Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 20.04.2011, Blaðsíða 17
Miðvikudagurinn 20. apríl 2011 VÍKURFRÉTTIR 17 ið niður á starfsandanum á einhverjum tíma. Ég held að flestir sem hafa þurft að fara í slíkar aðgerðir þekki það. Talandi um Fasteign. Ertu enn sannfærður um það að það hafi verið rétt að fara þessa leið? Já, ég er það. Við sam- einuðumst, minnihluti og meirihluti um að leggja fram skýrslur og gögn um að meta reynsluna af þessu félagi, sem var fyrst og fremst til að byggja upp stórt félag sem hefði meiri getu til að fara í framkvæmdir og gera það á hagkvæman hátt. Þessar skýrslur sýna að þetta voru mjög hagkvæmar byggingar í samanburði við það sem aðrir voru að gera, það sem lítil sveitarfélög eru kannski að gera og hafa litla getu og þekkingu til að vinna það. Þetta hefur allt verið að skila sér. Þegar við skoðum leigukostnaðinn og hvernig hann hafi verið í gegnum tíðina eða frá árinu 2003, var þetta um margt hagstæðara fyrir okkur heldur en með hefðbundnum hætti. Nú hefur þetta verið að breyt- ast í hruninu og eftir hrunið. Við höfum verið að greiða helming okkar leigu í evrum sem hefur haft mikil áhrif og þá er bara sjálfsagt að endurskoða þetta. Við höfum sagt að þetta er ekkert trúaratriði, þetta snýst bara um hvað sé hagstæðast og skynsamlegast að gera. Þess vegna höfum við nú verið að leggja fram tillögur að breytingum á Fasteign. Reyndar líka vegna þess að það eru ákveðnir aðilar inni í okkar félagi sem hafa átt mjög erfitt, Háskólinn í Reykjavík hefur ekki haft möguleika á að greiða þá leigu sem hann á að greiða. Álftanes hefur heldur ekki getað greitt. Þetta hefur auðvitað komið niður á félaginu þó að sjóðsstreymi hafi alveg staðist. Nú erum við í endursamningum við bankana og erum að skoða með hvaða hætti Fasteign getur starfað og hvaða breytingar verði gerðar þar á. Við leiðum þá vinnu. Sérðu Fasteign fyrir þér áfram? Já, alveg eins, en nú eru tveir kostir skoðaðir. Annars veg- ar að aðilar tækju eignirnar algjörlega til baka og semdu þá beint við bankastofnanir. En við sjáum líka tækifæri til að halda þessu meira sem fasteignafélagi sveitarfélaga sem heldur þá utan um þessi lán og greiðir afborganir en sveitarfélögin haldi þá sjálf utan um viðhald og rekstur. Það er það sem við erum að ræða núna en það er ekki komin niðurstaða. Það gætu verið 2-3 mánuðir í að það liggi fyrir en þá er búið að einfalda félagið og lækka verulega leig- una. Hún myndi þá að stærstum hluta bara taka mið af greiðslu lánanna vegna eignanna. Þá lækkar þessi leigu- greiðsla og framreiknuð skuld sveitarfélagsins lækkar. Það þýðir að skuldir sveitarfélagsins lækka verulega. Það er auðvitað kostur, en ef við erum að horfa svona tutt- ugu ár fram í tímann hefur þetta í raun og veru engin áhrif. Þetta eru sem sagt bara reikningslegar aðferðir. Hljómahöllin er eitt af stærri verkefnum hér heima í Fast- eign, hvernig sérðu hana fyrir þér ef við tökum svona eitt dæmi út úr þessu? Það er gott að bera Hljómahöllina saman við Hof eða Hörpuna. Það eru ríkisstyrkt verkefni og gríðarlega stór og kostnaðarsöm.Við erum með okkar litla dæmi hér þar sem við lögum til Stapann og tengjum hann saman við tónlistar- skóla. Við erum að reyna vinna þetta skynsamlega og búa til úr þessu atvinnutækifæri. Við höfum stoppað framkvæmdir þarna í þessu árferði. Ég vona að við höld- um áfram á næsta ári að byggja upp góðan tónlistarskóla. Við erum mjög stolt af honum. Í Hljómahöll- inni verður popp- sýningin og öll þessi hugmyndafræði, fyrir ráðstefnur og annað. Ég held að það sé mjög gott að sjá núna þegar Hof er komið og Harpan að þá sjá menn hvað þetta er gríðarlega mikil innspýting fyrir okkar litla samfélag með svona skynsam- lega byggða einingu. Ég er alveg sannfærður um að þetta er eitthvað sem vantar inn í ferðaþjónustuna og þau tækifæri sem þar eru. Ég finn það líka á hóteleigendum og þeim sem eru í kringum ferðaþjónustu að þeir sjá þessi tækifæri en því miður erum við bara ein að sjá um þetta, ekkert ríki að styðja okkur í því. Við verðum því að vinna þetta í takt við fjárhagsgetu og ég vona að við getum komist áfram um leið og við erum búin að ganga frá þáttum í kringum Fasteign. Þá getum við haldið áfram að ljúka þessu verki. Mál málanna að undanförnu hafa verið þessi verkefni í atvinnuuppbyggingu sem hafa gengið afar hægt, þau virð- ast alltaf handan við hornið en einhvern veginn frestast þau alltaf aftur og aftur. Þetta hlýtur nú að taka á taug- arnar hjá bæjarstjóranum. Já, þetta fer inn í hjartað. En þessi mál hafa verið að þok- ast áfram. Besta dæmið er kísilverið en það er nú svo að hálfum mánuði fyrir undirskrift held ég nú að ríkið hafi vitað afar lítið af þessu verkefni og ráðherrar hennar hafi nú bara mætt hér og tekið góðan þátt í því. Við viljum bara fagna því með þeim en þetta var nú ekki eins og rík- isstjórnin hafi verið að rétta okkur þetta verkefni. Við erum búin að vera í þrjú ár að undirbúa það og það er hluti af því að Helguvík var tilbúin. Þarna var aðstaða sem hægt var að nýta þannig að það gerði málið mögulegt. Forsend- urnar voru til staðar og það var búið að byggja upp þessa aðstöðu. En önnur verkefni má nefna eins og gagnaverið. Menn tala um að það sé búið að ljúka því á þingi og það hafi verið gengið frá fjárfestingasamningi en engu að síður er hugmyndafræðin þannig að það eru erlend fyrirtæki sem eiga að koma inn og þau eru ekki sátt við heim- ilisfesti og ýmsar reglur hjá okkur. Það virðist ekkert vera að ganga þannig að það er enn eitt dæmið þar sem menn segjast vera búnir að ljúka sínu, hvort sem það er Alþingi eða ríkið, alla vega virðist það ekki vera fullnægjandi. Er sem sagt algjör óvissa með gagnaverið og heyrst hefur af fjárhagsskorti hjá Keili? Það er algjör óvissa, reyndar segir mér fjármálastjóri Verne Holding að það séu vonir með lítil skref áfram en þau virðast ekki vera í þessum stóra stíl sem verið var að tala um. Einkasjúkrahúsið er annað dæmi. Það er alveg ástæða til að rifja upp hvernig það fór af stað með heil- brigðisráðherra sem sagði bara nei, hann var bara á móti því. Sömu aðilar vildu upphaflega fá aðstöðu hjá Heil- brigðisstofnun Suðurnesja og voru þá, fyrir tveim árum, tilbúnir með erlenda sjúklinga sem var hægt að koma hér inn. Þetta eru svona gluggar sem opnast en þeir eru ekki endalaust opnir því það eru auðvitað önnur lönd og önnur fyrirtæki sem eru að grípa þessa sjúklinga þannig að mér sýnist að menn hafi augljóslega bara látið þetta fara framhjá sér. Nú er aftur verið að undirbúa verkið og væntanlega í ágúst 2012 á, samkvæmt samningi, húsið að vera tilbúið og þá getur rekstur farið í gang. Vonandi stenst það. Keilir er enn annað verkefni sem við erum endalaust að Þegar við skoðum leigukostnaðinn og hvernig hann hafi verið í gegnum tíðina eða frá árinu 2003, var þetta um margt hag- stæðara fyrir okkur ... þá sjá menn hvað þetta er gríðarlega mikil innspýting fyrir okkar litla samfélag með svona skynsam- lega byggða einingu. Fjárfestingar í atvinnumálum eru ekki bruðl ›› Árni Sigfússon fer yfir stöðu mála hjá Reykjanesbæ og lítur yfir farinn veg á tæpum áratug í bæjarstjórastóli vf.is Framhald í næstu opnu! Frá fyrstu skóflustungunni að álveri í Helguvík. Til hliðar má sjá Árna skoða álið á Grundartanga.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.