Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.08.2014, Síða 18

Fréttatíminn - 01.08.2014, Síða 18
18 fréttaskýring Helgin 1.-3. ágúst 2014 Skiptir stærð máli? Sú mynd sem við höfum af heiminum hefur áhrif á það hvernig við hugsum um hann. Á heimskortinu sem við ólumst flest upp við er Afríka jafn stór Grænlandi og Evrópa á stærð við Suður-Ameríku. Þessi heims- mynd okkar byggir á kortagerð frá 16. öld en þrátt fyrir að ný kort með réttum hlutföllum hafi verið gefin út á seinni hluta 20. aldar eigum við erfitt með að sjá heiminn í réttu ljósi. Kort dr. Arno Peters 1976 Árið 1976 gaf þýski sagnfræðingurinn dr. Arno Pet- ers út nýtt kort til að sýna fram á að heimskortið gefur okkur ákveðna heimsmynd, sem óneitanlega er pólitísk í eðli sínu. Á korti Peters er suðurhveli jarðar gefið mun meira vægi en norðurhvelinu. Kortið hefur ekki fest sig í sessi en er þó notað af UNESCO og við kennslu í breskum skólum. Kort Gerardus Mercator frá 1596 Jörðin er hnöttótt og kortagerðamenn hafa alltaf þurft að takast á við þá áskorun þegar hnettinum hefur verið varpað á blað. Til er fjöldinn allur af heimskortum, hvert og eitt með sína kosti og galla en það sem ræður heimsmynd okkar flestra er siglingakort hollenska land- fræðingsins Mercator frá árinu 1596. Löndin eins og við þekkjum þau af heimskorit Gerardus Mercators frá áirnu 1596. Löndin eins og þau birtast í heimskorti Arno Peters frá árinu 1976. Sjórinn. Afríkukort Kai Kraus 2010 Árið 2010 gaf forritarinn Kai Krause út kort af Afríku til að vekja athygli fólks á skakkri heimsmynd okkar. Samkvæmt niðurstöðu hans hættir Vesturlandabúum til að horfa á Afríku sem einn frekar lítinn massa þegar staðreyndin er sú að Afríka er heimsálfa þar sem 2200 tungu- mál eru töluð í 54 ólíkum ríkjum. Kortið lætur okkur hugsa um hversu stór Afríka (30,3 milljónir ferkílómetra) er í raun og veru. Hún er stærri en Kína (9,6 milljónir ferkílómetra), Bandaríkin ( 9,4 milljónir ferkílómetra), Vestur-Evrópa ( 4,9 millj- ónir ferkílómetra), Indland (3,2 milljónir ferkílómetra) Argentína, tvö Skandinavíu- lönd og Bretlandseyjar, til samans. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is PortúGAl BelGíA HollAnd sviss stórA BretlAnd sPánn FrAKKlAnd ÞýsKAlAnd ítAlíA indlAnd KínA BAndAríKin Austur- evróPA Fyrsta táknið um mikil- vægi landa er stærð þeirra.“ Dr. Arno Peters. Bandaríkin Evrópa Indland Japan Kína Land Stærð x 1000 km2 Kína 9.597 Bandaríkin 9.629 Indland 3.287 Mexíkó 1.964 Perú 1.285 Frakkland 633 Spánn 506 Nýja-Gínea 462 Svíþjóð 441 Japan 378 Þýskaland 357 Noregur 324 Ítalía 301 Nýja-Sjáland 270 Bretlandseyjar 243 Nepal 147 Bangladesh 144 Grikkland 132 Samtals 30.102 Afríka 30.221

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.