Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagurinn 20. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Dagskrá: Allt er ókeypis nema það sem er sérstaklega merkt. Miðvikudagur 20. apríl:   kl. 10:30 Listahátíð barna sett í Duushúsum. Sýning leikskóla- barna opin til kl. 17.00 og athygli er vakin á verkum grunnskólabarna út um allan bæ undir heitinu: Listaverk í leiðinni. Fimmtudagur 21. apríl: kl. 08:00 - 18:00 Vatnaveröld, fljótandi vísdómsorð frá Bókasafninu. kl. 10:00 - 17:00         Skessan býr í helli sínum við smábátabryggjuna. kl. 11:00                 Skrúðganga frá Skátahúsinu við Hringbraut leidd af skátum við undirleik Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar kl. 11:30                 Skátamessa í Keflavíkurkirkju kl. 13:00 - 17:00         Listahátíð barna, sýningar og listasmiðja í Duushúsum. Listaverk í leiðinni. kl. 15:00 - 16:00         Barnaskemmtun í Íþróttahúsinu við Sunnubraut.   Aðgangseyrir kr. 2.000. Laugardagur 23. apríl: kl. 08:00 - 18:00 Vatnaveröld, dótadagur og fljótandi vísdómsorð frá Bókasafninu. Börn hvött til að koma með eigin leikföng. kl. 10:00-17.00         Skessan býr í helli sínum við smábátabryggjuna. kl. 13:00 - 17:00 Listahátið barna, sýningar og listasmiðja í Duushúsum. Listaverk í leiðinni. kl. 13:00 - 17:00         Listasmiðja í Svarta pakkhúsinu, Hafnargötu 2 í boði Félags myndlistarmanna. kl. 13:00 - 16:00         Innileikjagarðurinn,Keilisbraut 778, Ásbrú kl. 14:00                 KFUM og KFUK standa fyrir ratleik sem hefst við hús þeirra að Hátúni 36. kl. 14:00 - 17:00         Lista- og leiksmiðja í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17 í boði Leikfélags Keflavíkur. kl. 14:00 - 16:00         Víkingaheimar, víkingabúningar og leikur. Börn að undirbúa hátíðina í ár Sjá nánari upplýsingar á http://www.barnahatid.is/ einnig á Facebook undir Reykjanesbær BARNAHÁTÍÐ Í REYKJANESBÆ ›› Barnabílstóllinn hafnaði 50 metra frá bíl eftir veltu Nágrannavörslu hefur verið komið á í Starrmóa í Reykja- nesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annars og fylgjast með hí- býlum þegar nágrannar eru að heiman. Nágrannavarsla er nú á Þórsvöllum, Birkiteig, Sjafnar- völlum, Fífudal, Mávatjörn, Lágseylu, Kjarrmóa og Lyngmóa. Starrmói er því níunda nágranna- vörslugatan í sveitarfélaginu. Reykjanesbær tók formlega upp Nágrannavörslu árið 2008 en verk- efnið er samstarfsverkefni Um- hverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Starfsmenn umhverfissviðs afhentu íbúum Starrmóa upplýsingamöppu um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var komið fyrir á staur við Lyngmóa. Íbúar og nágrannar í Reykjanesbæ sem vilja taka upp formlega ná- grannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Jónu Hrefnu Bergsteinsdóttur starfsmann Um- hverfis- og skipulagssviðs í síma 421 6700 eða á usk@reykjanesbaer. is. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með „Nágrannavörslu“. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Grinda- víkurvegi sl. fimmtudagsmorgun með þeim afleiðingum að bíllinn valt og endaði utan vegar. Ekki er vitað ástæður bílveltunnar en ökumaður slasaðist alvarlega og bíllinn er óökufær eftir veltuna. Þegar lögregla og sjúkraflutninga- menn mættu á slysstað sáu þeir barnabílstól um 50 metra frá bíln- um og var strax byrjað að leita í hrauninu að barni sem gæti hafa verið í bílnum. Þeir fengu hins vegar staðfestingu stuttu seinna að ökumaður hefði verið einn í bíln- um og þá var leit hætt. siggi@vf.is ›› FRÉTTIR ‹‹ Enn eitt umferðaróhappið á Grindavíkurvegi varð í síðustu viku þegar fólksbifreið fór út af veginum skammt frá afleggjaranum við Bláa lónið. Þetta er sjöunda umferðarslysið á Grindavíkurvegi frá áramótum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Flest þessara umferðarslysa hafa verið á svipuðum stað á Grindavíkur- vegi en í öll skiptin hefur þurft aðkomu lögreglu og björgunarliðs. Auk þess sem vitað er um nokkur tilfelli þar sem bílar fóru út af veginum án þess að tjón hafi orðið og því ekki tilkynnt til lögreglu. Þetta eru óvenju mörg umferðaróhöpp á svo stuttum tíma en slys varð á fólki í flestum tilfellum og eignatjón mikið. Leituðu að barni í hrauninu eftir bílveltu Sjö umferðarslys á Grinda- víkurvegi frá áramótum ›› Íbúar Starrmóa Taka upp nágrannavörslu Eldur slökktur í vinnugámi Slökkvilið Grindavíkur var boðað út sl. miðvikudags- morgun vegna elds í vinnugámi fyrir aftan Nettó. Starfs- menn náðu að sprauta vatni á eldinn með brunaslöngu og fóru reykkafarar frá slökkvi- liðinu síðan inn og kláruðu að slökkva og reykræsta. Í vinnugáminum var verið að vinna með slípirokk sem mun hafa orsakað eldinn. Einn starfsmaður var fluttur til skoðunar með sjúkrabíl vegna gruns um reykeitrun.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.