Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREIh ILÆKNINGAR Mynd 2. Brot sinnepsgassprengju sem árið 1972 kom í Semetnsverksmiöju ríkisins á Akranesi með skeljasandi úr Faxaflóa. Sprengjan festist í mulningsvél í verksmiðjunni og sprakk, þegar reynt var að losa hana. Menn hlutu ekki beina áverka af sprengingunni, en fjórir starfsmenn fengu síðar dæmigerða áverka afvöldum sinnepsgasins. Myndin er tekin í RLE 20. október 2008. A R O G S A G A gögn Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE). Hluti af þessum efniviði hefur áður verið kynntur á fundi (NAPC Annual Meeting) sem haldinn var á Islandi 2002. Eigindir TTS og notkun sinnepsgass í hernaði TTS hefur sameindaþungann 159,1- Efnið er fljótandi við venjulegan stofuhita (bræðslumark 14,4°). TTS leysist lítið í vatni, en vel í flestum lífrænum leysiefnum. Efnið hefur lítinn eða fremur lítinn uppgufunarþrýsting og gufurnar (gasið) eru þyngri en andrúmsloft. Ef sinnepsgassprengjur eru sprengdar að næturlagi, hefur gufan (gasið) tilhneigingu til þess að liggja við jörð eða í lágum í landinu. Þegar morgnar og lofthiti eykst, færast gufurnar upp í mannhæð eða hærra. Eitrunarhætta er og meiri í heitu loftslagi (Mið-Austurlönd og víðar) en svölu.3 Þjóðverjar komu sinnepsgasi fyrir í sérstökum sprengikúlum sem þeir skutu á óvinina (aðallega Breta) í heiftarlegum orustum við bæinn Ypres í Belgíu í fyrri heimsstyrjöld. Þetta var í júlí 1917. Heitið Ypres festist að nokkru við sinnepsgas, sem stundum er nefnt l'ypérite. Þrátt fyrir að flestar þjóðir gengjust undir bann við notkun efnavopna og lífefnavopna í hernaði þegar árið 1925 (The 1925 Geneva Protocol), hefur sinnepsgas þó síðan allnokkrum sinnum verið notað í hernaði að því talið er. Þannig er álitið að ítalir hafi beitt sinnepsgasi í bardögum við Abyssiníumenn (Etíópíumenn) árið 1935. Japanir notuðu sennilega einnig sinnepsgas gegn Kínverjum á árunum 1937-1944 og Egyptar gegn Jemenum á 7. áratug síðustu aldar. Þá notuðu írakar sinnepsgas (og einnig tabún) með vissu í stríði við Irana á árunum 1982-1988. Hermenn frá íran sem urðu fyrir sinnepsgasárásum á vígvellinum voru í sumum tilfellum fluttir til annarra landa til meðferðar þannig að áverkar þeirra urðu dæmdir af óvilhöllum læknum. Þar að auki var vökvi frá að minnsta kosti einni ósprunginni sprengju greindur bæði í Sviss og Svíþjóð og staðfest að í honum væri tvíklórtvíetýlsúlfíð (TTS).3-4 Enda þótt sinnepsgas væri aldrei notað með vissu í síðari heimsstyrjöld varð samt mikil eitrun af völdum sinnepsgass á þeim árum,3'5 sjá einnig síðar. Nítur-mustarður Nítur-mustarður (e. nitrogen mustard) er eins að gerð og brennisteins-mustarður, að því undanskildu að nítur (köfnunarefni) er í sameindinni í stað brennisteins (sjá mynd 1). Árið 1919 var því lýst að sinnepsgaseitrun gæti leitt til hvítkomafæðar, mergþurrðar, hrörnunar í eitlavef og sára í meltingarvegi. Á árunum milli heimsstyrjalda fóru fram miklar rannsóknir með nítur-mustarð sem síðar leiddi til þess að farið var að nota eitt afbrigði hans, með heitinu méklóretamín, til lækninga á illkynja sjúkdómum. Þetta var árið 1942 og má segja að meklóretamín sé í raun fyrsta krabbameinslyfið. Það er enn notað í blöndum við önnur lyf gegn Hodgkins sjúkdómi. Nítur-mustarður hefur aftur á móti aldrei verið notaður í hernaði og þykir einkum af tæknilegum sökum ekki henta til þess.3-6 Það auðveldar hins vegar mjög notkun meklóretamíns til lækninga að af því má búa til vatnsleysanleg sölt. Sprengjufundurinn í Faxaflóa Meðal aðfanga til sementsframleiðslu í Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi var skelja- sandur af botni Faxaflóa. Þann 21. febrúar 1972 barst sprengja inn í verksmiðjuna með skeljasandi úr Flóanum. Komst sprengjan í grjótkvörn í verksmiðjunni og sprakk þar svo sem nánar segir frá. Tveimur dögum áður hafði önnur sprengja sömu gerðar borist á land með skeljasandi, en náði 360 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.