Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 31
Miðvikudagurinn 20. apríl 2011 VÍKURFRÉTTIR 31 Knattspyrnudeild Keflavíkur selur ársmiða nk. miðvikudag 20. apríl og 29. apríl. Fullt verð kr. 15.000,- Forsala kr. 12.000,- Miðasala fer fram í Nettó Reykjanesbæ 20. apríl kl. 13:00 - 19:00 og 29. apríl kl. 13:00 - 19:00. ÁRSMIÐAR KNATTSPYRNUDEILDAR KEFLAVÍKUR Lið Reykjanesbæjar bar sigur úr býtum í fyrsta Íslands- meistaramóti í boccia eldri borgara sem haldið var í Borg- arnesi laugardaginn 16. apríl sl. Lið Reykjanesbæjar sem skipað var þeim Hákoni Þorvalds- syni, Ísleifi Guðleifssyni og Marinó Haraldssyni sem sigr- aði alla leiki sína á mótinu. Reykjanesbær sendi fjögur lið til þátttöku, mikil gróska er í boccia eldri borgara en um 25 manns æfa tvisvar í viku í íþróttahúsinu að Ásbrú. ATVINNA Trésmiður óskast þarf að vera vanur gipsveggjum og kerfisloftum. Vinna í Reykjavík. Upplýsingar í síma 899 3743 Sigurbjörn. sibbia@islandia.is Í fyrsta sinn í núverandi keppnisfyrirkomulagi er eitt félag handhafi allra Ís- landsmeistaratitla í körfubolta kvenna en félagið sem um ræðir er Keflavík, Íslandsmeistarar frá meistaraflokki kvenna niður í minnibolta stúlkna, glæsi- legur árangur sem náðist sl. sunnudag þegar Keflavík lagði Njarðvík í stúlknaflokki í úr- slitaviðureign Íslandsmótsins. Fjórum sinnum hefur það gerst að sama félag vinni alla Ís- landsmeistaratitla kvenna sem eru í boði, þ.e. þegar keppt er um fleiri en einn titil. 1969 og 1971 vann Þór Akur- eyri titilinn í meistaraflokki kvenna og 2. flokki kvenna. 1982 vann KR meistaraflokk, 2. flokk og 3. flokk og Keflavík afrekaði svo það sama 1988. Árangur Keflavíkurkvenna í vetur á Íslandsmótinu: Keflavík Íslandsmeistarar í: - Iceland Express deild kvenna eftir 3-0 sigur á Njarðvík - Unglingaflokki kvenna eftir 72-70 sigur á Snæfelli - Stúlknaflokki eftir 64-43 sigur gegn Njarðvík - 10. flokki kvenna eftir 71-31 sigur gegn Grindavík - 9. flokki kvenna eftir 65-39 sigur á Njarðvík - 8. flokki kvenna eftir sigur á fjölliðamóti - 7. flokki kvenna eftir sigur á fjölliðamóti - Minnibolta kvenna eftir sigur á fjölliðamóti YYngri kvennaflokkarnir fylgdu eftir frábærum árangri meistaraflokks kvenna sem vann þrjá stærstu titlana í ár með því að vinna Íslands- meistaratitla í öllum flokkum. Glæsilegur ár- angur í kvennaboltanum í Keflavík. KEFLAVÍK ÍSLANDSMEISTARI Í ÖLLUM KVENNAFLOKKUM Í KÖRFU Minnibolti stúlkna 8. flokkur stúlkna 10. flokkur stúlkna 7. flokkur stúlkna 9. flokkur stúlkna Stúlknaflokkur Unglingaflokkur Íslandsmeistarar í Boccia Íslandsmeistarar kvenna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.