Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 59
UMRÆÐUR 0 G LÆKNISLIST OG FAG F R É T T I R M E N N S K A Læknar sem virða ekki mörkin Skurðgoð sin heiðnir héldu hafandi i mestu akt <h. pét.) Læknisfræðin er jafngömul mannkyni. Allt frá því að maðurinn skynjaði eigin tilveru og þær hættur sem ógnuðu henni, hafa læknar verið óaðskiljanlegur hluti þeirrar vegferðar sem við köllum sögu mannkynsins. Maðurinn lærði að óttast sjúkdóma og meiðsli og leitaði yfirnáttúrulegra skýringa á orsökum þeirra. Ular oe góðar vættir, guðir og djöflar bjuggu í ottarg@landspitali.is . , . natturunm og reðu orlogum manna. Forfeður okkar leituðu uppi samningafólk sem gæti blíðkað guðina og hjálpað til í lífsbaráttunni. Þetta fólk kallaðist prestar, læknar eða galdramenn. Þeir stóðu nær almættinu en aðrir dauðlegir menn og gátu tjónkað við guðina sem réðu yfir lífi og dauða. Guðdómur og lækningar hafa ávallt tengst þrátt fyrir tækniframfarir liðinna alda. Læknar hafa skilgreint sig sem raunvísindamenn en í huga margra eru mörkin á milli lækninga og guðlegra kraftaverka næsta óljós. Margir bera óttablandna virðingu fyrir læknum af öðrum ástæðum. Læknar ráða greiðslum frá Hofundurerjjeölækmr TR, örorku, bílastyrkjum og tilvísunum. Þeir stjórna innlögnum á legudeildir sjúkrahúsanna Læknadögumíjanúar2009a °S hafa yfir lyíseðlablokk að ráða. Læknirinn sjálfur áttar sig fljótlega á því að tölvan hans er full af eyðublöðum og lyfseðlum sem mörgum finnst eftirsóknarverð auðæfi. Það gefur auga leið að margir vilja vingast við slíka menn og finnst heillavænlegra að hafa þá með sér en móti. Óttar Guðmundsson Auðlegðar gæðin líkamlig láttu þó aldrei villa mig (h. Pét.) Ég starfaði lengi úti á landi og skynjaði þá vel stöðu lækna í samfélaginu. Lækninum er fljótlega boðið að taka þátt í öllum samtryggingarklúbbum staðarins (Rotary, Lions, Frímúrarar) þar sem gagnkvæm tengsl eru efld. Fólk færir honum honum gjafir eins og guðunum í von um blessun og fyrirgreiðslu. Oftsinnis kom ég heim með humar, frosna nautalund eða bjórkassa sem einhver hafði fært mér á stofuna. Ég lenti nokkrum sinnum í minni háttar umferðarlagabrotum sem undantekningarlaust var stungið undir stól af viðkomandi sýslumannsembætti. Læknirinn finnur fljótlega fyrir mætti sínum og virðingu í samfélaginu. Honum standa flestar dyr opnar og hann er oft hafinn yfir lög og rétt. Allir læknar kunna sögur af drykkfelldum kollegum sem keyrðu meira eða minna ölvaðir um árabil í góðri sátt við yfirvöld. Allt frá dögum Hippókratesar hefur læknum verið fullkunnugt um þær hættur sem stafa af þessum töframætti. Læknar eru breyskir og mannlegir eins og aðrir og geta séð sér leik á borði að misnota aðstöðu sína gagnvart sjúklingum sér til framdráttar. í siðareglum landlæknisembættisins kemur þetta skýrlega fram en þar er brýnt fyrir læknum að fara varlega með vald sitt og nýta það einungis í þágu sjúklinga sinna. „Læknir skal hafa það hugfast að náin persónu- leg kynni við sjúkling geta haft áhrif á dómgreind hans og faglegt sjálfstæði." í nútímamáli er talað um mörk milli lækna og sjúklinga sem báðum beri að virða. En hvar liggja þessi mörk og hvernig eru þau best varin? Mega læknar eiga hagsmunaleg viðskiptatengsl við sjúklinga sína? Hvaða áhrif hefur það á dómgreind þeirra og sjálfstæði? Mega læknar taka við gjöfum frá sjúklingum sínum og hvaða þýðingu hefur það. í Hávamálum segir „að gjalda skuli gjöf með gjöf" og löng reynsla hefur kennt mér að ekkert er ókeypis í þessu lífi. Gjöfum og alls kyns fyrirgreiðslu er ætlað að liðka samskipti gefanda og læknis. Þegar ég var ungur aðstoðarlæknir á Land- spítala á áttunda áratug liðinnar aldar lá á einni skurðdeildinni aldinn og sársjúkur hestabóndi utan af landi. Deildarlæknir nokkur sat löngum hjá bóndanum á vöktunum og spjallaði við hann um hestamennsku og útreiðar. Þegar bóndi lést kom í ljós að læknirinn hafði á banasænginni keypt af honum einn eða tvo ómetanlega gæðinga. Þetta vakti talsverða athygli á spítalanum og ekki síður meðal erfingja karlsins sem þóttust eiga harma að hefna. Ekkert var þó aðhafst í málinu og læknirinn reið inn í kvöldroðann LÆKNAblaðið 2009/95 391
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.