Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 78
St. Jósefsspítali Landakoti, Landakotsspítali upphafi voru 40 sjúkrarúm í elstu byggingunni en spítalinn var stækkaður í tveimur áföngum, fyrst árið 1935 og síðan árið 1962, og skömmu síðar var elsta húsið rifið. Frá upphafi var Landakotsspítali í forystu með ýmsar nýjungar bæði í læknisfræði og öðru. Þannig höfðu nunnurnar sérstakan brunn fyrir spítalann og frá honum var lagt lokað skolpræsi, þar var fyrsti vísir að barnadeild (1935) og Landakotsspítali var einnig meðal þeirra fyrstu til að útskrifa sjúkraliða. Landakot var löngum þekkt fyrir einstaka umönnun og afbragðs lækna og auk þess þótti rekstur spítalans til mikillar fyrirmyndar. Hann var ekki inni í hinu opinbera kerfi eftir að það hóf sjúkrahúsrekstur fyrir alvöru og þess vegna meðal annars var rekstur spítalans mörgum þyrnir í augum. Sérstaklega varð mönnum starsýnt á lágan rekstrarkostnað í samanburði við önnur sjúkrahús þrátt fyrir afbragðs þjónustu og dugði ekki að skýra þann mismun með „kristilegum kærleik" einum saman. St. Jósefssystur unnu mikið brautryðjendastarf í þágu sjúkra á íslandi en þær ráku einnig St. Jósefsspítala í Hafnarfirði frá árinu 1926. Alls munu um 140 systur úr reglunni hafa starfað hérlendis í þau 100 ár sem þær voru að störfum en flestar voru þær um 50. Fjórar íslenskar konur gengu í regluna og störfuðu um tíma hérlendis en systurnar voru frá 11 þjóðum og 34 fengu íslenskan ríkisborgararétt. Þann 31. maí 1995 hætti síðasta systirin af St. Jósefsreglumii störfum á St. Jósefsspítala á Landakoti. Árið 1976 urðu breytingar á rekstrarfyrir- komulagi spítalans þegar íslenska ríkið keypti hann af St. Jósefssystrum og Sjálfseignarstofnun St. Jósefsspítala tók við starfseminni. Síðar voru Borgarspítalinn og Landakotsspítali sameinaðir og loks allir spítalarnir í Reykjavík, Borgarspítalinn, Landspítalinn og Landakot, sameinaðir undir merkjunum Landspítali - háskólasjúkrahús. Jón Ólafur ísberg sagnfræöingur lonolafur@althingi.is Sankti Jósefsspítali í Landakoti tók formlega til starfa árið 1902. Landakotsspítali, eins og hann var jafnan nefndur, var aðalsjúkrahús landsins og kennsluspítali Læknaskólans/læknadeildar fram til 1930 þegar Landspítali tók til starfa og var ásamt honum helsta sjúkrahús landsins nær alla 20. öldina. Jörðin Landakot, sem fyrrum var hjáleiga Reykjavíkur, komst í eigu fransks trúboðsbiskups árið 1859 og skömmu síðar var gömlum skúr sem þar var breytt í kapellu. Ný kirkja sem síðar var íþróttahús ÍR, var byggð árið 1897 en gamla kapellan var notuð sem sjúkraskýli eða spítali. Spítalinn annaðist einkum franska sjómenn sem hingað komu en síðar tók Franski spítalinn við Lindargötu, nú Tónmenntaskóli Reykjavíkur Lindargötu 51, við því hlutverki. Árið 1902 tók Landakotsspítali til starfa en hann var byggður á vegum St. Jósefssystra sem komið höfðu til Islands árið 1896 til að sinna sjúkum. St. Jósefsreglan var stofnuð í Frakklandi árið 1650 til að starfa að samfélagsþjónustu utan klausturmúra. Reglu- systur hófu strax að hlúa að sjúkum þótt ekki væri til sérstakt sjúkrahús og þær hófu einnig kennslu barna enda var barnafræðslu ábótavant. St. Jósefssystur leituðu til landsjóðs um fyrirgreiðslu þegar þær hugðust hefja spítalabyggingu og rekstur en fengu algjört afsvar. Spítalinn var byggður fyrir erlent samskota- og sjálfsaflafé reglusystra og söfnunarfé sem Jón Sveinsson, Nonni, hafði aflað til að byggja holdsveikraspítala sem danskir Oddfellowar létu byggja í Laugar- nesi. Bygging og rekstur St. Jósefsspítala varð hins vegar til þess að ríkisvaldið gat komið sér hjá því að byggja spítala handa sínu fólki fyrir eigin peninga. Spítalinn, sem var kjallari, tvær hæðir, og ris var formlega tekinn í notkun 16. október 1902 og stóð á horni Túngötu og Ægisgötu, það er fyrir framan núverandi austurálmu spítalans. I 410 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.