Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.08.2014, Qupperneq 6

Fréttatíminn - 01.08.2014, Qupperneq 6
É g get því miður ekki sagt þér að ég hafi það gott,“ segir Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Íslandi, en hann er nú staddur hjá fjölskyldu sinni á Vesturbakkanum. „Fjölskyldan mín býr öll hér en auðvitað eru allir Palestínumenn eins og fjölskylda. Það er hryllingur að sitja hér á Vesturbakkanum og geta ekkert gert fyrir fólkið okkar sem er innilokað í þessum hörmungum sem eiga sér stað á Gaza. Við erum öll yfirbuguð af sorg.“ Ekkert blóð eftir á spítölum Gaza Shami segir íbúa Vesturbakkans reyna eftir fremsta megni að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa, eins og með því að senda vistir og peninga yfir til landa sinna á Gaza. „Í gærkvöldi var haft samband við okkur til að gefa blóð því það er ekkert blóð eftir á spítölunum á Gaza. Ástandið þarna er ólýsanlega hryllilegt. Það er ekkert vatn og ekkert rafmagn. Svo er sett á nokkurra klukkutíma vopnahlé svo fólk geti náð sér í vistir og komið sér í skjól, en það eru hvorki vistir né skjól á svæðinu. Fólk situr og bíður eftir að vera drepið og enginn er óhultur, ekki neins staðar. Fólk er drepið í almenningsgörðum, börn eru drepin við leik á strönd, fjölskyld- ur sem leita sér hælis í skýlum Sameinuðu þjóðanna eru drepnar. Við skiljum ekki hvernig þetta getur viðgengist.“ Palestína verður að fá frelsi Shami segir einu lausnina vera að Gaza fái frelsi. „Fólk er löngu komið með nóg. Pal- estínumenn á Gaza hafa búið við hörmuleg- ar aðstæður í 8 ár núna, verið innilokaðir með mengað vatn og takmarkað rafmagn. Það eru engir peningar, engin vinna og fáir skólar. Íbúar Gaza vilja lifa eðlilegu lífi, mennta sig og ferðast rétt eins og allir aðrir. Það hefur ekki gefist nokkur mögu- leiki á því að byggja samfélagið upp, en það hefur auðvitað alltaf verið langtímamark- mið Ísraelsmanna að buga palestínsku þjóðina. En við erum samt að horfa upp á grimmd núna sem engin getur skilið. Þetta eru ekki átök, þetta eru stríðsglæpir.“ Hann segir alþjóðasamfélagið verða að skilja það að fólkið á Gaza geti ekki horfið aftur til fyrra lífs, að vera innilokaðir fangar. „Það væri líka vanvirðing við fórnarlömb þess- arar útrýmingar sem á sér stað núna.“ Shami segir afstöðu Íslands skipta máli. „Við erum að fá einhvern stuðning utan úr heimi og við finnum fyrir honum. Ísland hefur alltaf verið okkur hjartnæmt því það var fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði okkar. Og Ísland gerði það ekki í pólitískum tilgangi heldur vegna þess að Ísland er land mannréttinda. Við höfum alltaf kunnað að meta stuðning Íslands og hann hefur skipt máli þrátt fyrir að þjóðin sé smá.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  stríð sendiherra Palestínu á íslandi er staddur á Vesturbakkanum Ísland hefur alltaf verið okkur hjartnæmt því það var fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna sjálfstæði okkar. Ástandið er hryllilegt Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Íslandi, er staddur á Vesturbakkanum hjá fjölskyldu sinni. Hann segir fólk yfirbugað af hjálparleysi og sorg frammi fyrir hörmungunum sem eiga sér stað á Gaza, en að það væri vanvirðing við fórnarlömbin að hverfa aftur til fyrra lífs á Gaza. Shami segir afstöðu Íslands skipta máli.  stjórnsýsla samskiPti innanríkisráðherra og lögreglustjóra Umboðsmaður leitar svara Hönnu Birnu t ryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþing- is, hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra bréf með ósk um tilteknar upplýsingar um samskipti ráðherrans við Stefán Eiríksson, lög- reglustjóra á höfuðborgar- svæðinu. Umboðsmaður hefur, í kjölfar umfjöllunar DV fyrr í vikunni, rætt við Stefán og Sigríði Friðjóns- dóttur ríkissaksóknara. DV fullyrti að Stefán hefði hætt störfum sem lögreglustjóri vegna afskipta ráðherrans af lekamálinu svokallaða. Stefán sagði, í framhaldi þessarar umfjöllunar, að tímabært hefði verið að skipta um starfsvettvang. Því hafi hann sótt um nýtt og áhugavert starf. Ekk- ert annað hafi ráðið þeirri ákvörðun. Í bréfi umboðsmanns eru tvær spurningar. Annars vegar hvort innanríkisráð- herra hafi að eigin frum- kvæði óskað eftir því að lögreglustjórinn á höfuð- borgarsvæðinu kæmi til fundar/viðtals við Hönnu Birnu í ráðuneytinu „þar sem þér rædduð við hann um lögreglurannsókn sem embætti hans vann að á sama tíma og beinist að meðferð tiltekinna trún- aðarupplýsinga sem voru til staðar í innanríkisráðu- neytinu.“ Hins vegar óskar umboðsmaður eftir upp- lýsingum um símtöl sem ráðherra kunni að hafa átt við lögreglustjórann „þar sem þér rædduð um áður- nefnda lögreglurannsókn.“ Hanna Birna Kristjáns- dóttir sagði í yfirlýsingu að hún hafnaði með öllu stóryrtum og ósönnum full- yrðingum DV vegna þessa máls. Fram hefur komið hjá Hönnu Birnu að hún telji það farsælt að umboðsmað- ur fari yfir málið og að hún geri engar athugasemdir við spurningar hans. -jh Látnir Palestínumenn um 1370 70% óbreyttir borgarar Slasaðir yfir 6000 Heimilislausir yfir 200.000 Látnir Ísraelsmenn 56 5% óbreyttir borgarar „Fólk er drepið í almenningsgörðum, börn eru drepin við leik á strönd, fjölskyldur sem leita sér hælis í skýlum Sameinuðu þjóðanna eru drepnar. Við skiljum ekki hvernig þetta getur viðgengist,“ segir Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Íslandi. Mynd/Getty. Mufeed Shami, sendiherra Palestínu á Ís- landi. Mynd/Hari. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. Stefán Eiríksson lögreglustjóri. 6 fréttir Helgin 1.-3. ágúst 2014 Aros borðstofustóll – Komdu núna – TAXFREE DAGAR 20,32% Afsláttur Af öllum vörum – EKKI mISSa aF ÞESSu – – reykjavík – Akureyri – tAxfree verð! 11.944 Krónur að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. tAxfree verð! 15.928 Krónur WooDY stóll, margir litir

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.