Víkurfréttir - 25.08.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTudagurInn 25. ÁgÚST 2011 • VÍKURFRÉTTIR
118 ja.is Símaskráin
Já, við leitum að þér
Úthringiver Já í Reykjanesbæ leitar að frábærum liðsmönnum
í áskriftasölu fyrir SkjáEinn. Við leitum að hressu fólki, 20 ára
eða eldra, sem er árangursdrifið, hefur mikla hæfni í mannlegum
samskiptum, með framúrskarandi þjónustulund og er tilbúið
til að láta til sín taka.
Viðkomandi þarf að vinna töluvert sjálfstætt og sýna vönduð
og skipulögð vinnubrögð. Um er að ræða hlutastörf þar sem
unnið er 2-4 kvöld í viku.
Ef þessi lýsing á við þig, sendu þá umsókn
með mynd á netfangið: iris@ja.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir:
Íris Sigtryggsdóttir, svæðistjóri Já í Reykjanesbæ,
netfang: iris@ja.is, vinnusími: 522 3260.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 2. september 2011.
Íslenska
sjávarútvegssýningin
2
0
11
Smárinn, Kópavogur • September 22-24
www.icefish.is
Eini viðburðurinn sem nær til íslenska
sjávarútvegsins í heild sinni
* Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum
* Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann 22. september 2011
Forðist biðraðir og sparið fé! Skráið ykkur á Netinu á
www.icefish.is til þess að spara 20%!
Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til
vinnslu og dreifingar á fullunnum afurðum
Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma
+44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com
Íslenska sjávarútvegssýningin er
atburður á vegum Mercator Media
Samstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa Opinber íslensk útgáfa Opinbert flugfélag/loftflutningafélag
& hótelkeðja
Icefish 2011_140wx90h_Aug22nd_Icefish 22/08/2011 08:10 Page 1
Til sölu 159,9 fm verslunarhúsnæði að
Hafnargötu 6 í Reykjanesbæ. Nánari
upplýsingar í síma: 420-3700 eða
með tölvupósti á netfangið
fasteignahollin@fasteignahollin.is
Engin lán áhvílandi.
Verð: 11.000.000.
TIL SÖLU
Jóhanna Guðmundsdóttir,
löggiltur fasteignasali
Hafnargata 16 • 230 Reykjanesbæ • sími 420 3700 • fax 420 3701
www.fasteignahollin.is • fasteignahollin@fasteignahollin.is
Hefur þú áhuga á tónlist og langar þig til að reyna á þig
í nýjum aðstæðum? Viltu vinna
með flottu listafólki að skapandi
verkefni? Þá er Listefli á Ljósanótt
eitthvað fyrir þig.
Listefli á Ljósanótt er nýtt og spenn-
andi verkefni með ólíkum hópum
fólks. Verkefnið mun standa yfir
dagana 26. til 28. ágúst nk. Verk-
efnið er unnið undir merkjum
Energí & trú hjá Keflavíkurkirkju
en verkefnisstjóri er Hjördís Krist-
insdóttir.
Í samtali við Víkurfréttir segir Hjör-
dís að Listefli á Ljósanótt sé ætlað
fólki á aldrinum 18 til 25 ára. Horft
sé til þeirra sem séu án atvinnu en
›› FRÉTTIR ‹‹
›› Energí & trú með Listefli fyrir Ljósanótt:
Skemmtilegt verkefni
fyrir 18-25 ára um helgina
vilji hafa eitthvað skemmtilegt fyrir
stafni. Þó sé öllum á þessum aldri
velkomið að taka þátt og tónlistar-
menntun sé ekki skilyrði. Þátttaka
í verkefninu er ókeypis og það eina
sem þarf er áhugi. Keflavíkurkirkja
heldur utan um verkefnið og er í
góðu samstarfi við Vinnumála-
stofnun, félagsþjónustur sveitar-
félaganna og fleiri. Þrátt fyrir að
kirkjan sjái um verkefnið, þá er það
ekki á trúarlegum nótum.
Aðalstjórnandi verkefnisins er
Sigrún Sævarsdóttir Griffiths tón-
listarkennari við Guildhall tón-
listarskólann í London. Með henni
verða m.a. þau Arnór Vilbergsson
organisti, Valdimar Guðmunds-
son og Þorvaldur Halldórsson úr
hljómsveitinni Valdimar og Jana
María Guðmundsdóttir söng- og
leikkona.
Hjördís segir ennþá nokkur sæti
laus á námskeiðinu sem verður
eins og verkstæðisvinna frá kl. 10
að morgni til kl. 17 síðdegis bæði
laugardag og sunnudag. „Úr þessu
verður til eitthvað verk sem síðan
verður flutt á Ljósanótt í Reykja-
nesbæ um aðra helgi. Við fáum
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í lið
með okkur og þetta verður örugg-
lega bæði spennandi og skemmti-
legt“ segir Hjördís.
Framundan eru fleiri verkefni undir
hatti Energí & trú. Í september og
fram að jólum verður námskeiðið
„Að lifa lífinu“ sem verður unnið
eins og lífsleikniverkefni þar sem
m.a. kemur fyrirlesari frá velgengni.
is sem fjallar um það hvernig við
getum notað peningana okkar á
skynsaman hátt. Þar verður Energí
& trú einnig í samstarfi við Mið-
stöð símenntunar á Suðurnesjum. Í
vetur ætla þátttakendur í Energí &
trú einnig að læra að búa til hollan
og góðan mat, fara í sjálfseflingu
og þá verður málþing í október
þar sem Sigrún Sævarsdóttir mun
koma aftur. Þar vilja aðstandendur
Energí & trú heyra hvað hvetur
ungt fólk áfram.
„Í framhaldi af því viljum við fara
af stað með frumkvöðlaverkstæði
þar sem ungt fólk getur t.a.m. lært
að sækja í Evrópusjóði fyrir flott
verkefni sem þau geta unnið að hér.
Það er því nóg í gangi hjá okkur,“
segir Hjördís Kristinsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Energí & trú.
Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í
Listefli, en námskeiðið fer fram um
næstu helgi, geta sent skráningu
á hjordis@keflavikurkirkja.is eða
hringt í síma 8460621. Taka skal
fram nafn, aldur, netfang og síma-
númer og hvers vegna þú vilt vera
með í verkefninu.
LISTEFLI Á LJÓSANÓTT
Listefl i á Ljósanótt ER nýtt og spennandi VERKEFNI með ólíkum hópum fólks. Þekkt tónlistarfólk starfar
með áhugafólki að því að skapa tónlist.
Listefl i STENDUR YFIR FRÁ 26.-28. ágúst.
Aðalstjórnandi er Sigrún Sævarsdótti r Griffi ths tónlistarkennari við Guildhall tónlistar-
skólann í London. Með henni verða m.a. þau Arnór Vilbergsson organisti , Valdimar
Guðmundsson og Þovaldur Halldórsson úr hljómsveiti nni Valdimar og Jana María
Guðmundsdótti r söng- og leikkona.
Þátt taka er ókeypis og það eina sem þarf er áhugi!
Verkið verður fl utt á Ljósanótt 2011.
Námskeiðið er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára
Hefur þú áhuga á tónlist?
Langar þig ti l þess að reyna á þig í nýjum aðstæðum?
Viltu vinna með fl ott u listafólki að skapandi verkefni?
Þá er Listefl i á Ljósanótt eitt hvað fyrir þig.
Skráning er hafi n á hjordis@kefl avikurkirkja.is
Sendu nafn, aldur, netf ang og símanr.
og hvers vegna þú vilt v ra með.
Hvar er hundurinn
þinn að skíta?
Er hundurinn þinn að skíta í garðinum hjá nágrann-
anum? Það virðist a.m.k. vera
alltof algengt í Reykjanesbæ
að hundaeigendur hirði ekki
upp eftir dýrin sín. Varla er sá
göngustígur þar sem ekki er að
finna hundaskít og svo virðast
hundaeigendur gefa hundum
sínum lausan tauminn til að
skíta í garðinn hjá nágrann-
anum.
Á myndinni hér að ofan má sjá
sjálfsafgreiðslu úr hundsrassgati
í efri byggðum Keflavíkur. Þar
venur hundur komur sínar undir
svefnherbergisglugga nágranna
síns og gerir stykkin sín þegar
nágranninn er ekki heima.
Leita að ein-
býlishúsi fyrir
bæjarstjóra
Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að fjár-
festa í einbýlishúsi sem þjóna
muni sem bæjarstjórabústaður
í framtíðinni. Húsið kemur í
stað húss sem bærinn hefur ný-
verið selt. Leitað er að tiltölu-
lega nýlegu fullbúnu húsi með
a.m.k. 4 svefnherbergjum.
Hægt er að senda upplýsingar
um slíkar eignir á Jón Þórisson
fjármálastjóra (jh@grindavik.is)
til 26. ágúst næstkomandi.
Skemmdarvargar
á ferð um Keflavík
Skemmdarvargar voru á ferð um Keflavík í morg-
unsárið síðasta laugardag og
brutu m.a. grindverk við hús í
bænum. Meðfylgjandi mynd er
af brotnu grindverki við Aðal-
götu 1 í Keflavík en einnig mun
grindverk hafa verið brotið við
hús á Vallargötu.
22% fleiri ferða-
menn um Leifs-
stöð en í fyrra
Ferðamönnum sem fara um Leifsstöð fjölgar um 22%
frá árinu 2010. Það gæti skilað
um 600 þúsund erlendum
ferðamönnum til landsins á
árinu 2011. Erlendum ferða-
mönnum fjölgar um 20% frá
því í fyrra. Reiknað er með að
farþegar Icelandair árið 2011
verði tæplega 1,8 milljónir
talsins og hafa þeir aldrei verið
fleiri. Átakið Inspired by Ice-
land er talið hafa skilað sér vel.
Þetta kom fram í Fréttablaðinu
á þriðjudag.
Fyrirhugað er nýtt markaðsátak
á vegum iðnaðarráðuneytisins
og hagsmunaaðila. Þar verður
Ísland kynnt sem vetraráfanga-
staður.
Auglýsingadeild í síma 421 0001
Fréttadeild í síma 421 0002
Afgreiðsla í síma 421 0000
vf.is • m.vf.is • kylfingur.is
Víkurfréttir