Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 30
30 Miðvikudagurinn 20. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR „Þetta er í þriðja skiptið sem mót- ið er haldið en á síðasta ári sóttu mótið um 40 keppendur og við búumst við enn meiri þátttöku í ár,“ sagði Haraldur Hreggviðs- son, hjólagarpur úr Njarðvík. Reykjanesmótið í hjólreiðum fer fram laugardaginn 30. apríl kl. 10:00 þar sem ræst verður frá sundlauginni í Sandgerði. Keppt verður í tveimur flokkum. Annars vegar verður keppt í 62 km leið og hins vegar í 32 km leið. Í þeirri fyrri verður hjólað út að Reykjanesvirkjun og aftur til baka í Sandgerði en í þeirri seinni verð- ur hjólað út að Hafnarvegi og til baka. Veitingar verða á staðnum en í lokin verður dregið um verðlaun auk þess að allir keppendur fá frítt í sund. „Í fyrra var talið að þetta væri eitt fjölmennasta götuíþróttamót sem haldið hefði verið á Íslandi, um 40 keppendur, en í ár reiknum við með mun fleiri en það. Við höldum þetta mót fyrst og fremst fyrir Hjól- reiðafélag Reykjavíkur. Þá tengist þríþrautadeild UMFN þessu aðeins en margir í þeirri deild koma til með að taka þátt í þessu móti býst ég við,“ sagði Haraldur bjartsýnn á komandi hjólreiðakeppni. Haraldur sagði þetta hafa byrjað vegna Hjólreiðafélags Reykjavík- ur en það langaði til þess að halda eitt mót hér á Suðurnesjunum. „Nokkrir forsvarsmenn félagsins höfðu samband við Inga Þór Ein- arsson, sundþjálfara, en hann hafði eitthvað verið í kringum hjólanefnd ÍSÍ á sínum tíma og hann fékk mig svo í kjölfarið til að aðstoða sig við þetta. Við höfum gert miklu meira úr þessu móti en öðrum þar sem öll umgjörð mótsins er mun stærri. Keppendur fá að fara í sund og það eru alls kyns veitingar svo þetta mót er eitt af þeim flottari.“ Gjaldinu er stillt í hóf og kostar í lengri leiðina 2.000 kr. en 1.000 kr. í þá styttri. Haraldur hjólaði hringinn í kring- um landið síðasta sumar en það var sérstakt verkefni sem var kall- að Hjólað til heilla og var það til styrktar krabbameinssjúkum börn- um. Haraldur, ásamt nafna sínum Helgasyni, fóru hringinn saman og söfnuðu áheitum þar sem sá fyrr- nefndi hjólaði en sá síðarnefndi keyrði bíl með ýmsum birgðum. „Þessi ferð tók tólf daga. Nafni hjólaði smá spöl með mér til að hressa sig við en annars sá hann alfarið um bílinn. Þetta var í fyrsta skipti sem Lionsklúbburinn fór út í svona stóra söfnun en þeir hafa alltaf verið mjög öflugir í að styrkja líknarstarf.“ Á meðan á þessari söfnun stóð gat fólk hjólað með köppunum hvar sem því þóknaðist og sagði Har- aldur það hafa gert þetta mun skemmtilegra. En er svona lagað ekki erfitt? „Þetta tekur heldur betur á lík- amann. Ég er búinn að vera að hjóla í mörg ár þó að ég sé kominn af léttasta skeiðinu, rúmlega fimm- tugur en þetta er mjög góð líkams- rækt og mjög skemmtilegt. Ég hafði ekki hjólað svona vegalengd áður en ég hjólaði eitt skipti á Akureyri og hef verið að taka nokkra langa túra þegar tími gefst til.“ Aðspurður hvort þeir ætluðu ekki að bjóða Einari Bárðarsyni í mót- ið sagðist Haraldur vera búinn að senda honum línu en Einar hefði ekkert svarað henni. „Ég hef samt fulla trú á því að Einar láti sjá sig þar sem hann býr hérna á Suður- nesjunum. Það væri líka tilvalið fyrir hann að kynna sér þríþrauta- deild UMFN fyrst hann er byrjaður að hjóla bæjanna á milli,“ sagði Haraldur. siggi@vf.is ›› Fjölmennasta götuíþróttamót landsins í Sandgerði „Gert mun meira úr þessu móti en öðrum“ -segir Haraldur Hreggviðsson, hjólagarpur úr Njarðvík. ■ Eitt fjölmennasta götuíþróttamótið. ■ Keppendur fá frítt í sund. 30 i i ri . ríl VÍKURFRÉTTIR AÐALFUNDUR Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurnesja hf. verður haldinn föstudaginn 29. apríl 2011 kl. 15:00 í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ. Dagskrá: - venjuleg aðalfundarstörf - önnur mál Stjórnin ATVINNA Óskum eftir vönum bifvélavirkja til starfa um mánaðamótin. Upplýsingar gefur Björn í síma 421 6901 eða 893 9531. bilageirinn@bilageirinn.is Liðsmenn ÍG frá Grindavík urðu í fyrrakvöld Íslands- meistarar í 2. deild karla eftir sig- ur á ÍA í úrslitaviðureign deild- arinnar. Liðin mættust í Íþrótta- húsi Kennaraháskólans í Reykja- vík þar sem lokatölur voru 95-82 ÍG í vil. ÍG byrjaði mun betur og að loknum fyrri hálfleik var allt sem benti til öruggs sigurs Grindvíkinga enda staðan 62-37 en Skagamenn gerðu leikinn spennandi í síðari hálfleik með góðri baráttu. Liðsmenn ÍG lentu hver á fætur öðrum í villu- vandræðum og þá meiddist Berg- vin Ólafarson í upphafi síðari hálf- leiks en kappinn var heitur í þeim fyrri og lék Skagamenn nokkrum sinnum grátt með 27 stig á 20 mín- útum. vf.is ÍG sigurvegari í 2. deild karla Í fjórða leikhluta náðu Skagamenn að minnka muninn í tíu stig en nær komust þeir ekki og ÍG kláraði dæmið 95-82. Stigahæstir hjá ÍG: ÍG: Guðmundur Ásgeirsson 30, Bergvin Ólafarson 27, Ásgeir 10, Helgi 9, Davíð Arthur 8, Gylfi 8. ÍG frá GrindavÍk siGruðu Í 2. deild njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar í drengjaflokki í körfubolta eftir 84-86 spennusigur gegn kr í laugardalshöll sl. sunnudag. Ólafur Helgi Jónsson fór á kostum í liði njarðvíkinga og gerði 40 stig, tók 20 fráköst og gaf 4 stoðsendingar og var valinn besti maður leiksins en kappinn setti niður 10 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.