Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 13.11.2014, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 13. nóvember 2014 Handbolti: 13. nóv. kl. 18, Vestm.eyjar ÍBV ­ FH úrvalsdeild karla 13. nóv. kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Fram úrvalsdeild karla 15. nóv. kl. 14, Kaplakriki FH - Valur úrvalsdeild kvenna 15. nóv. kl. 17, Ásvellir Haukar - ÍR úrvalsdeild kvenna 17. nóv. kl. 19, Akureyri Aukureyri ­ Haukar úrvalsdeild karla 17. nóv. kl. 19.30, Kaplakriki FH - Fram úrvalsdeil karla Körfubolti: 14. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Þór Þ. úrvalsdeild karla 19. nóv. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Snæfell úrvalsdeild kvenna Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ KR: (miðv.dag) Valur ­ Haukar: 84­85 Karlar: Stjarnan ­ Haukar: 93­85 Handbolti úrslit: Konur: FH ­ Selfoss: 16­22 ÍBV 2 ­ Haukar: 22­33 ÍR ­ FH: 26­34 Grótta ­ Haukar: 23­19 Íþróttir VILT ÞÚ ÖÐLAST STARFSRÉTTINDI ? FINNDU ÞÍNA FRAMTÍÐ Í SKEMMTILEGUM OG PERSÓNULEGUM SKÓLA Opið er fyrir innritun frá 1. nóv. til 20. des. í gegnum menntagatt.is Flatahrauni 12 220 Hafnarfirði sími 585 3600 www.idnskolinn.is Eftirfarandi námsleiðir í boði: Almennt nám Grunnnám bíliðna Grunnnám rafiðna Grunnnám bygg. og mannvirkja Hársnyrtibraut 2. 3. 4. og 5. önn Húsasmíði Húsgagnasmíði Listnám hönnun og handverk Málmiðngreinar fyrri hluti Pípulagnir Rafvirkjun Rennismíði Stálsmíði Tækniteiknun Vélvirkjun ALLIR ALDURSHÓPAR ERU VELKOMNIR Starfsmenn Fiskistofu sækja um styrk til Hafnarfjarðarbæjar Ákvörðun sjávarútvegs­ ráðherra að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar mætti harðri and­ stöðu starfsmanna Fiskistofu enda var augljóst að lífsafkomu margra fjölskyldna var stefnt í algjöra óvissu og voða. Starfsfólk Fiskistofu stóð og stendur frammi fyrir því, vilji það halda störfum og lífsviður­ væri, að rjúfa fjölskyldubönd, vinabönd barna, steypa maka í atvinnuleysi, setja fjárhag fjölskyldunnar í stórkostlega óvissu, allt vegna þessarar ólög mætu og óviturlegu ákörð­ unar. Svona lýsa starfsmenn Fiski­ stofu aðtæðum sínum í bréfi til Haraldar Líndal Haraldssonar bæjarstjóra þar sem þeir leita til Hafnarfjarðarbæjar um fjár­ hagslegan stuðning við baráttu þeirra gegn flutningnum. Stétt­ arfélag í almannaþjónustu hefur lofað starfsmönnunum einni milljón kr. en áætlun á kostnaði við faglega ráðgjöf við þessa baráttu hljóðar upp á 1,5 milljón kr. Telja starfsmennirnir að þessi barátta þjóni líka hagsmunum bæjarins eins og glögglega kom fram með djarfmannlegri ályktun og framgöngu bæjar­ yfirvalda í Hafnarfirði. Bæjar­ ráð vísaði erindi til afgreiðslu bæjarstjóra. Mæðra­ styrks nefnd fékk 300 þúsund frá bænum Bæjarráð samþykkti að veita Mæðrastyrksnefnd Hafnar­ fjarðar styrk að upphæð kr. 300 þúsund en nefndin hafði óskað eftir styrk vegna jólaúthlutunar nefndarinnar. Hrefna Böðvarsdóttir hefur gefið út bókina Fjölskyldusaga Valgeirs Þórðar Guðlaugssonar og Hrefnu Sigurðardóttur 1875­ 1975, en þau voru afi og amma Hrefnu. Bókin er á fjórða hundrað síður og prýdd myndum af fólki eins og vera ber en einnig myndum úr Hafnarfirði og víðar. Alls eru um 200 myndir í bókinni Hún rekur söguna aftur til Böðvars Böðvarssonar sem var m.a. vert í Hafnafirði fyrir aldamótin 1900. Þessi nöfn, Böðvar og Hrefna eru mjög algeng í þessari ætt svo auðvelt er að ruglast við lesturinn. Í bókinni er sagt frá fjölskyldu Hrefnu og fjölskyldu Valgeirs en síðan frá þeirra fjölskyldu og afkomendum. Þó þetta sé fjölskyldusaga er hún áhugaverð fyrir Hafnfirðinga því í henni má fá heilmikinn fróðleik um aðstæður í Hafnarfirði fyrr á árum. Margir eiga minningarbrot sem þeir upplýsa um í bókinni sem krydda hana og gefa henni aukið gildi. Hafnfirðingar kannast örugglega við fjölmarga í bókinni og því áhugaverð til lestrar. „Sagan er sögð út frá ýmsum heimildum og æsku­ minningum ættingja. Hún er í senn, sorgleg, ljúf og fyndin. Fyrst og fremst er hún þó ein læg.“ Höfundur gefur bókina út sjálf en hún er í kiljuformi. Helstu vankantar bókarinnar eru upp­ setning hennar og umbrot sem hjálpa ekki til við að halda þræði í fjölskylduböndum sem oft geta verið flókin. Bókina má finna á bókasöfnum á höfuðborgar svæðinu en höfundur selur bókina á www. hrefnaogfinnur.com Hvar auglýsir þú?..bæjarblað Hafnfirðinga síðan 1983 ...bæjarblaðið Fjölskyldusaga Hrefnu og Valgeirs – hluti af sögu Hafnarfjarðar

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.