoti, æfingasvæði Keilis í vetur. Æfingar verða á laugardögum, 18 vikur frá 22. nóvember. Þátttökugjald fyrir 4-5 ára er 7.000 kr. (ekki niðurgreitt af Hafnarfjarðarbæ). Fyrir 6-10 ára kostar 12.000 kr. (full niðurgreiðsla frá Hafnarfjarðarbæ). Kylfur á staðnum fyrir alla. Þátttakandi þarf að vera í fylgd með fullorðnum. Aldurskipting og mæting: 4-7 ára kl. 09:15 – 10:00 8-10 ára kl. 10:00 – 10:45 Skráning fer fram á heimasíðu Hafnarfjarðar www.hafnarfjordur.is/minar-sidur/ Upplýsingar í Hraunkoti síma 565 3361 eða bjorgvin@keilir.is Endilega kom ið og prófið prufutíma fyri r skráningu! Allir skörtuðu sínu fínasta, þeir 300 dansarar sem kepptu í hinni árlegu keppni Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar sem nefnist Lottó open. Þetta var í 23. sinn sem keppnin er haldin og nú var það Haraldur L. Haraldsson bæjar­ stjóri í Hafnarfirði sem hélt hátíðarræðu við setningu keppn­ innar. „Þessi glæsilega danskeppni er ávallt mikið tilhlökkunarefni hjá íslenskum dönsurum. Keppnin er frábrugðið öðrum keppnum að því leyti að krýnd eru Lottó­ danspör, annarsvegar þau sem dansa með frjálsri aðferð og hins vegar þau sem dansa með grunnaðferð,“ segir Auður Har­ alds dóttir danskennari og fram­ kvæmdastjóri keppninnar. Lottó­danspörin eru þau pör sem fá flestar merkingar í 1. sæti hjá dómurunum. Í ár voru það Aron Logi Hrannarsson og Halldóra Ísold Þórðardóttir sem urðu danspör ársins með grunn­ aðferð í dansi. Kristinn Þór Sigurðsson og Harpa Stein­ gríms dóttir urðu danspör ársins með frjálsri aðferð. Lottó dans­ pörin eru bæði nemendur í DÍH. Mikill metnaður er lagður i þetta mót, bæði með glæsilegri 300 glæsilegir dansarar í danskeppni Árleg danskeppni Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar var um síðustu helgi Fékk fund með Lands­ banka stjóra Sl. föstudag fundaði bæjar­ stjóri, Haraldur L. Haraldsson með, Steinþóri Pálssyni, banka­ stjóra Landsbankans. Tilgang­ urinn var m.a. að ræða þau verk efni sem framundan eru hjá Hafnarfjarðarbæ þar á meðal að koma bænum í fremstu röð sveitarfélaga á landinu, upplýsa um stöðuna og koma jákvæðum skila boðum um fjármál bæjar­ ins áfram inn í fjármálageirann. „Fínn fundur og gott spjall.“ var svarið þegar Fjarðarpóst­ urinn spurði um árangur fund­ arins Með bæjarstjóra í för var Kristján Sturluson sviðsstjóri stjórnsýslunnar, Rósa Stein­ grímsdóttir fjármálstjóri og Steinunn Þorsteinsdóttir upp­ lýsingafulltrúi. Landsbankinn er ekki við­ skipta banki Hafnarfjarðar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.