Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 31
L FRÆÐIGREINAR ÆKNINGAR OG SAGA Mynd 5. Myndin sýnir dæmigerðar blöðrur áfæti sjómanns sem varð fyrir sitmepsgasi úr lekum sprengjum við veiðar í Eystrasalti. Myndin erfengin að láni ogbirt með heimild Steens Christensen, fyrrverandi yfirlæknis á Borgundarhólmi. Mynd 6. Myndin sýnir útbreidda áverka eftir sinnepsgas á húð íransks hermanns, sem kom til meðferðar á sænskum spítala í ófriðnum á milli íraks og írans á árunum 1982-1988. Mynldin erfengin að láni af slóðinni: http://www.opcw.org/about-chemical-weapons/ types-of-chemical-agent/mustard-agents/ og birt með heimildfrá Organisationfor the Prohibition ofChemical Weapons (OPCW). Síðla árs 1943 gerðu Þjóðverjar loftárás á skip Bandamanna í höfninni í Bari á sunnanverðri Italíu. I árásinni var ekki færri en sextán skipum sökkt. Meðal þeirra var bandarískt herflutningaskip (USAT John Harvey) sem hlaðið var um 100 tonnum af sinnepsgassprengjum auk sprengiefna. Skipið nánast sprakk í sundur og allir um borð dóu. I höfninni voru eirtnig olíuskip og úr þeim flóði olía. Sinnepsgas blandaðist í olíuna og ýmist brann með henni eða hélst í olíubrákinni þar sem ekki brann. Björgunarmenn gerðu sér ekki ljóst að sinnepsgas væri í olíunni. Þess var því ekki gætt sem skyldi að fjarlægja föt og þvo olíuna af þeim sem bjargað var úr höfninni.5 Talið er að 617 hafi fengið sinnepsgaseitrun í árásinni og af þeim dóu 83, helmingurinn úr öndunarfærasýkingum samfara hvítkornafæð.5 Verkunarháttur TTS. Yfirleitt er talið að TTS- myndi óstöðugan súlfóníumjón sem er mjög rafsækinn (elektrófíl) og hvarfast greiðlega við kjarnasækna (núkleófíl) amínóhópa og súlfhýdrýlhópa í líkamanum.3 Þetta eru hliðstæð efnahvörf við myndun etýlenimíníumjóns út frá meklóretamíni (nítur-mustarði). Hvort- veggja jónimar geta valdið alkýleringu á kjamapróteinum og frumudauða af þeim sökum.3' 6 TTS er einnig þekkt að því að hvarfast við súlfhýdrýlhópa í glútatíóni og eyða þar með fríu glútatíóni. Ef glútatíón skortir er aukin hætta á oxunarskemmdum í frumum og sér í lagi, þar eð glútatíón er hjáensím við glútatíónperoxídasa sem er eitt af meginoxavamarensímum líkamans.3- 11 Að jafnaði er skaðleg verkun efna á borð við TTS mest á frumur í hraðri skiptingu, svo sem á horngervandi frumur í neðsta lagi yfirhúðar og frumur í blóðmerg. Meðferð eitrana Klórkalk (kalcíumhýpóklórít) gengur í sam- band við TTS og breytir í síður skaðleg efni (saltsým, koltvíoxíð, brennisteinstvíoxíð og alkýl- klóríð) samfara hitamyndun. Enn betra er að nota magnesíumoxíð í blöndu við klórkalk, en magnesíumoxíð bindur TTS og flýtir fyrir efnahvörfum þess við klórkalk.12 Alls staðar þar Mynd 7. Sltmhimnubólga íauga og þrútin augnlok hjá manni sjö dögum eftir áverkun sinnepsgass. Myndin erfengin að láni úr: Willems ]L. Clinical management of mustard gas casualties. Ann Med Milit Belg 1989; 3 (supplement 1): 1-61, og birt með leyfi höfundar. LÆKNAblaðið 2009/95 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.