Akureyri


Akureyri - 16.10.2014, Qupperneq 12

Akureyri - 16.10.2014, Qupperneq 12
12 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014 Spurningar un lívið og tilverunna „Það er rosa fyrirtæki að færa svona sýn- ingu, þetta er eiginlega alltaf algjört brjálæði. Nógu mikið hark er að vera í því umhverfi sem sýningar eru gerðar fyrir, að fara í ferð- ir ofan á það er klikkun,“ segir Björn Thors leikari sem túlkar persónu Kenneth Mána á sýningum í Hofi um helgina. Það er samt ekkert brjálæði yfir leikaran- um þar sem hann fær sér kaffibolla á akur- eyrsku kaffihúsi með blaðamanni. Hann er óþægilega stóískur! Maður bíður eiginlega eftir mismælunum og kækjunum, því þótt Björn sé fjölhæfur leikari sem hafi klæðst ólíkum hlutverkum, hafi m.a. leikið Macbeth í Þjóðleikhúsinu finnst mér pínu sem ég sé að drekka kaffi með Kenneth í Fangavaktinni. Kenneth Máni Johnson hét um tíma Ketill Máni Áslaugarson eins og áhorfend- ur Stöðvar 2 muna. Hann vann fyrir Georg Bjarnfreðarson í Fangavaktinni, eilífðarfangi sem glímir við lesblindu, kæki, athyglisbrest, ofvirkni og almennt hömluleysi. Í leikritinu sem Borgarleikhúsið frumsýndi í síðasta mánuði, en Norðlendingum gefst nú kostur að njóta, er Kenneth Máni óhræddur að segja áhorfendum frá þessu öllu saman og svara spurningum þeirra um ,,lívið og tilverunna“. Víst er að það er gaman að eiga þess kost að spyrja leikarann um persónuna og verkið. „Við erum kannski glæpamenn ... en við erum alla vega ekki óheiðarlegir.” Þessi orð eru ættuð úr sálarfylgnum Kenneth Mána í Fangavaktinni. Paradoxinn í setningunni kemur róti á staðalmyndir um heiðarleika. Björn segir aðspurður að í fyrr- greindum orðum felist einmitt eitt leiðarstef sýningarinnar. Ekki eitt illt bein til í honum “Það er ekki til eitt illt bein í Kenneth Mána þótt hann taki endalaust rangar ákvarðanir. Þetta er góður og heiðarlegur drengur sem hefur verið sviptur tækifærum til að taka réttar ákvarðanir, hann hefur lifað lífinu án leiðsagnar. Svo er annað þema sem er van- máttur hans og þá ekki síst gagnvart tungu- málinu, vangeta hans til að tjá sig, koma hugsunum í orð. Hann býr sér því til sitt eigið tungumál, talar skrýtna íslensku, notar þau orð sem honum finnst henta. Í því ljósi má segja að sýningin sé óður til tungumálsins, en því miður fyrir Kenneth bregst honum ekki síst bogalistin þegar mest reynir á, þegar stóru stundirnar koma.” Ég spyr hvað hafi orðið til þess að persóna Kenneth Mána varð að leiksýningu. Björn út- skýrir að eftir Fangavaktina hafi hann sjálf- ur og fleiri áttað sig á nánast óslökkvandi löngun landsmanna að fá að sjá meira af Kenneth. Hið mannlega í persónunni, brot- inn uppvöxtur og skortur á tækifærum sé flestum kunnugleg staðreynd í umhverfinu. Öll þekkjum við a.m.k. „einn svona“ þegar við hugsum aftur til skólagöngu liðins tíma. Þótt einleikurinn eða uppistandið í leiksýn- ingunni sé kómískur sé það því ekki síst hið harmræna sem gefi Kenneth sem persónu vægi. „Kenneth Máni er dramatískari fígúra en en virðist við fyrstu sýn, það er miklu meiri harmur yfir honum en séð verður í upphafi. Við getum tengt hann við „týndu drengina“ svokölluðu. Hann er lesblindur, fær ekki greiningu, fær engin úrræði, líf hans kemst ekki í farveg. Svo er bara spurning þegar þú ferð út í móa hvernig þú spilar úr því.“ Ég samgleðst Kenneth Mána að hafa náð svo langt að eiga sviðið í Borgarleikhúsinu og nú í Hofi líka. Ætli týndu drengirnir séu ekki ansi margir, menn í endalausu basli með líf sitt, eru á meðferðarheimilum, margir í mikilli neyslu. Kenneth er 100% harmræn persóna, foreldralaus, sviptur öllum tæki- færum vegna þess að hann fær ekki aðstoð, dettur úr skóla. Það er engin kómedía án harms og á því byggjum við þessa sögu. En ég lofa samt mikilli skemmtun.“ Við ræðum félagslegar tilvísanir sýningar- innar. Sambland frásagnarleikhúss og uppi- stands. Aftur og aftur kemur væntumþykja leikarans á persónunni upp á yfirborðið og kannski er það einmitt félagsleg ást á mann- kyninu og fjölbreytileika þess sem bæði er uppspretta sýningarinnar og helsti hvati þess að gestir þyrpist í leikhúsið til að berja Kenneth Mána augum, sem mörg okkar vild- um vita meira um eftir að Fangavaktinni lauk. Áhorfendur langar til að ættleiða Kenneth En hvernig er að vera svona einn í heiminum, einn á sviðinu allan tímann? „Að vera í uppistandi er samtal, fólk veltir fyrir sér hvort það sé hrikaleg eða geigvæn- leg reynsla að ein heil sýning sé borin uppi af einum leikara en auðvitað kemur her manns að svona sýningu þótt maður sé einn á sviðinu. Einmanalegasta augnablikið getur verið að fara í hléið, þetta er mjög ögrandi verkefni, algjörlega miskunnarlaust form, en ef vel gengur áttu á sviðinu í miklu samtali við fólk, áhorfendur gefa þér stanslaust feedback. Til- gangurinn er að ná snertingu við salinn, og eðli málsins samkvæmt markast hver einasta setning af viðtökum frá áhorfendum og þess vegna eru engar tvær sýningar eins.“ Björn segir algeng viðbrögð áhorfenda að vilja ættleiða Kenneth Mána að lokinni leiksýningu. „Þeir vilja pakka honum inn í teppi og fá hann til að hætta þessari vitleysu, fólk hefur mjög sterka björgunartilfinningu gagnvart honum.“ Að spegla hið góða í mann- eskjunni er einmitt eitt hlutverk leikhússins, að sögn Björns Thors. „Við komum saman í leikhúsinu til að gera heiminn betri, verðum kannski eitt augnablik a.m.k. aðeins betri manneskjur en við erum. Við höfum fengið tíma til að eiga stund saman og vera saman, svona sýning snýst því ekki bara um per- formansinn á sviðinu heldur tekur fólkið úti í sal þátt í einhverju saman.“ TEXTI Björn Þorláksson Björn Thors, leikari Kenneth Mána, félagslega þenkjandi leikari sem leggur upp úr að leikhúsi mennsk- unnar. Ógleymanleg persóna úr Fangavaktinni – en ekki eitt illt bein til í Kenneth, segir Björn Thors.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.