Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 45
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR U M LANDSPÍTALANN ekki allir sammála okkur (eða aðferðum okkar) og mörgum þótti við vera harðdrægir. Enginn er ósár. En barátta okkar skilaði þó að lokum árangri sem ekki má glutra niður." Kom niður á þjónustu Páll segist alls ekki hafa hugsað sér að eyða svo miklum tíma og orku í baráttu fyrir bættri stjórn spítalans. Hann hefði sannarlega getað hugsað sér aðrar áherslur á þeim árum sem í þetta hafa farið. „Sannfæringu minni og réttlætiskennd var hins vegar misboðið með þeim hætti að það var ekki um annað að ræða en takast á við þetta. Það má síðan segja að eftir sameininguna árið 2000 hafi verið farið úr öskunni í eldinn hvað varðar stjórnun Landspítalans því þá var fjölgað sviðsstjórum sem allir voru ráðnir án auglýsingar eða hæfnismats og þeir settir faglega yfir yfirlækna sérgreina, sem höfðu verið ráðnir á grundvelli auglýsingar og sannanlegrar hæfni. Sviðsstjórarnir voru „valdir" með ógegnsæjum hætti og enginn gat sótt um störfin. Nýjar starfslýsingar þessara sviðstjóra voru í raun starfslýsingar yfirlækna eins og lög skilgreina störf yfirlækna. Þessu mótmæltum við margir úr hópi yfirlækna spítalans og síðan læknaráðið einnig. Fyrst var reynt að mótmæla innan spítalans og svo með bréfum, fundum og lögfræðiálitum. Loks var málinu skotið til umboðsmanns alþingis sem úrskurðaði að við læknamir hefðum haft rétt fyrir okkur í meginatriðum. Ný heilbrigðislög tóku mið af áliti umboðsmanns, sbr. greinargerð heilbrigðisnefndar. Varðandi opinbera stjórnsýslu þá hvílir sú skylda á stjórnendum að fara eftir því sem tiltekið er í lögum og starfsvið yfirlæknis hefur verið faglega skilgreint í heilbrigðislögum allt frá 1932. Þar stendur hins vegar ekkert um sviðsstjóra. Spyrja má hvaða starf það sé? Yfirlæknar eru skilgreindir í lögum og eru því sérstakt stjórnunarlag. Þeir em ábyrgir hver fyrir sinni grein. Sviðsstjórar geta hins vegar starfað samkvæmt framseldu valdi frá forstjóra og borið rekstrarábyrgð en þeir geta ekki og mega ekki bera faglega ábyrgð á sérfræðigreinum. Þar eru lögin ótvíræð og í þágu sjúklinganna hvað varðar ábyrgð og skyldur yfirlæknis. Að auki töldum við fráleitt að rekstrarábyrgð (ákvörðunarvald) væri aðskilin frá faglegri ábyrgð. Heilbrigðisnefnd Alþingis tók undir það. í einkafyrirtækjum má hins vegar, ólíkt ríkisfyrirtækjum, gera allt sem ekki er beinlínis bannað í lögum. Þarna er grundvallarmunur sem þáverandi forstjóri (Magnús Pétursson, innsk. blaðam.) bar ekki gæfu til að átta sig á og komst upp með það lengi vel." Telurðu að þessi stjórnskipan stofnunarinnar hafi beinlínis skaðað þjónustu við sjúklingana? „Eg er ekki í vafa um það. Þetta hafði þau áhrif að yfirlæknar sérgreinanna fjarlægðust æ meira yfirstjóm sjúkrahússins og það var á endanum orðið þannig að yfirlæknarnir voru aldrei kallaðir til af stjóm stofnunarinnar. Stjórnunarmódelinu verður helst líkt við tímaglas þar sem efrihlutinn þandist út og mittið þrengdist sífellt þannig Gítarinn er aldrei langt frá Páli Torfa þó luftgítarinn hafi verið látinn nægjafyrir þessa myndatöku. LÆKNAblaðið 2009/95 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.