Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagurinn 20. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Ekkert annað lið eins og Keflavík Auk þess að spila með Tindastóli og Breiða- bliki hefur hún nær eingöngu verið í Keflavík að undanskildu hálfu tímabili með Grinda- vík. „Það er ekkert annað lið eins og Keflavík og get ég ekki sagt að mig langi til að fara í eitthvað annað lið. Ég held ég klári ferilinn hjá Keflavík því mér líður vel hérna.“ Árið 1994 var Birna í Tyrklandi sem „au pair“ hjá Eyjólfi Sverrissyni fótboltakappa, þar sem hún spriklaði í körfuboltanum um leið. „Mér stóð til boða á þessum tíma að fara til Danmerkur í atvinnumennsku en ég hafnaði því. Þetta var bara áhugamál sem ég hafði ekkert hugsað mér að gera eitthvað meira með.“ Góður stuðningur fjölskyldunnar En hvernig er að vera mamma með fjöl- skyldu ásamt því að vera lykilmanneskja í körfuboltaliði? „Þetta er svona upp og niður. Stundum geng- ur allt upp en það getur líka verið þvílíkt púsl suma daga. Annars á ég mjög góða fjölskyldu og eiginmann sem hefur stutt mig í gegnum þetta allt. Ég er bara rosalega heppin hvað það varðar.“ Kvennakarfan er mörgum vinsældarskrefum á eftir karlakörfunni og var ekki einn leikur í úrslitakeppni kvenna sýndur í sjónvarpi á meðan flestir karlaleikirnir voru sýndir. „Það er auðvitað mikill gæðamunur á körlum og konum í körfubolta. Við erum ekkert að fara að troða eða gera einhverjar gloríur, alla vega ekki ennþá. Þetta er hins vegar hundfúlt og er ég búin að kvarta undan þessu ár eftir ár. Sérstaklega þar sem ég á fjölskyldu úti á landi sem hefði verið til í að sjá einhverja leiki með Keflavík. Eins og úrslitakeppnin þróaðist hjá okkur í ár, þá var verið að bjóða upp á hörku leiki en ekki einn sýndur. Þessir þrír leikir gegn Njarðvík voru allir mjög skemmtilegir svo ég veit ekki hvað við þurfum að gera til að fá leikina sýnda. Kannski þurfum við að fara að klæða okkur í níðþrönga búninga svo sjónvarpið fari að veita okkur athygli.“ Aldrei áður spilað fyrir fullu húsi Keflavík sigraði Njarðvík í úrslitum 3-0 en þetta var í fyrsta skiptið sem þessi tvö lið mættust í úrslitum. „Þetta var hreint út sagt æðislegt. Ég man ekki eftir að hafa spilað fyrir fullu húsi áhorfenda svo ég var rosalega ánægð með stuðningsmenn beggja liða. Þetta er svo mikil hvatning að heyra í öllum áhorf- endunum öskra og æpa á leikjum. Þau vilja sjá eitthvað frá manni svo maður spýtir enn meira í lófana. Þetta var eiginlega draumi líkast.“ Anna María best Besta körfuknattleikskona Íslands fyrr og síðar að mati Birnu er Anna María Sveins- dóttir. „Það er engin spurning. Hún hafði skilning á leiknum frá A til Ö. Hún var svo mikill drifkraftur fyrir liðið og mikil hvatn- ing að það var eins og við værum með sex leikmenn á vellinum þegar Anna María spil- aði. Hún hafði bara allt sem þurfti til að vera best.“ Keflavík fékk til liðs við sig á tímabilinu Jac- kie Adamshick, bandarískan leikmann, sem var mikill liðsstyrkur fyrir Keflavík. Hún lenti svo í meiðslum og náði ekki að klára tímabilið. „Jackie er minn uppáhalds erlendi leikmaður. Ég hef ekki kynnst öðrum eins gullmola innan sem utan vallar. Þetta var bara lygilegt. Hún var svo jákvæð og dugleg og aldrei með neitt vesen. Hún er bara „one of a kind“ eins og maður segir. Hún sagðist samt ætla að hætta eftir þetta tímabil en ég á eftir að ræða við hana betur. Ég leyfi henni ekkert að hætta alveg strax.“ Eins og margir hafa tekið eftir er Birna með húðflúr á öxlinni. Við spurðum hana aðeins nánar út í það. „Ég er með þrjú húðflúr. Eitt á öxlinni eins og sést þegar ég spila körfubolta, annað á bakinu og þriðja í náranum. Þetta byrjaði sem eitthvað flipp en mér finnst þetta flott. Það var einu sinni hugmynd að fá sér heila ermi en ég held að kallinn yrði ekki sáttur með það. Svo er ég með tungulokk og naflalokk en ég ætla að láta það duga þó ég bæti kannski við nokkrum húðflúrum í viðbót.“ Tek núna eitt ár í einu Birna sagðist hafa ropað út úr sér í einhverju viðtali að hún ætti tíu ár eftir í körfubolt- anum. „Ég ætla ekki að gefa neitt út núna. Ég mun taka eitt ár fyrir í einu og held áfram á meðan skrokkurinn leyfir. Ég er alla vega ekkert á leiðinni að hætta núna þar sem ég er nýbúin að landa Íslandsmeistaratitli,“ sagði þessi frábæra körfubolta að lokum. vf.is Held áfram á meðan skrokkurinn leyfir Birna skorar í vetur gegn Hamri. Birna með stóru bik- arna 2011, Íslands- og bikarmeistaradollurnar. Birna fór í „betri fötin“ fyrir viðtals- myndatökuna í VF. Hún fann fötin í Kóda og svo fór hún í hár- greiðslu hjá Capello og í förðun hjá Gunn- hildi Gunnarsdóttur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.